Að breyta sumpi í fiskabúr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Að breyta sumpi í fiskabúr?

Post by Jakob »

Nú er ég að fara í það að breyta sumpi sem ég á í fiskabúr, semsagt fjarlægja glerið á milli, þetta er 8mm plexigler.
Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að fjarlægja glerið á milli, saga eða nota hamar? Ég sé það fyrir mér sem langt verk að saga þetta með lítilli járnsög. En ég þori ekki að fara í það að nota hamar vegna þess að siliconið er nú svo sterkt að ég er hræddur um að glerið, sem ég vil ekki losna við (hliðarnar) brotni við álagið.

Nú spyr ég þá sem hafa gert þetta eða eru handlagnir við svona. Hvernig ætti ég að fjarlægja glerið?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Notaðu bara dúkahníf eða flökunarhníf, skerðu límið með honum og losaðu plexyið án þess að brjóta það.
Límleifarnar skefur þú svo af með glersköfu með rakvélablaði. (ef búrið er glerbúr)
Last edited by Vargur on 20 Aug 2010, 22:32, edited 2 times in total.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Er plexíið límnt með kýtti við Gler?
Ef svo er þá er bara Rakvélarblöð og Dúkahníf.
Svo er hægt að fá Silicon remover í Byko.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Allt plexy, ekkert gler. Afsakið að ég sagði gler þarna. en takk fyrir þetta. Þessi fjandi má rispast smá, á ekki að vera neitt sýningarbúr. :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Dúkahnífur bítur ekkert á þessu. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef dúkahnífur sker ekki í gegnum sílikon þá hlítur þú að snúa blaðinu öfugt. :wink:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég reyndar veit ekki hvort þetta sé sílíkon. Keypti búrið af malawi feðgum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fann þráðinn um smíði sumpsins:
viewtopic.php?t=6356&postdays=0&postorder=asc&start=30
Kemur fram að þetta er lím úr format í Hafnarfirði.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þetta er límt saman með plexy lími verður erfitt að taka í sundur
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

malawi feðgar wrote:þetta er límt saman með plexy lími verður erfitt að taka í sundur
Var það en tókst að lokum. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply