Fiskabúrarekki, guppý-ræktun og fleira. ??

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Fiskabúrarekki, guppý-ræktun og fleira. ??

Post by Agnes Helga »

Hæhæ.

Nú er maður endanlega genginn af göflunum með fiskabakteríuna og mig langar mikið til að setja upp lítinn rekka til að leika mér með guppýræktun eða aðra smágerða fiska.

Ég á hillur inn í geymslu sem eru úr járni eða eitthverju álíka, hvort sem ég fái mér aðra hillu eða notast við þessa þá langar mig að vita ýmislegt.

Hve mörg búr er hentugt að eiga fyrir svona smá guppý ræktun?

Hvernig er vatnaskiptum hagað í svona rekkum?

Hvernig er það, er yfirleitt notast við sump eða álíka kerfi sem öll búrin eru tengd við?

Hvernig virkar það kerfi, þarf ekki þá að bora öll búrin?

Endilega deilið með mér fróðleiksmolum í sambandi við þetta, sem og guppý ræktun :)

kveðja.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply