Frosti

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Frosti

Post by sono »

Frosti 3 ára gamall hreinræktaður labrador, við keyrðum 3 klukkutíma uppí sveit bara til að ná í hann þegar hann var hvolpur. Við fengum að velja okkur hund af 5 hundum og Frosti skar sig úr. Frosti gerði mikla lukku í lífi okkar allra. Hann var hringberi í giftingu systur minnar og labbaði út gólfið með körfu í munninum með hringjunum í.

Frosti fór oft með manni systur minnar uppá strætóstöð og var að leika sér þar meðan hann var að þrífa strætó á kvöldin. Kvöld eitt var Frosti að leika sér hjá strætó þegar maður systir minnar ætlaði að færa strætóinn til að geta þrifið hann þegar Frosti fór fyrir bílinn, rann í sápu og lenti undir dekkinu. Það var farið með hann strax uppá spítala þar sem þau komust að því að hann var með innvortis blæðingar. Hann var sendur strax aftur heim og okkur var sagt að fylgjast vel með honum. Hann lá sárkvalinn og ýlfraði allar nætur þannig að við ákváðum að fara aftur með hann uppá spítala. Þar fannst einhver gúlpur útúr bakinu á honum sem þurfti að sprengja. Hann var síðan sendur heim og okkur sagt að ýta á gúlpinn til að ná blóðinu út. Svo var hann sárþjáður í 2 vikur og það endaði með að við fórum með hann til annars dýralæknis. Þar var rakað í kringum sárið og þeir komust að því að hann var með drep í öllu bakinu. Við vorum kölluð niðrá spítala í viðtal.

Þá vorum við spurð hvort við vildum láta hann fara eða reyna að halda á honum lífi. Það var möguleiki á að hann myndi lifa þetta af en hann þyrfti að ganga gegnum aðgerðir og hann myndi byrja að missa skinnið. Við vorum tilbúin að gera allt til að halda honum á lífi svo byrjaði hann að missa skinnið. Þetta var erfiðara en við héldum. Skiptum um umbúðir á honum á hverjum degi. Hann fór í aðgerð þar sem fannst aukaskinn á bakinu á honum og var hægt að sauma fyrir opið sárið en það dugði ekki sárið rifnaði upp þannig að við ákváðum að leyfa honum að fara.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Frosti

Post by sono »

Image
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

v/ Frosta

Post by voffi.is »

þessi saga er mikil sorgarsaga og sýnir vægast sagt léleg vinnubrögð sumra dýralækna. þetta hefur verið klúður frá upphafi greinilega!!
Við gæludýraeigendur eigum ekki að láta bjóða dýrunum okkar svona meðferð, þau eiga betra skilið.

Ég sá þennan hund nokkrum sinnum og sá að þarna fór yndislegur karakter.

Samhryggist innilega! :cry:
Elskum dýrin án skilyrða......
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

var þetta ekki í víðidalnum.var sko að vinna það í sumar. ef svo er þá sá ég þessa aðgerð það var hörmulegt að sjá bakið greyinu. vorkendi honum svo:(
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

samhryggist! :(
kristinn.
-----------
215l
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Frosti

Post by voffi.is »

Ég veit að Frosti fór fyrst á AÐRA DÝRALÆKNASTOFU og fékk þar "meðhöndlun" en reynt var síðan að bjarga lífi hans í Víðidalnum, skilst mér!

þetta er skelfilegt og hlýtur að teljast ólíðandi með öllu!!
Elskum dýrin án skilyrða......
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Samhryggist :(
Minn fiskur étur þinn fisk!
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

já þá sá þessa aðgerð nánast öll húðinn var dauð neðst á bakiinu.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

úfff þetta er hrikalega sorglegt, samhryggist innilega.
User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Uff

Post by whapz »

Jahá.. Þetta er alveg hrikalega sorglegt.. Finn bara til með ykkur
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

ótrulegt hvað fag mennfara illa með hunda. Löggan drap hundin hja frænda minum þvi stelpa var að reyna halda honum og hann glefsaði
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

samhryggist :´(
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Frosti

Post by sono »

Víðidalur reyndi að bjarga Frosta . Við fórum með hann upp á dýralækningarstofuna í kef , ég hef ekkert gott að segja um þá stofu . Já það getur vel verið að þú hafir séð hann í víðidal .Við þurftum að reyna megra frosta fyrir aðgerðina , svo fór hann í aðgerð í víðidal , þar sem var tosað auka skinnið sem hafði myndast við skottið á honum yfir bakið , aðgerðin tókst vel og hann kom heim , eftir sirka 2 daga byrjuðu saumanir að rifna smá og hann var orðin mjög þjáður greyjið , þegar að við ætluðum að skipta um umbúðir á greyjinu þá sló hann rassinum utan í dyr og sárið opnaðist , við ákváðum þá að hringja í dýralæknir og spyrja hvað hann vildi gera og útkoman var sú að við ákváðum að leifa honum að fara því að hann var svo rosalega þjáður . Ég er enn föst í minninguni af síðasta deginum sem að við Frosti vorum saman og hann var á leiðinni í svæfingu . Honum er sárt saknað af öllum .
250 litra sjávarbúr
Hafmeyjugaurinn
Posts: 10
Joined: 22 Jun 2008, 00:32

..

Post by Hafmeyjugaurinn »

...
Last edited by Hafmeyjugaurinn on 20 Aug 2010, 12:09, edited 1 time in total.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Sárt að heyra þetta samhryggist þér, gæludýrin manns eru eins og einn af fjölskyldunni og virkilega sárt þegar maður missir þau.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Frosti

Post by sono »

Takk fyrir það. Já það er alltaf ervit að missa gjæludýr .
250 litra sjávarbúr
Post Reply