80L dvergsíkliðu og guramibúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Santaclaw »

20gr af sóda hækkuðu KH um 3dkh í 240l.

Ég gaf kolsýru þannig að ph hélst stöðugt í 7. Mældi svo hvað KH var í vatninu og setti sódann í búrið til að herða vatnið um nokkur dkh.
Þannig að vatnið var örlítið harðara miðið við stillinguna á kolsýrunni. Þá minnkar ph fallið sem kemur þegar kolsýran kikkar inn.

Held að þetta sé ekki nauðsynlegt en virkaði mjög vel hjá mér. Búrið var í mjög góðu jafnvægi og sprettan eftir því.

Var með 2,3w/l í ljósmagni en lýsti bara í 6 svo 7 og í lokin 8 tíma.
Ph í 7
Gaf næringu daglega sem ég keypti að utan og blanda sjálfur, hræódýrt og dugar endlaust :)
Keypti
Potassium Nitrate
Potassuin Sulphate
Magnesium Sulphate
Potassium Phosphate

plús svona trace mix. með járni, zinki, copar og fleiru gummelaði. (koparinn hafði engin áhrif á rækjurnar, fjölga sér hratt)

Blandaði þessu á og gaf á víxl.

Tékkaðu á þessu.. svínvirkar :)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Santaclaw: Mastah. Kannski að þú sendir mér myndir og "specs" á þennan kút via einkaskilaboð. Ég hef enn ekkert átt við lokið né breytt um peru.
Peran sem er í og sést á öllum þessum myndum er Sylvania Gro-Lux, F18W.

Og fyrst þú og snerra eruð komin í gírinn þá spyr ég í fáfræði minni hvort að það að taka loftsteininn úr sambandi og þá eru það bara plönturnar sem framleiða súrefnið og svo vonandi kemur Co2 innspíting af einhverju tagi... En er hætta á því að þetta minnki lífsgæði fiskana eitthvað (sem að öllu óbreyttu nutu góðs af loftsteininum)?
Ég er með útrennslið þannig að það gárar.

Ég er hins vegar búinn að redda mér sódastrímtæki. Þá spyr ég aftur eins og fífl, þarf ég að mæla Co2 magnið sem fer í flöskuna eða á ég bara að henda einni vel kolsýrðri flösku í búrið annað veifið? Hversu oft, hversu mikið og hvenær? Og getur þetta haft það mikil bein áfram á ph fallið að ég þarf að mæla eða setja einhvern djöfulinn í til að vinna gegn ph droppinu?
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Ég hef aldrei notað loftstein , ég dæli 1200 lítrum í mínu búri á klukkutíman "Akvastabil 720" en þar er vatnsmagnið varla meira en 550 -600 lítrar. Góð hreyfing á vatninu er nóg til þess að halda nægu súrefni í því.
Sodavatn (sodastream) er með ph á bilinu 5,5 -6 en á þessari síðu getur þú fengið það sem þig vantar hvað co2 varðar http://www.co2supermarket.co.uk/sodastream-adapter.html
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Því miður er ég svo takmarkaður að ég gæti tæplega riggað upp svona glæsilegu sodastrím júniti eins og fjallað er um á þessari síðu. Ég er sáralítið inn í Co2 málum líka, því ætla ég að að spurja fleirri fáfróðra spurninga.

Ég er búinn að slökkva á loftsteininum aftur. Vatnið gárast með útstreyminu. Ég hef tvisvar sett sódastrímað Co2 í vatnið.
Til þess nota ég stóra sódastrímflösku sem er á að giska tæpur líter. Ég fyllti hana ekki af Co2 heldur gaf henni þrjár "gusur" af því. Helti í búrið. Allt með feldu. Þetta var í fyrradag.
Kvöldið eftir (í gær) gerði ég slíkt hið sama en að þessu sinni setti ég mun meira Co2 í flöskuna, þ.e.a.s. þrjár vænar gusur, það vænar reyndar að tækið gefur frá sér "flautuhljóð" í lok hverrar gusu.
Skömmu eftir að ég helti þessu út í fóru margir fiskanna að haga sér svolítið undarlega. SAE, tetrurnar, dvergsíkliðurnar tvær komu allar upp á yfirborðið eins og til að fá sér loft. Þannig voru fiskarnir í þónokkurn tíma, allir á sama stað í búrinu. Gúramarnir héldu sínu striki og sýndu enga óvenjulega hegðun.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Þú ert að setja of mikið sodavatn hálf flaska er sennilega nóg betra að gera þetta nokkrum tímum áður en ljósið slokknar þannig að gróðurinn nái að finna úr þessu.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Takk fyrir að nenna að hjálpa mér með þetta! Ég prófa hálfa flösku þá. Ég sódastríma heila flösku en helli bara helmingnum af vatninu út í búrið.
Á ég að gera þetta á hverjum degi?

Til nánari glöggvunar.
Búrið er 80 lítrar. Þannig að það eru tæpir 80l af vatni í því, mikið af sandi, plöntum og tvær rætur. Í búrinu eru 25 litlir fiskar.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Ef þú setur of mikið þá verður súrefnisskortur og fiskarnir leita upp í yfirborðið , maður verður svo lítið að spila þetta af fingrum fram fljótlega eftir að þú setur þetta í vatnið fer gróðurinn að ljóstifa. Þú sérð á honum loftbólur þá veistu að þetta er að virka og hann mun vaxa. En þetta er kannski ekki gott til frambúðar þar sem dýrasta kolsýra sem þú getur fengið er á sodastream flöskum.
'Á til sölu síðunni undir "Dælur, hitarar, sumpur, MH kastarar og heill hellingur" er til sölu Nautra fin co2 kerfi á 2000 kall , ég þekki það ekki en það gæti hentað þér.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Allt í lagi. Þannig að ljóstilífinun og loftbólurnar er það sem ég á að sækjast eftir? Ég set minna magna af Co2 í búrið 2 klst áður en ljósið slökknar í kvöld og athuga hvað gerist.
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Santaclaw »

Kannski er ég að miskilja eitthvað (væri ekki í fyrsta sinn) en að mínu mati er það gáfulegra að setja Co2 í vatnið á uþb þegar ljósið kviknar og plöntunar byrja að ljóstílifa.

Þær nota bara Co2 þegar það er ljós og eru að ljóstilífa, í mykri þvert á móti nota þær súrefni eg gefa frá sér Co2, rétt ins og við :) að gefa Co2 rétt áður en ljósið fer af er því eyðsla á Co2 og álag á fiskana.

:)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Ok. Nú eru þrír dagar síðan ég setti Co2 skammt í búrið sem ég lýsti hér að ofan. Setti hálfa flösku í dag rúmum klukkutíma eftir að ljós kom á búrið. Fljótlega fóru fiskarnir upp á yfirborð til að ná lofti en voru ekki lengi í því ástandi eins og um daginn.
Ég sá ekki loftbólur myndast á plöntunum.
Ætti ég að setja annan svona hálf-skammt í búrið núna eða bara setja hálf-skammt dag hvern?
Var skammturinn áðan að ykkar mati nægilegur?
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Gott mál að setja þetta í snemma dags. Ef þeir fara enn upp í yfirborðið bendir það til súrefnisskorts , ég myndi frekar minka skammtinn í einn þriðja og sjá hvernig þeir bregðast þá við.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

snerra wrote:Gott mál að setja þetta í snemma dags. Ef þeir fara enn upp í yfirborðið bendir það til súrefnisskorts , ég myndi frekar minka skammtinn í einn þriðja og sjá hvernig þeir bregðast þá við.
Og gefa einn þriðja skammtin einu sinni á dag?
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Þú verður bara að spila þetta eins og þú heldur að sé í lagi er ekki fínt að byrja með 1/3 í einhverja daga og sjá hvað gerist áður en þú ferð að setja meira
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by keli »

Þú þarft að setja co2 í 1-2x á dag allavega hugsa ég. Hún (kolsýran) er fljót að fuðra upp í loftið ef það er hreyfing á yfirborðinu... Lítið og oft er betra en mikið sjaldan. Ef þú setur svona stórar gusur þá hrynur súrefnismagnið og pH gildið í búrinu og fiskarnir geta lent í vandræðum með það.

Ég hef enga tilfinningu fyrir magninu í kolsýrðu vatni samt, þannig að það er lítil hjálp í mér þar. Bara prófa sig áfram með lítið og auka rólega. Ég myndi skoða eitthvað kolsýrukerfi frekar en að standa í þessu. Til dæmis bara DIY co2 væri jafnara og sennilega betra en þetta. Ég skrifaði fyrir einhverju síðan smá pistil um það hvernig er hægt að standa að því og fá jafna kolsýru..


Edit: fann það:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=14&t=15460
Ástæðan fyrir því að maður er með tvær eða jafnvel fleiri flöskur er að geta verið með gerjunina á mismunandi stigum og þar af leiðandi jafnari co2 framleiðsla. Það er hægt að ná svipuðu fram með því að bæta sykri reglulega í eina flösku.

Safnflaskan er sennilega aðallega bara til þess að sjá loftbólurnar skýrt og geta þar af leiðandi séð greinilegar hvernig framleiðslan gengur.

Lag tími á gerinu er ca 1 dagur. Passlegur hiti er ca 20 gráður, og það er enn betra að nota eitthvað annað en brauðger, frekar eitthvað bjórger. Einn pakki er nóg í 10-20 lítra, eftir því hvað blandan þín verður sterk (hvað þú notar mikinn sykur). Ekki nota turbo ger eða kampavínsger, því þau vinna of hratt og klára sykurinn of fljótt. Svo er hægt að endurnýta gerið með því að hella megninu úr flöskunni eftir að hún er hætt að framleiða co2, en skilja slatta af "drullunni" (gerinu) eftir og blanda nýtt ofan á það. Þá er gerjun líka fljótari að fara í gang aftur.

Svo er mikilvægt að miða sykurmagnið við max 10-15% áfengi, því ef maður notar meiri sykur en það þá á gerið í erfiðleikum, maður þarf meira af því, það fer hægar í gang, erfiðara að endurnýta það og fleira. 220gr af sykri per lítra gefa uþb 13% blöndu. Ég myndi reyna að vera nær 10%, og nota þá 170gr af sykri per lítra af vatni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Ég er mjög líklega að fá Co2 skammtarann sem snerra talaði um.
Annars ery þið öll yndislegir snillingar að nenna að aðstoða mig með þetta, takk!
Í dag ætla ég að reyna að gefa smáa skammta þangað til að ég sé loftbólur á gróðrinu því ef ég skil rétt þá er það það sem við erum að leita eftir.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Birkir wrote:Ég er mjög líklega að fá Co2 skammtarann sem snerra talaði um.
Annars ery þið öll yndislegir snillingar að nenna að aðstoða mig með þetta, takk!
Í dag ætla ég að reyna að gefa smáa skammta þangað til að ég sé loftbólur á gróðrinu því ef ég skil rétt þá er það það sem við erum að leita eftir.
Líst vel á þig , Ég persónulega er ekki hrifin af því að brugga í fiskabúr, þetta er ekki svona vinsælt vegna þess hve sniðugt þetta heldur vegna þess að stofnkostnaðurinn er enginn.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by keli »

Loftbólurnar koma btw ekki nema lýsingin sé næg líka :) Þetta helst allt saman í hendur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

keli wrote:Loftbólurnar koma btw ekki nema lýsingin sé næg líka :) Þetta helst allt saman í hendur.
Já, ætli ég nái þeim fram með bara eina Sylvania Gro-Lux, F18W? Það er bara stæði fyrir eina peru í lokinu og hún er þessu, rauð birta (sjá myndir á fyrri síðum). Þessi birta er klárlega að duga flestum platnanna en ekki öllum, eins og ég hef lýst í þræinum. Vonandi getur Co2 skammtari (Nautra fin co2) hjálpað þeim plöntum sem hafa átt undir högg að sækja síðan búrið var sett af stað.
Búrið er bara 80l. Skammatar Nautra fin co2 fyrir svo lítl búr?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by keli »

Kannski :) Þetta er bara spurning um að prófa sig áfram. 18w er ekkert voðalega mikil birta í 80 lítra. Ég er sjálfur með um 45w á 50 lítra rækjubúrinu mínu. Sennilega overkill, en ég er með mikið af flotgróðri sem skyggir á (viljandi). Ástæðan fyrir flotgróðrinum er að ég er að bíða eftir að fá nokkrar plöntur sem mig langar í sem hafa ekki verið til í neinum verslunum í langan tíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Takk fyrir þetta input Keli.
Ég er búinn að grisja hressilega nýlega og ætla að breyta aðeins uppstyllingu plantnanna og það er kannski ágætis tilliástæða til að setja hvíta peru í í staðinn og sjá hvernig það kemur út. En mig langar ennþá að hafa stóra rauða og minni hvíta í lokinu þegar fram líða stundir.

Fyrst ég er með þig hérna:
Á dögunum fór ég á Kjalanes og sótti þangað fjörusand. Er hann nokkuð hættulegir heilsu fiskanna ef ég skola svakalega vel og sýð? Minni að ég hafi lesið það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by keli »

Skola bara vel með heitu vatni og þá ættirðu að vera góður. Amk svo lengi sem það er ekki einhver olía í honum, sem ætti ekki að vera :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Búinn að breyta landslaginu töluvert. Byggði smá hleðslu og brekku. Hún er öll gerð úr fjörusandinum sem þýðir að plöntum sem þar er plantað eru langt frá því að fá næringu úr substrate laginu sem er undir upprunalega sandinum. Ein tegund plantnanna er strax farinn að láta sjá á og er ræfilsleg. Ég vildi að ég vissi hvað plantan héti. Ég fékk hana hjá Santaclaw, hún þrusar venjulega út afleggjurum eins og hún fái borgað fyrir það.

Blue ramirezi kerlan dó í morgun. Ef ég fer yfir lífshlaup hennar þá kemur það ekkert sérstaklega mikið á óvart. Fljótlega fór hún að hætta að taka ærlega til matar síns og lúffaði fyrir öllum fiskum búrsins þegar ég gaf mat. Át korn og korn hér og þar en lét ekkert til sín taka. Karlinn varð fljótlega töluvert stærri og litríkari en hún. Svo hélt hún sig afsíðis meðan aðrir fiskar synda um búrið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Er búinn að breyta töluvert. Kannski ekki dramatískur munur fyrir fólk sem sér búrið ekki daglega en ég hef fært mikið til og hennti plöntum sem voru orðnar mjög ræfilslega í myrkrari helming búrið sem er því miður tilfellið með góðan hluta hægri helmings búrsins. Þannig að eins og stendur er minna af gróðri en áður en hann hætti að þykkna á næstu vikum. Ég á enn eftir að sjá hvernig plöntunum sem eru í þykku lagi af fjörusandi (og ná þar af leiðandi ekki í gróðurnæringuna (substrate) neðst í búrinu) mun vegna. Væntanlega vaxa þær hægt upp úr þessu.

Image
Image
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

- Allt of langt síðan ég setti inn myndir. Gróðurinn vex og vex og sérstaklega eru það "sverðplönturnar" sem eru að taka yfir og er satt best að segja of stórar í eðli sínu fyrir svona smátt búr. En þær eru fallegar. Grisjaði þær í gær og minnkaðu ummál þeirra í búrinu eitthvað.

- Corydorasarnir eru hlédrægir mjög. Halda sig yfirleitt út í sama horninu báðir tveir á bak við stein, í staðinn fyrir að "flögra" um botninn allan eins og þessi tegund gerir gjarnan. Er þetta algeng hegðun? Þeir líta ágætlega út. Myndi þriðji fiskurinn hressa þá við eða gæti þetta verið matartengt?

- Pleggarnir tveir sem hafa verið í búrinu nánast frá upphafi, hafa ávalt verið sprækir. Smáir en hressir. En núna er annar þeirra horfinn.Mögulega er hann í felum því þrátt fyrir smæð búrsins þá er þar að finna mikið af felustöðum.

- Marmaragúraminn var rekinn að heiman fyrir að vera ömurlegur við konuna sína. Svo mikið reyndar að hún borðaði lítið og var ávalt í felum. Kallinn var fluttur í búr vinar minns og hagar sér eins friðasinni þar. En hann var kallaður Napóleon hjá mér. Magnað hvernig svona flutningar geta breytt öllu. Kerlingin er hin ánægðasta með þetta og hefur verið að dafna síðustu mánuði og ætlar að halda skírlífinu áfram, blessunin.

- Eins og áður sagði drapst önnur fiðrildasíkliðan. Sennilega úr næringaskorti því hún var ægilega bæld og hafði sig lítið frammi.

- Hvar búrið er með mestan sand og undirlag er það 14cm djúpt! En þetta er þar sem brekkan var gerð.

- Það er töluvert mikið af plöntum í búrinu og annað veifið virðist það hafa áhrif á súrefnisinntöku fiskanna, þ.e.a.s. þeir koma nokkrir við yfirborða og virðist mikið í mun að draga loft og það ögn lengur en venjulega. Þá set ég loftsteininn í gang í einn dag og þá fer allt í sama gamla góða farið. Mögulega er þetta rugl hjá mér, en þetta gerist afar sjaldan.

- Á dögunum svelti ég fiskana í 7 daga. Þeir fóru létt með það.

Íbúatalning:
Sae x 4
Perlugúrami x2
Sebra daníó x6
Marmaragúrami x1
Fiðrildasíkliða (ramirezi) x1 (ef einhver á aðra til sölu þá vil ég gjarnan skoða það).
Rummy nose tetra x5
Pleggi x2 (eða bara einn)


Í "tækjakassanum" er hitari og dæla eins og áður sagði (sjá)
Image
Fyrir ofan dæluna er mikið pláss eins og sést og frá upphafi hef ég verið með TetraTec BB biofiltarkúlur (svartar).
í gær bætti ég hins vegar við Laguna Biological Filter Media steinum (viewtopic.php?f=14&t=15853) við. Setti þá í kvennmannsokkabuxur og kom fyrir í hólfinu vinstra megin við dæluhólfið (sjá mynd). Þar er mikið frítt pláss.

Image
Image
Image
Image
Myndir teknar 17.-20. apríl
Post Reply