Hvað skal gera við 720L búr í 2-3 daga?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hvað skal gera við 720L búr í 2-3 daga?

Post by Andri Pogo »

Það lak af ofnakerfinu okkar á parketið í stofunni og skemmdi það. Við fáum nýtt parket frá tryggingunum og iðnaðarmenn til að skella því á. Ok ekki svo flókið...
En hvað í ósköpunum á maður að gera við fiskabúr sem vegur 1 tonn á meðan ef það kemst ekki inn í svefnherbergin á meðan og það er ekki hægt að hreyfa við því meðan það er enn vatn í því, hvað þá lyfta því frá og aftur upp á nýja parketið... :?
Tek það fram að ég ætla ekki að fara að standa í einhverju veseni með að veiða fiskana uppúr og hafa þá í smærri ílátum á meðan um alla íbúð, vil ekki taka neina sénsa með að fiskarnir drepist.
Datt í hug stórt fiskikar á meðan fyrir fiskana en ég vil þó ekki standa í því að redda því, sækja og skila. Ég ætla helst að láta tryggingarnar sjá um þetta alfarið þar sem þeir voru nú ekki alveg þeir kurteisustu þegar þetta var metið :roll:
Tek það þó fram að ég er að sjálfsögðu búinn að ræða þetta mál við tryggingarnar en þeir vita bara hreinlega ekkert hvað er best að gera í málinu en eru þó að ath þetta.

Einhverjar hugmyndir um aðra lausn með fiskana?
-Andri
695-4495

Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sæll Andri.
Ég hef lent i svipuðum aðstæðum og þú ert i núna en bara með 400 litrana en ég skipti um gólfefni hjá mér fyrir nokkru og þá gerði ég það þannig að ég lagði gólfefnið alveg að búrinu siðan tæmdi ég það þangað til að fjórir gátu lyft þvi upp á nýja gólfefnið,fyllti það aftur af vatni og hélt áfram að leggja á gólfið og þegar það var búið þá hafði ég sama háttin á og áður þegar ég kom búrinu fyrir aftur þangað sem það átti að vera endanlega þ.e.a.s. tæmdi þangað til að við gátum mjakað þvi til og fyllti aftur strax af vatni en það munar talsvert á litrafjöldanum hjá okkur en það sakar ekki að prófa en mesta stressið hjá fiskunum var bara þegar við vorum að færa búrið til en þeir voru fljótir að jafna sig.

Kv
:)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi halda að Ólafur sé með þetta, og held að ég myndi gera þetta á sama veg.

Ég myndi amk alls ekki treysta einhverjum parketlagningarmönnum eða tryggingaköllum fyrir því - Þú neyðist til þess að gera þetta sjálfur hvernig sem þeir komu fram við þig...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

takk fyrir það Ólafur, ég gæti ath með það, en ég er ansi hræddur um að það sé ekki hægt að hagga við því með fiskunum í, þeir eru orðnir svo stórir að ég get ekki tekið meira en 70% vatn. Það er þó kannski séns ef það er hægt að fá 6-8 manns hmm?

En jú Keli ég er sammála, ég treysti engum öðrum fyrir þessu en málið var að ef ég myndi færa þá yfir í t.d. kar eða lánsbúr þá ætlaði ég að láta tryggingarnar sjá um að redda því en ég myndi auðvitað sjá um fiskana sjálfur. Bara pirrandi að standa í einhverju svona veseni í sumarfríinu sínu og ekki batnar það að mæta dónaskap hjá tryggingafélaginu.
-Andri
695-4495

Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Andri ég tók vatnið úr þangað til að uggarnir stóðu uppúr og það tók ekki nema eina minutu að færa búrið og siðan vatn i aftur en já það er spurning hvort 70% dugar hjá þér en þú getur tekið þá fiskana uppúr rétt á meðan þú tæmir búrið,fært það siðan með mölini i einni og svo vatnið i aftur og fiskarnir strax aftur i :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

úff, 30% af 720 lítrum eru nún rúm 200 kíló, búrið svo örugglega á milli 100 og 150 kíló og skápurinn ofan á það, þetta er örugglega að nálgast 400 kílóin allt í allt :)
Væri ekki málið að taka meira af vatninu, geyma slatta af því í tunnum rétt á meðað og fylla svo strax eftir að það er búið að færa búrið?
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég get látið þig fá 10 lítra fötur og 100 lítra lánsbúr og jafnvel annað 160 lítra þá fljótlega.
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Ef þú verður að taka þá úr á ég 115l búr sem ég get lánað þér á meðan með dælu en ekki hitara
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

takk fyrir það strákar, ég ætla að melta þetta yfir helgina hvernig ég fer að þessu :)
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Úff, ekki gaman að lenda í þessu!
Gangi þér vel með þetta allt! :)
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

þetta er samt ekkert grín. ég var að flytja 800 lítra búrið inn í kjallaraíbúð. og það er með stálplötu undir svo það er 200 kg. við vorum 6 karlar og þetta var hálftími 10 metra vegalengd.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég skal lyfta ef þig vantar, láttu mig bara vita hvenær þá og ég verð vonandi ekki að vinna, það er eflaust til nóg af hraustum köllum hérna sem eru til í að taka á því með Andra er það ekki?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þér er líka velkomið að hafa samband við mig, verð í sumarfríi næsta mánuðinn þannig að ef ég er í bænum, þá er lítið mál að leggja hönd á plóginn.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ekkert stórmál, bara spurning um hvernig megi gera þetta upp á fyrirhöfn, pláss og kostnað, hjólatjakkar, talía boltuð í loftið osf er spennandi verkefni.
Þrjár stýfur gegnum skápinn undir búrið (ef hægt er) og 4-6 menn fara létt með búrið hvert sem er með 2-300 kg af vatni.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja þetta gekk bara helvíti vel :mrgreen: ég asnaðist þó til að hjálpa við að færa búrið og á eftir að gjalda fyrir það með bak- og hnéverkum næstu daga :)
tók um 4 tíma í heildina að tæma, færa, parketleggja undir, færa og fylla aftur.
Tókum allt vatnið úr búrinu og megnið af mölinni þannig að við gátum fjórir ýtt því frá og lyft svo upp á nýja parketið.
Mest vesenið var að færa stærstu fiskana en þeir eru nokkrir vel rispaðir og blóðugir eftir hasarinn
Skellti 400L búri upp inni í eldhúsi undir Paroon og Clown knife og til að geta geymt smá vatn.
Fiskarnir í 300L búrinu inni í hobbyherbergi voru færðir um helgina og þar fengu albino pangasius og Tigerinn að bíða.
Polypterusarnir fengu plastdollur með loki en þeir hefðu hoppað uppúr hinum búrunum.

Önnur polypterus dollan með þeim stærstu:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Djöfuls helling af polys áttu.. Ég hélt að þú hefðir losað þig við eitthvað af þeim :shock: :lol:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe jújú ég átti 30 eða 31 mest en fór niður í 19 og aftur í 22stk um daginn :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
Post Reply