Varðandi auglýsingar hér.

Hér er hægt að auglýsa hluti tengda gæludýrahaldi eða bara draslið úr geymslunni

Moderators: Vargur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Varðandi auglýsingar hér.

Post by Vargur »

Hér geta spjallverjar óskað eftir eð auglýst til sölu nánast hvað sem er.]

Þegar þú ætlar að setja inn til sölu auglýsingu, eru ákveðnir punktar sem þú ættir að hafa í huga og ath að
óheimilt er að auglýsa beint vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana nema með fengnu samþykki.

1) Nafn þráðarins
Hafðu nafn þráðarins lýsandi og
segja nóg til þess að fólk viti hvort það hafi áhuga á efni hans eða ekki.
T.d. "180 lítra fiskabúr til sölu" eða "Rena Xp3 tunnudæla til sölu"

2) Upplýsingar um vöru
Passaðu að láta nægar upplýsingar fylgja með, því að spurningar
eins og "Hvað villtu fá fyrir þetta ?" og "Áttu myndir?" eru
snöggar að koma ef þeim hefur ekki þegar verið svarað.
Láttu málin á fiskabúrum koma fram, uppl. um ljós, lok og þ.h. (Ath að utanmál á fiskabúri gefur ekki rétta lítratölu)
Gott er að reyna að finna lýsingu á heimasíðu framleiðanda vörunnar og vísa þangað.
Ef einhverjir gallar eða skemdir eru á vörunni láttu það helst koma fram.
Láttu verðhugmynd þína koma fram, ef þú óskar eftir tilboðum skaltu hafa mjög greinagóða lýsingu á hlutnum.
Óheimilt er að setja inn auglýsingu sem er einungis hlekkur á aðra síðu.

3) Hvernig næ ég í þig?
Vertu viss um að það komi skýrt fram hvernig er hægt að hafa samband
við þig. Ef þú ert lítið á spjallinu þá er betra að
láta símanúmerið sitt fylgja.

4) Myndir
Ef þú átt myndir af því sem er verið að auglýsa, láttu þær endilega fylgja.
Myndir eru það nauðsynlegasta til að sala á notuðum hlut gangi vel og til að spara öllum aðilum tíma og fyrirhöfn.
Vinsamlega póstið ekki myndum sem eru stærri en 640x480

5) Uppun
Ath óheimilt er að "uppa", þe færa auglýsingu efst á blaðsíðu ef hún er enn á 1. blaðsíðu í söludálknum. Þeir sem gera slíkt eiga á hættu að auglýsingu verði læst.

6) Sölu lokið
Þegar hluturinn er seldur settu þá (selt) í nafn þráðarins. Ekki eyða eða breyta textanum á auglýsingunni þar sem við hér viljum endilega halda gömlum auglýsingum til að fólk átti sig betur á verðmæti og framboði hluta. Vinsamlega athugið að það er óþarfi að bæta innleggi í söluþráðinn til að láta að hluturinn sé seldur, breyting á titli nægir.

Þeir sem setja inn auglýsingu sem telst stórfenglega ófullnægandi eða á annan hátt samrýmist ekki þessum viðmiðum eiga á hættu að auglýsingunni verði læst eða hún tekin út.
Post Reply