Val á fiskum, hugmyndir?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Val á fiskum, hugmyndir?

Post by Karen »

Ég er með 110 lítra búr og er að velta fyrir mér hvað ég ætti að setja í það.

Ég er með eftirfarandi fiska:

Bardagakall
25 neon tetrur
Skali (vill einhver?)
Ancistra

Og mig langar rosalega í eitt par af kribbum en ég er líka að spá í eitthvað annað ég bara veit ekki hvað
:?

Gætuð þið gefið mér hugmyndir hvað myndi passa saman?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kribbarnir taka neon tetrurnar og mögulega bardagafiskinn í gegn :)
Ég mundi segja Svart Neon tetrur, Glowlight tetrur.
Fleiri ancistrur :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

kribbarnir mínir gera ekkert við neonana og ég er búin að hafa þá saman frá upphafi. allavega aldreigerst neitt hjá mér.og ég er með 2 pínulitlar og 13 stórar neontetrur :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kribbarnir mínir voru með þessum sömu Neon tetrum án vandræða.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Mig langar einmitt rosalega mikið í kribbapar til að rækta :D en ég er líka jafnvel að spá í að fá mér svona 40-50 lítra búr og hafa bardagakallinn í því vegna þess að það er eitthvað verið að tæta hann. En ef það er hægt þá myndi ég hafa eitthvað af tetrunum eða allar ef það er mögulegt í 40-50 lítra búri með þá B-kallinum.

En allar hugmyndir vel þegnar :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Iss, ekkert gaman að vera með kribba - það eru allir með kribba! Prófaðu til dæmis Apistogramma Njisseni (http://www.aquaticcommunity.com/cichlid ... esseni.php) eða bara fiðrildasíkliður. Ættu að vera alveg jafn auðveldar og alveg jafn skemmtilegar :)

Annars eru til allskonar litlar síkliður sem er auðvelt að rækta, kíktu í búð og sjáðu hvort þú finnir ekki eitthvað flott.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

OK mínir tóku tetrurnar alveg í gegn og átu eitthvað, mínir kribbar voru fullvaxnir og að hrygna í 140l :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk fyrir Keli :)

En já ég er pínu veik fyrir síkliðum :wink: hefur alltaf langar í síkliðubúr.
En ég á lítinn draum um að eignast kribbapar einn dag.
Hvaða síkliður passa í 110 lítra búr?
Þá helst með hrygnandi kribbum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kribbar eru síkliður :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Haha, ég veit :D en eru aðrar síkliður sem passa með hrygnandi kribbum :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er hæpið að það gangi í þetta litlu búri.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Skil :)
En ég var líka að pæla í að sleppa kribbunum í bili og hafa kannski nokkrar bardagakellur og setja kallinn í minna búr (Í 40-50L ásamt ancistrum, SAE og tetrurnar (also í 110L búrinu)) .
Langar líka rosalega í einn Eldsporð en veit ekki hvað gengur með honum :? gæti einhver sagt það?
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Mig langar rosalega mikið í ca 10 bardagakellur, kribbapar, ancistrur og SAE, getur einhver sagt mér hvernig það eigi eftir að ganga?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kaja wrote:Mig langar rosalega mikið í ca 10 bardagakellur, kribbapar, ancistrur og SAE, getur einhver sagt mér hvernig það eigi eftir að ganga?
það á ekki eftir að ganga. Bardagakerlingarnar eiga ekki heima þarna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Hvað passar með bardagakellum?

Ég veit ekki hvort ég ætla að hafa kribbana.
Post Reply