gullfiskar að drepast

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

gullfiskar að drepast

Post by Gunnsa »

Ég skil ekki hvað er í gangi, en í þrígang hef ég verið með alveg tiny gullfiska bebe sem hafa dáið upp úr þurru. EKKERT sjáanlegt að plaga þá, sýnist þeir alveg borða og ekkert mál. Samt hafa jafn margir ( 3) orðið fullorðnir og stórir og allir 5 hafa það mjög fínt. Ég skil þetta bara ekki. Fyrst leið bara eitthvað um 3 dagar frá kaupum og til þess að greyið drapst (1 af 4 keyptum í eitt skitpi dauður) og núna er liðin ein og hálf vika og tveir dauðir á tveimur dögum..


Svo var ég líka að spá hvernig það geti staðist að sniglar séu að lifa það af að vera SOÐNIR í búrinu.. einhverjar hugmyndir?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gott að setja smá klór út í (ef þú ætlar að losa þig við snigla) með soðna vatninu og skola vel eftir á.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég hef verið hrikalega móðursjúk með þetta, sett klór í búr og lagt dæluparta o.fl. síðan skolað alveg hrikalega vel á eftir. Sand sem ég hef fengið notaðan og var löðrandi í sniglum hef ég soðið í smá tíma. Svo held að ég hafi fengið snigla með nærri hverri einustu plöntu sem ég hef keypt en komst svo að því að gullfiskum finnst litlir sniglar hrikalega góðir svo að það losaði mig við það vandamál :lol:
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég mæli með að kaupa bótíur þær hakka þá í sig.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Post Reply