Red Tailed Black Shark

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Red Tailed Black Shark

Post by SandraRut »

Ég var að eignast einn í dag, rosalega flottur, en smár.
Það sem ég var að velta fyrir mér, hefur einhver reynslu af slíkum fisk og getur svarað smá fyrir mig :)

1. Er svona fiskur ekki einn af þeim sem stækka meira ef þeir eru einir í stóru búri?

2. Er í lagi að hafa þá bara í búrinu einu og sér (auðvitað með vatni og gróðri) fyrstu mánuðina? Semsagt, sleppa einhverri dælu og hitara og svoleiðis...

3. Ég veit að þeir meiga ekki vera með öðrum alveg eins hákarli í búri, ráðast á hvorn annan. En ryksuga er pottþétt í lagi ekki satt?

Vonandi getur einhver æðislegur svarað þessu eins vel og mögulegt er :D

Image
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

er allt í lagi að sleppa dæluni en þá verðuru að skipta um einhvað vatn á hverjum degi ekki gott í langann tíma samt í lagi að sleppa hitara ef vatnið helst í réttu hitastigi, mega vera með ryksugum og öllum fiskum sem éta hann ekki og hann eur ekki

verður að hafa lokað búr þeir eiga það til að stökkva frekar uppúr en venjulegir fiskar :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Í fyrsta lagi er þetta ekki hákarl heldur kattfiskur, þótt að nafnið "shark" sé í nafninu :)
Hvað er búrið stórt? Þessi tegund verður um 15 cm í mesta lagi verður þó valla nema 10cm í fiskabúri, las það allavega einhversstaðar, Mundi hafa 5cm rauðugga í 20l minnstalagi :)

Af hverju ekki að nota dælu? Þarftu hana kannski í eitthvað annað.
Þessi fiskur er alveg meinlaus nem að hann á til að kroppa í aðra smáa fiska eins og gúbbífiska og tetrur.

Þarf ekki neitt að vera einn í búri :) Átti 8stk litla með gúbbífiskum, sverðdrögum og pleggum í 96L, pældu ekki einusinni í hinum fiskunum.

Þessir fiskar eru samt oft miklir einstaklingar og geta sumir af þessum einstaklingum verði andstyggilega leiðinlegir við hina fiskana.

Ef að þú ert með Ameríkana ekki hafa hann þarna, allir sem að ég hef átt hafa verið étnir, sama hve stórir þeir væru :)


Gangi þér vel með þetta!


Mundi samt hafa dælu!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Takk fyrir þetta :-)
Étur hann þessa rýpísku gullfiska?
Langar svolítið í þessa svörtu með útstæðu augun, étur hann þá?

Mátt endilega koma með einhvern smá lista yfir þá fiska sem borða hann og þá fiska sem hann borðar, ef þú nennir :)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hann étur ekki neitt :lol:
Ekki setja hann með gullfiskunum, gullfiskar eru kaldavatnsfiskar og lifa í 20-22° en hann vill frá 24-28° Ekki hafa gullfiska með gúbbí, sverðdrögum eða neinu þannig!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er nú reyndar ekki kattfiskur.

en hann er ekkert að fara að éta neina fiska þannig séð, eina sem þessir eru þekktir fyrir er að þeir elta og bögga aðra fiska sem eru minni en þeir sjálfir, jafnvel til dauða.
Þeir eru þó misjafnir, ég hef á nokkra svona, einn var með smáfiskum og lét þá ekki í friði, svo hef ég prófað svona með stærri fiskum og þá voru þeir alveg til friðs.


en hvernig búri er hann í og af hverju engin dæla ?
-Andri
695-4495

Image
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ég er að vinna í dýraríkinu á Akureyri, og við fengum hann sendann og ég kolféll fyrir honum og fékk að taka hann.

Ég var ekkert búin að plana að fá mér fisk, svo að ég fékk svona plastfiskabúr, sirka 60lítra... sirka :-)

Ég fæ dælu á morgun, svona loftdælu er það ekki?
Sem blæs loftkúlum í búrið.

Ég mun reyna að fá hitara á morgun líka.
Virkar það þá bara þannig að ég stilli einhvern sérstakann hita á mælinum, t.d 24°(fyrir hákarlinn) og hitarinn sér um að halda vatinu í búrinu á þessum hita?

Ég er alveg ný í þessu, er komin með algera dellu og vil fá sem mestar upplýsingar frá ykkur sérfræðingunum :D
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er nú enginn sérfræðingur og þetta er nú bara 7unda árið mitt í fiskum (er 13ára) :P

En jú loftdælu og þú getur stillt hitann :) Hvenær byrjaðiru að vinna í "rán"dýrarýkinu? held að ég hafi hitt þig :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ég byrjaði bara mánudaginn fyrir 2vikum síðan :wink:
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

En ég fer strax í fyrramálið í Dýraríkið, kaupi loftdælu og hitara...
Get síðan reynt (ekki víst því myndavélin er biluð) að koma með myndir af Svarthöfða (hákarlinn :lol: ) og búrinu og því :wink:

Hve mikil wött af hitara þarf ég?

Málin á búinu :

Lengd: 38cm

Hæð: 27cm

Breidd: 23cm

Hvað eru það ss. margir lítrar sirka?

Og eitt annað, ef ég myndi fá mér á næstu mánuðum, í sirka júlí-ágúst fá mér stærri búr, kannski 96lítra.
Myndi ekki sami hitari duga :-) ?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

23,5l held ég
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Neeeee, ekki svo lítið.
Mér finnst það vera mikið stærra.

Hvernig reiknar maður þetta?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

jú maður reiknar 30x27x23=23.5l
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já það er alveg rétt hjá þér, ég ruglaði aðeins :)
Takk kærlega.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

það var ekkert :-)
Post Reply