T5 ljós

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

T5 ljós

Post by Hrafnkell »

Sjálfsagt með ódýrustu T5 ljósastæðum sem fást
LIESTA ljós undir eldhússkápa frá IKEA
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég keypti enn ódýrari T5 ljós fyrir gullfiska-rúmgaflsbúrið í einhverri rafvöruverslun, meira að segja tvö. En þau eru ekki rakheld og skemmdust á nokkrum dögum.
-Andri
695-4495

Image
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þar er ég sammála þér, þau T5 peru stæði sem ég hef haft hafa ílla þolað raka.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ætli það sé ekki hægt að rífa bara ballestina út þessu og tengja svo rakaþéttar fattningar á?
Annars held ég að T5 ballestir séu frekar ódýrar á réttum stöðum, minni að ég hafi fundið þær á mjög sanngjörnu verði hjá flúrlömpum ehf. í hafnarfirði.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessi ljós eru ekki high output t5, og því ekki það sama og maður er venjulega að versla í gæludýrabúðum...

Það eru til svipaðir lampar í rafvörumarkaðnum á 1000kr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er með nokkur svona ljós í kompunni hjá mér, mjög þægileg og hræódýr en engan vegin sambærileg fiskabúraljósunum. Eini gallinn er að þau þola illa að lenda ofan í fiskabúrum. :oops:
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Ég er með tvo svona fyrir ofan fiskabúrið mitt en það er gler plata ofan á búrinu þannig það er nánast enginn raki sem kemst að þessu
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það eru reyndar T4 perur sem eru í þessu :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Á IKEA kassanum stendur T5.. er það misskilningur?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nei þetta getur svo sem alveg verið T5 ef það stendur á pakkanum en þau ljós sem ég hef átt sem eru svipuð og þessi hafa verið T4
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ákvað að bæta við lýsinguna í 125L búrinu (nú 2x18W T8).

Skellti mér í Flúrlampa í Hafnarfirðinum og keypit rakaheldar T5 fatningar og T5 high output ballest. Fatningar á um 300kr, ballest á um 2000kr.

Fór og ætlaði að kaupa mér 55cm T5 peru í fiskabúð og blöskraði verðið, 3500kr!

Hvar er hægt að fá 24W 55cm T5 perur á eðlilegu verði? Kannski bara í Flúrlömpum? :)

Hvar er hægt að fá reflektora og smellur til að festa perurnar. Þær búðir sem ég leit í áttu ekkert nothæft.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Best að svara sjálfum sér.
Hvar er hægt að fá 24W 55cm T5 perur á eðlilegu verði? Kannski bara í Flúrlömpum? Smile
Já Flúrlömpum og Volta. Ég kom við í Volta áðan og keypti eina 6500K peru á 1000kr. Það má sjálfsagt finna ódýrari perur líka.
Hvar er hægt að fá reflektora og smellur til að festa perurnar. Þær búðir sem ég leit í áttu ekkert nothæft.
Í skúffunni þar sem álpappír heimilsins er geymdur.

S.s. komin auka lýsing aftast í búrið. Mér finnst þetta muna töluverðu við fyrstu sín og líta betur út. Sjáum hvað gróður og þörungar segja á næstunni.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

reflectorar

Post by malawi feðgar »

Ég keypti svona reflector og smellur til að smella honum á perurnar í flúrlömpum kostaði sama og ekkert. er með 39w perur sem eru 85 cm á lengd gat ekki betur séð en þeir ættu allar stærðir. Eiga perur í fiskabúrum að vera 6500k? og eiga þær allar að vera eins eða eru menn eitthvað að leika sér með það.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: reflectorar

Post by Hrafnkell »

malawi wrote:Eiga perur í fiskabúrum að vera 6500k? og eiga þær allar að vera eins eða eru menn eitthvað að leika sér með það.
Perur þarf að velja m.t.t. hvað maður vill leggja áherslu á.
Vill maður ýkja ákveðna liti í fiskunum (t.d. draga fram rauða eða bláa liti), vill maður hámarka vöxt gróðurs eða vill maður hafa liti sem náttúrulegasta.

Ég valdi þessa peru af því þetta er "dagsljósa" pera og gefur því náttúrulega liti auk þess að henta gróðri ágætlega. Sólarljós er um 4500K-6500K.

Önnur ástæða fyrir vali á þessari peru er að hún er með bláan topp í litrófi sínu nálægt þeirri bláu bylgjulengd sem plöntur nýta sem best (430nm). Einnig er sterkur grænn þáttur í litrófinu sem gerir það að verkum að græni liturinn í gróðrinum nýtur sín. Plönturnar eiga jú ekki bara að vaxa vel heldur vera fyrir augað líka. Rauði litatoppurinn í perunni (610nm) passar ekki alveg við þann rauða lit sem hentar plöntum best (660nm) en það kemur ekki að svo mikið að sök. Það er önnur ansi rauð pera hjá mér.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott mál vantar svona búnað fyrir saltvatnið hjá mér :), hvar eru þessar verslanir ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Squinchy wrote:Flott mál vantar svona búnað fyrir saltvatnið hjá mér :), hvar eru þessar verslanir ?
Flúrlampar eru í Kaplahrauni í Hafnafirði. Rétt hjá Fjarðarkaupum og Kaplakrika.

Volti er í Vatnagörðum, iðnaðarhverfinu fyrir ofan Sundahöfn.

Í saltinu vilja menn mjöög blátt ljós er það ekki, þörungarnir í kóröllum þurfa það? Þá þarftu miklu kaldari ljós (lit).

PS: Það er svo undarlegt að hærri litahiti, þe hærri K er nefnd kaldari ljós. Það er af því að við tengjum bláan lit við kulda.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Talandi um ljós, hverjir bjóða best og ódýrast í T5/T8 perum og Aquarian öryggjum?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk Hrafnkell, Jú ég mun einmitt fá mér eina 10000Kelvin og eina 20000, vantar bara Ballast og endatengin :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply