720 lítrar lýsing

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
Vallash
Posts: 18
Joined: 29 Oct 2013, 22:38

720 lítrar lýsing

Post by Vallash »

Böns af 3w led perum.....
12000k eða 20000k í hvítu
420nm eða 460nm í bláu

Hvað þarf af led hvítum vöttum í 720 sps búr
Og mörg wött af bláum
Og hversu mörg hefurmaður yfir nóttina...

Búrið er 200x60x60
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 720 lítrar lýsing

Post by keli »

Fer algjörlega eftir því hvaða tegund þú ert með. 3w segir ekkert um ljósmagnið.

Myndi blanda 440nm og 460nm (þú finnur sennilega lítið af 420nm og þau eru dýr, en allt í lagi að nota þau með), og nota svo ~6500k hvít (cool white). Þú finnur seint 12-20k hvítar led perur og óþarfi að nota svona bláar hvítar með bláu.

Svo þarftu 40-60 gráðu linsur og gróft skotið svona 2-300 LED.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vallash
Posts: 18
Joined: 29 Oct 2013, 22:38

Re: 720 lítrar lýsing

Post by Vallash »

Þakka þetta.

Ég fór á Ebay fyrir mánuði og keypti mér eftirfarandi

50 3w 10.000 kelvin LED perur sem eru ekki á HEATSINK en fara saman á plötu 12 í einu
50 3w 12.000 kelvin LED perur á sexarma stjörnu HEATSINK
30 3w 20.000 Kelvin LED perur á sexarma stjöru Heatsink
20 3w bláar 460nm
20 1w bláar 440nm
6 10w bláar 420 anctic perur
30 3w 6500 kelvin perur á 6 arma heatsink

Fyrir þetta keypti ég eina 10 LED drivera(spennubreyta) sem keyra á sömu tíðni og perurnar sem ég ætla við hvern driver. Allir driverarnir eru dimmanlegir og verður stýrt af Arduino smátölvum sem ég er með í pöntun og ætla ég að forrita þær og notast við til að hafa sólarupprás og sólsetur.

Þetta er alltof mikið af ljósum í búrið sem er 2*0,6*0,6m og ég er að reyna að ákveða hvað ég eigi að lóða saman

Er að velta fyrir mér litavali.... Allar heimsins samsetningar mögulegar.... Það eru náttúrulega mismunandi Kelvin á morgnana, yfir daginn og svo síðdegis... spurning hvort maður nenni að eltast við svoleiðis.... Finnst það aðeins over the top að notast við hluta peranna á hverjum tíma yfir daginn.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 720 lítrar lýsing

Post by keli »

engar linsur? Ljósið nær ekki í nægu magni niður án þeirra...

Þetta þarf að vera frekar þétt hjá þér og þarft ansi hressilega kælingu á þetta. ég hef notað svolítið af svona ebay leddum, en þau eru alltaf gefin upp mikið sterkari (í lumens) en þau eru í raun og maður þarf að bæta það upp með að hafa þéttar og með mjórri linsum, sem þýðir meiri hiti.

Hvaða drivera keyptirðu?

Væri fínt að fá linka á einhverju af þessu ef þig vantar ráð... Ég hef smíðað slatta af LED ljósum frá grunni, frá 3 og upp í 300 LED saman. Fyrir gróðurbúr, rif, lýsingu á baðherbergi og svo fyrir plöntur.

(heatsink er kæliplata btw)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vallash
Posts: 18
Joined: 29 Oct 2013, 22:38

Re: 720 lítrar lýsing

Post by Vallash »

http://www.ebay.com/itm/370812577565?ss ... 1439.l2649 : Borðin fyrir 48 LED perurnar 4x12 perur semsé

http://www.ebay.com/itm/330849320766?ss ... 1439.l2649 : Heatsink fyrir 10w perurnar... tók 10 svona

http://www.ebay.com/itm/281194140669?ss ... 1439.l2649
Keypti 4 svona fyrir búrin sem ég ætla að hafa í þvottahúsinu... sjúkra og sótthvít (skilst maður þurfi svoleiðis) Þeir hættu að senda til íslands í kjölfarið... var free shipping en vilja 25$ hér eftir

http://www.ebay.com/itm/321206559790?ss ... 1439.l2649
6x Driver fyrir 10w anctic perurnar.... 1 fyrir hverja peru. (ekki dimmanlegur)

http://www.ebay.com/itm/221064294501?ss ... 1439.l2649
12000 k perurnar... 50 svona

http://www.ebay.com/itm/221064295313?ss ... 1439.l2649
20000k perurnar

http://www.ebay.com/itm/321178636533?ss ... 1439.l2649
10w linsurnar 60 til 80 gráður... svo er ég með 100 60 gráður og 100 90 gráður fyrir 3w perurnar.

http://www.ebay.com/itm/321221231464?ss ... 1439.l2649
10w perurnar

http://www.ebay.com/itm/221239054167?ss ... 1439.l2649
Dimmanlegir 75 w driverar... er með nokkra svona og svo 36w líka.....

Fór í Ferrozink og ætla að panta 2cm þykka álplötu sem er 180x40cm til að skúfa ljósin á og setja svo glært plexi neðan við linsurnar að því loknu.

Ekki búinn að ákveða hvernig ég útfæri utan um þetta... Né í raun leysi þetta... Keypti dótið og það er að tínast inn og ég ætla að dunda mér við þetta í jólafríinu...

Þarf t.d. að ákveða hvernig lóðbolta ég á að fá mér, hef ekki lóðað í mörg ár :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 720 lítrar lýsing

Post by keli »

Ég myndi skoða að nota frekar álprófíla, t.d. U-prófíla. Nærð meiri útgeislun á hita þannig, og auðveldara að koma viftum fyrir á þá. Ég mixaði t.d. gróðurlýsingu hjá mér þannig að ég festi saman haug af U prófílum, setti LEDin á sléttu hliðina og viftur hinumegin. Ég prófaði einhvertíman að nota 1cm þykka álplötu en hún hitnaði bara stanslaust þar til hún var of heit - Ekki nægt flatarmál á henni til þess að koma hitanum frá sér.

Þessir driverar lúkka ágætlega. Hlutfallið á bláum vs cool white er venjulega 1:1, eða ögn færri hvít heldur en blá. Það er hægt að blanda því enn meira með að skipta hvítu í 1-2 mismunandi liti og sama með bláu, en passaðu að ef þú ert með marga liti þá þurfa þeir að vera enn þéttar til að þeir blandist vel, annars verða mislitar ljóssúlur í fiskabúrinu, sem lúkkar ekkert voðalega vel. Það er hægt að leysa með því að hafa ljósin þéttar, en þá þarf maður enn betri kælingu.

Ég á lóðbolta úr íhlutum sem kostaði ekkert voðalega mikið og hefur reynst mér vel. Ætli hann sé ekki uþb 30-40w.

Ég held að næsta skref hjá þér sé að finna út úr því hvernig þú ætlar að kæla LEDin. Mér sýnist að þú sért að vanmeta það töluvert. Ég myndi byrja á því að smíða eitthvað lítið, til að fá aðeins tilfinningu fyrir þessu áður en þú ræðst í að smíða array fyrir stóra búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 720 lítrar lýsing

Post by Squinchy »

Já myndi skoða kælingu vel, þetta hitnar slatta þegar það er komin keyrsla á þetta
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vallash
Posts: 18
Joined: 29 Oct 2013, 22:38

Re: 720 lítrar lýsing

Post by Vallash »

Líst snilldarvel á þessa hugmynd með álprófílana... U gerðina.
Með þeim má einnig fela snúrur betur.

Miðað við að þetta verði 180 x 40 cm í flöt
ætla ég að hafa U prófíla fyrir hverja ljósröð (40cm) hver prófíll og hellingur af þeim
fyrir ofan þá pantaði ég 8 stk 200 mm viftur (tölvudót eitthvað)

Síðan er bara að stýra loftinu upp aftur svo það endi ekki á yfirborðinu á vatninu... Því ætla ég að vera með plexygler fyrir neðan linsurnar með loftið lendir á eftir að ég blæs niður á álprófílana...
Kantarnir á því verða uppbrettir til að vísa loftinu uppá við. Þannig næst vonandi nægjanleg kæling án þess að of mikill hiti fari í varmið.... Vill frekar þurfa ða hita vatnið en kæla það ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 720 lítrar lýsing

Post by keli »

Eins og ég hef gert þetta þá er ég með prófílana samhliða, notaði minnir mig 40x40x2 prófíla í þetta. Svo festi ég þá saman með boltum, díóður neðan á. Svo setti ég þunna álplötu til að loka ofan á og stýra loftflæði. Gata fyrir viftum í álplötuna og þá kemur volga loftið út úr hliðunum. 120mm vifta coverar 3 raðir með góðu, ágætt að hafa overlap hjá þér samt þar sem þetta er mjög langt búr og þú vilt mikið loftflæði. Ég hef notað þetta í 90cm ljós og ekkert vesen, feykinæg kæling þó LEDin séu frekar þétt.

Image

Hér er áður en ég setti álplötuna ofan á (undir viftuna osfrv).
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vallash
Posts: 18
Joined: 29 Oct 2013, 22:38

Re: 720 lítrar lýsing

Post by Vallash »

Þetta er mun gáfulegri útfærsla en ég hafði séð fyrir mér að ég ætlaði að gera... þarf að þétta prófílana.

er búinn að liggja og lesa aðeins.

sá m.a. að til að geta haft npc kóralla þarf ég að hafa rauðar perur líka og vill ekki loka á það
svo þetta sem þú sagðir með helmingskiptin þá ákvað ég að panta 460 nm perur og spenna til jafns á móti (dimmanlega)
Svo las ég að 420nm sem ég hafði keypt hefðu ekkert með ljóstillifun að gera svo þau eru greinilega bara til skrauts.

þar með enda ég með bland af 12 og 20k perum 225w
bláar 225w af 460nm
120 w af rauðum
og svo 60w af 420nm sem verður þó glæsileg næturlýsing.

Takk fyrir myndirnar... gott af hafa svona snilling hérna
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 720 lítrar lýsing

Post by keli »

Ég hugsa að smávegis af heitari hvítum væri sennilega málið. Þetta verður rosalega mikið blátt annars.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply