discusfiskar

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
gitbra
Posts: 11
Joined: 02 Jan 2013, 18:15

discusfiskar

Post by gitbra »

Hi. ég er eins- árs græningi í fiskaræktun en hef hingað til haft mjög gaman af því. Vil nú profa mig áfram með discusfiska og er nýbúin að setja upp gróðurmikið búr með góða dælu ("hamburger mattenfilter"). hver getur leiðbeint mér varðandi sýrustigið, sem á að vera töluvert lægra en í kranavatni. hvað notiðið helst til að lækka það? kkv. Birgitta
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: discusfiskar

Post by Santaclaw »

Ég er hálfgert noob sjálfur, byrjaði fyrir rúmi ári líka eeenn... veit þetta basic stuff, kannski bætir einhver annar pro um betur.

En það er hægt að gera ýmislegt..

Er ísl kranavatn í kringum 7ph ? Hef adrei verið með Discusa og veit ekki hvað þeir vilja.

...Áhrigaríkasta aðferðin sem ég veit um er að notast við Co2, það sýrir vatnið og ef þú er með það á jöfnu flæði ætti ekki að vera erfitt að finna balance sem henntar þér. Til að herða það aftur (eða til að skapa buffer, til að koma í veg fyrir ph flökkt) er hægt að nota Matarsóda td. (ódýrt).

...Getur sett driftwood í búrið, það sýrir, en veit ekki hversu mikið eða hversu fljótt að virkar.

...Svo hlýtur að vera til eitthver kemísk efni til að sýra vatn í búðum, rétt eins og til að herða. (hef ekki tékkað á því)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: discusfiskar

Post by Ólafur »

Minir fengu bara kranavatn og hryngdu stöðugt. Er i Njarðvik.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: discusfiskar

Post by keli »

Láttu pH í friði, notaðu kranavatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: discusfiskar

Post by Sibbi »

keli wrote:Láttu pH í friði, notaðu kranavatn.
En ef það er td. 8.5-8.9?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
gitbra
Posts: 11
Joined: 02 Jan 2013, 18:15

Re: discusfiskar

Post by gitbra »

einmitt, kranavatnið hjá mér í garðabæ er nefnilega 8,5 í ph, ss. ansi basíkt:-(
er búin að setja rætur í búrið, trjáfræ, s.s. allt nema kémiskt efni, reyndar ekki búin að profa CO2...
má ég virkilega treysta fiskunum fyrir að aðlagast? fæ discus seiði....

þá profaði ég fyrir ári síðan að sýra vatnið með salti, fékk nítritpeak- og allir fiskar dóu innan skamms, ansi ljót reynsla sem maður vill ekki sjá að endurtakast...

enn kannski borga sig bara að biða aðeins: er með skalabúr, rætur í því og vel nótaða dælu og ph er þar ca. 7,5...

þakka ykkur öllum svarið, í fyrsta sinn að ég fer á fiskaspjall, skemmtilegt og fróðlegt:-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: discusfiskar

Post by keli »

Láttu pH vera. Það er lítill buffer í kranavatninu hér og því er pH til lítilla vandræða. Ég hef átt helling af discus og m.a. ræktað þá, ég snerti aldrei pH.

Fáðu discusana eins stóra og þú hefur efni á, litlir eru voðalega viðkvæmir fyrir flutningum og hætt við afföllum óháð pH og vatnsgæðum. Vendu þá við í rólegheitunum (loftslanga með krana, discusar í fötu og venja þá við vatnið á amk 1klst). Þú segist fá seiði, ég get eiginlega alveg lofað þér að ræktandinn sem þú kaupir af fikti aldrei í pH og skipti um mikið af vatni vikulega eða sennilega oftar.

Svo eru gróðurbúr frekar óhentug fyrir discusa í rauninni, þó þeir séu fallegastir í þannig búrum. Það er erfitt að þrífa upp allan afgangs mat, því maður sér hann ekki í mölinni. Það þýðir að maður þurfi að skipta enn oftar og meira um vatn, sem hentar plöntunum frekar illa því þá er erfitt að halda góðu stigi af næringu í búrinu. Svo vilja discusar frekar heitt vatn (28-29°C er algengt), en flestar plöntur þrífast mjög illa í þeim hita og bráðna í rauninni niður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
gitbra
Posts: 11
Joined: 02 Jan 2013, 18:15

Re: discusfiskar

Post by gitbra »

plönturnar mínar virða þá vera freka harðgerðar...þar sem þær þola 27-28 stiga hita í gúbbabúrinu. en svarið þitt styður mig í því að nóta ekkert umfram því sem ég var að hugsa um að gera...varðandi matarleifar þá ætla ég að setja bæði rækjur og anchistrar í búrið, og þá er ég með þrennskonar sniglar...ætti það vandamál þá ekki að vera hálfleyst?
Post Reply