Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Post by Karen »

Ég er búin að vera að skoða aðeins og forvitnast og ég finn áhugann aukast í hvert skipti sem ég skoða myndir af sjávarbúrum :)
Mig hefur lengi langað að prufa að hafa par af trúðafiskum og anemónur.
Ég var að skoða aðeins á síðunni hjá Tjörva og las þar að fiskurinn sækist í tvær týpur af anemónum, gigantea og heteractis magnifica
þannig ég myndi líklegast hafa þær með fiskunum.

En spurningar..

Hversu stórt þarf búrið að vera til að þeim líði sem best?
Þarf ég að hafa Live rock í búrinu fyrir anemónurnar?
Hvernig lýsingu er best að hafa?
Hvaða búnaður er nauðsynlegur í sjávarbúr?
Hvernig blanda ég vatnið?
Hvernig sand ætti ég að hafa?
Er í lagi að hafa 1-2 Anemone Crab í búrinu líka?

Og ef þið hafið fleiri upplýsingar fyrir mig, endilega deilið þeim :)

Takk takk!
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Post by ulli »

Fullt af fleiri Anemoneum sem þeir fara í.

Magnifica og Gigantea verða Risastórar.Magnifica Anemone sem ég átti var 45cm í þvermál en þeir geta orðið upp undir meter á breidd.
Magnifica er með þeim erfiðari Anemone og báðar þúrfa þær Töluverða lýsingu til að dafna.

Bubble Tip Anemone er tld auðveldari og er fín Host Anemone.

Kem með fleiri svor eftir vinnu.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Post by Karen »

Er engin sem getur svarað þessum spurningum? :)
Mig langar að kynna mér þetta vel og það væri gaman að fá reynslusögur af trúðum, anemónum og líka kröbbum :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Post by keli »

Ég myndi mæla með svona 200 lítra búri - Það einfaldar allt viðhald mikið miðað við nano búr.

í búrið sjálft fer að lágmarki hitari, powerhead og ágætis lýsing. Svo þarftu að eiga seltumæli. Getur haft bara einhvernvegin sand - sumir segja að skeljasandurinn úr björgun sé ómögulegur, það fer eftir hvern þú talar við. En það er mikilvægt að hafa kalkríkan sand.

Blandar vatnið bara í fötu (rétt hitastig og rétt seltustig)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Byrjendaspurningar fyrir uppsetningu á trúða/anemónubúri

Post by kristjan »

Í Liverockinu og sandinum fer hin lífræna filtrun fram sem er gríðarlega mikivæg fyrir saltvatnsbúr til að umbreyta hættulegum efnum sem myndast við niðurbrot á lífrænum úrgangi yfir í hættuminni efni t.d. frá ammonia yfir í nitrate. Því meira liverock sem þú hefur þeim mun betri verður þessi lífræna filtrun. Þannig ég myndi alveg tvímælalaust mæla með því að hafa liverock í búrinu svo ekki sé talað um skemmtanagildi þess að fylgjast með hvers lags furðuverur koma út úr því á næturnar og bregða á leik.

Trúðar þurfa í sjálfu sér ekki stórt búr en í þessum bransa er lögmálið eiginlega stærra er betra og auðveldara. Því stærra sem búrið er þeim mun minni sveiflur ertu að fá t.d. í hitastigi og seltu þegar vatn gufar upp. Svona sveiflur eru mjög óæskilegar og fiskar og aðrar lífverur eru ekki sáttar við þær og geta drepist.

Það fer eftir því hvernig anemoniu þú ert með hvernig lýsingu þú þarft en það er um að gera að byrja bara með góða lýsingu til að geta bætt í búrið öðrum kórölum þegar þig langar.

Skeljasand er hægt að fá í gæludýraverslunum og er hann mjög góður og kalkríkur. Best væri þó fyrir þig að fá sand úr búri sem er búið að vera í gangi í einhvern tíma til að fá allt lífið sem í honum leynist með þó það væri ekki nema hluti þess sands sem þú ætlar að hafa.

Varðandi Anemone crab þá er hægt að lesa sér helling til um þessi dýr og t.d. inná síðunni hans Tjörva er smá lesning um hann en þar kemur fram að hann þurfi hreint vatn, góðan straum og helst anemoniu til að búa í.

Best er að vera með sump þar sem hægt er að koma öllum búnaði fyrir þar en best er að hafa próteinskimmer til að fjarlægja drullu úr vatninu. Sé tunnudæla notuð þarf að þrífa hana reglulega svo lífrænn úrgangur inní henni fari ekki að brotna niður og mynda ammonia, nitrite og nitrate. Persónulega mæli ég ekki með því að hafa neina svampa, ull eða slíkt. Það hefur gengið lang best hjá mér að vera bara með próteinskimmer og skipta bara svo út vatni á mánaðarfresti (misjafnt eftir því við hvern þú talar hve mikið og hversu oft en ég skipti út svona 20-30% á mánaðarfresti)

Best er að hafa góðan straum þannig allt vatnið sé á hreyfingu þ.e. enginn dauður blettur þar sem úrgangsefnin margnefndu safnast fyrir þar með óæskilegum afleiðingum

Vatnið er eins og Keli segir bara blandað í fötur eða önnur ílát þar sem fersku vatni er blandað saman við sjávarsalt þangað til það nær réttri seltu svona 1 kg á 30 lítra en það er eitthvað mismunandi eftir hvaða salt þú ert að nota. ath. að það er ekki hægt að nota kötlusalt eða eitthvað sjávarsalt sem keipt er í matvöruverslunum þetta verður að vera sérstakt salt sem fæst í gæludýraverslunum. Svo eru til nokkrir sem hafa sótt sjó bara út í fjöru og hitað hann upp með fínum árangri en það er áhættusamt vegna þess að allskyns óþverri gæti verið í fjörunni sem maður vill ekkert fá í búrið sitt.

Ég hef verið með trúða og það hefur gengið vel, er m.a. núna með tvo sem stækka og stækka. Anemoniur hef ég verið með nokkrar en er búin að gefast upp í bili á þeim þar sem þær verða alltaf eitthvað ósáttar hjá mér og fara á flakk sem undantekningarlaust hefur endað í einhverri dælu með tilheyrandi veseni. Þú ættir kanski að skoða það einnig að fá þér hermit krabba þar sem þeir eru harðgerðir og algerir vinnuþjarkar í því að éta afbang af mat og slíku
350 l. Juwel saltvatnsbúr
Post Reply