Rót og mygla?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Rót og mygla?

Post by Snjodufa »

Ok var sirka fyrir mánuði eða meir að setja up 40 lítra smábúr átti allt í búrið nema rætur og þessa plöntu sem ég keypti frá tjörva .

En þegar ég var að setja upp búrið þá mundi ég eftir að ég sá rætur til sölu í þessari verslun við hliðiná Rúmfatalagernum. Og þar sem brói var nálægt hringdi ég í hann og bað hann að sækja 2 sætar litlar rætur fyrir mig sem voru "fish tank safe".

Jæja eyddi 2 dögum í að sjóða ræturnar, skipta um vatn etc áður en ég setti þær í tankinn og skipti um vatn raunar sagt 1 til 2 á viku því í sannleika sagt er ekki í neinum flýtingi með að gera búrið ready og vildi ekki of mikið tanin lit í vatnið. Var með nýja dælu, hitara og loftstein sem ég þreif áður, sandurinn var gamall en vel hreinsaður og ofnhitaður til að drepa allt í honum . Setti síðan í þetta bakteriu mix frá flösku .. En núna eftir mánuð þá tók ég eftir að ræturnar voru orðnar loðnar af hvítu loði undir þeim.. Þetta getur ekki verið þörungur þar sem ég er með ljósastilli ... Ég tæmdi búrið strax því ég held að þetta hafi verið mygla, eða eitthvað sem á ekki að vera í búri.. En er forvitinn var ég að gera rétt með að tæma allt og byrja aftur ?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Rót og mygla?

Post by prien »

Þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta er skaðlaust.
Getur annars lesið um þetta ásamt fleiru um rætur á linknum hér að neðan:

http://www.cichlid-forum.com/articles/driftwood.php
500l - 720l.
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Rót og mygla?

Post by Snjodufa »

Takk takk
Post Reply