360L Mark II Marine Búrið Mitt

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Var að fá pakka áðan :)
Image

Image
Sumpur
Image
Búrið :D
Image
Tæp 50.kg af sand
Image
Skimmer dælan
Vonast til að geta sett upp búrið á sunnudaginn :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by botnfiskurinn »

Jólin komin snemma í ár? Mjög flott
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by pjakkur007 »

Flottur pakki þarna á ferðini
það verður gaman að fylgjast með þessu
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by S.A.S. »

nice verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Ójá jólin koma sko snemma í ár haha :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by S.A.S. »

er það málið að flytja live sand sjálfur inn ? eða borgar það sig bara ef maður er á annaðborð að flytja vörubretti til landsins
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Það borgar sig klárlega ef maður er þegar að flytja eitthvað inn á bretti en annars væri best að fá dýraverslun til að flytja hann inn fyrir mann, það verður örugglega eitthver afgangur eftir hjá mér, hann verður þá til sölu í Dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Skápurinn tilbúinn
Image
Búrið kemur á eftir, ætla að mála bakið svart
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Þá er búrið tilbúið fyrir PVC lagnirnar, þarf að kaupa nokkra hluti á morgun svo það sé hægt að prufukeyra

Image

Image

Image

Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by keli »

Magnað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

Þetta er mjög flott. Ætlaru að vera með durso niðurfall eða herbie og returnið yfir bakið? Eru ekki annars bara 2 holur i yfirfallsboxinu? Hvernig returndælu ætlaru að hafa?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Ég kem til með að nota full syphon á 20 - 25mm röri sem ég mun koma fyrir inni í 50mm yfirfalls rörinu, og nota svo 25mm returnið fyrir return, dælan verður New jet 2300
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by S.A.S. »

ekki leiðinlegt project !!

hvernig er það eru bara 4 gaura með saltvatnsbúr á íslandi ? mér finnst vera svo lítið fjallað um saltið hérna á þessum vef

hvert er grunnmálið á sumpnum hjá þér ?
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

hvernig er það eru bara 4 gaura með saltvatnsbúr á íslandi ? mér finnst vera svo lítið fjallað um saltið hérna á þessum vef

Það eru nu eitthvað fleiri held eg sem eru ekkert á spjallinu. Tad var allavega komin þónokkrir i þetta fyrir hrun sem vor a spjallinu hja dyragardinum og dyrarikisspjallinu en nu er ekkert þar lengur.


Hvernig ætlaru að hafa sumpinn skimmer-refugium-return eða skimmer-return-refugium?
Á ad smiða led lýsingu i lokið?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Það gætu örugglega verið mun fleiri komnir í þetta áhugamál ef verslanir myndu reyna koma fólki í þetta en þegar ég byrjaði í stússast í þessu fékk ég ekkert nema leiðinda viðmót, hræðslu áróður og hroka frá þeim sem telja sig vera besserwisser í þessum bransa, fullyrðingar um að saltvatns búr undir 400 lítrum myndi aldrei ganga upp og myndi enda í þvílíku veseni með allt og svo verði að kaupa hinn og þennan búnað fyrir fleiri hundruði þúsunda til að lífríkið myndi ekki drepast og áfram hélt ruglið

En ég trúði þessu nú ekki og gerði bara mína eigin rannsókn á netinu og fann þá síðuna nano-reef.com þar sem hellingur af fólki var með búr í sömustærð og jafnvel minni en ég var að íhuga, ég byrjaði með 54 lítra búr með hitara, 2 straumdælum og einni flúrperu, það búr var ég með í 10 mánuði og gékk mjög vel, eftir það smíðaði ég 125L búrið mitt sem er núna búið að vera í keyrslu í 3 ár og gengið vel með það og er það jafnvel töluvert flottara en mörg stór búr sem ég hef séð hérna á klakanum

Þannig að mín niðurstaða er sú að dýrabúðirnar vilja frekar trukka upp verðið á öllu sem snýst í kringum sjóinn, hafa lítinn hóp viðskiptavina sem verslar af og til dýran búnað og hrella þá burtu sem vilja byrja smátt og vinna sig upp

Sumpurinn verður Skimmer - return - refugium, já það verður LED í lokinu :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by S.A.S. »

já það er svolítið til í þessu hjá þér :) . það er allavegana óhætt að segja að það er ekkért ókeypis að koma sér upp búnaðinum í þetta. mér hefur ekki einu sinni dottið í hug að kaupa búnaðin í þetta hérna heima

þetta ætti að vera auðvelt búr fyrir þig þar sem þú byrjaðir eiginlega á öfugum enda.
en hvernig eru málin á sumpnum ?
ins19
Posts: 82
Joined: 26 Apr 2011, 14:24

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by ins19 »

Squinchy wrote:Það gætu örugglega verið mun fleiri komnir í þetta áhugamál ef verslanir myndu reyna koma fólki í þetta en þegar ég byrjaði í stússast í þessu fékk ég ekkert nema leiðinda viðmót, hræðslu áróður og hroka frá þeim sem telja sig vera besserwisser í þessum bransa, fullyrðingar um að saltvatns búr undir 400 lítrum myndi aldrei ganga upp og myndi enda í þvílíku veseni með allt og svo verði að kaupa hinn og þennan búnað fyrir fleiri hundruði þúsunda til að lífríkið myndi ekki drepast og áfram hélt ruglið

En ég trúði þessu nú ekki og gerði bara mína eigin rannsókn á netinu og fann þá síðuna nano-reef.com þar sem hellingur af fólki var með búr í sömustærð og jafnvel minni en ég var að íhuga, ég byrjaði með 54 lítra búr með hitara, 2 straumdælum og einni flúrperu, það búr var ég með í 10 mánuði og gékk mjög vel, eftir það smíðaði ég 125L búrið mitt sem er núna búið að vera í keyrslu í 3 ár og gengið vel með það og er það jafnvel töluvert flottara en mörg stór búr sem ég hef séð hérna á klakanum

Þannig að mín niðurstaða er sú að dýrabúðirnar vilja frekar trukka upp verðið á öllu sem snýst í kringum sjóinn, hafa lítinn hóp viðskiptavina sem verslar af og til dýran búnað og hrella þá burtu sem vilja byrja smátt og vinna sig upp

Sumpurinn verður Skimmer - return - refugium, já það verður LED í lokinu :)


Vá hvað ég er sammála þessi, ég byrjaði í febrúar á þessu ári og þetta er nákvæmlega það sem ég fékk að heyra.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by keli »

Svo eru flestar búðir með afar takmarkað og oft sorglegt úrval í saltvatninu. Það var meira um þetta fyrir nokkrum árum, en áhuginn dofnaði eitthvað og því minna um saltvatnið en það var.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

Alveg sammála með urvalið, þetta var orðið fint fyrir hrun en slaknaði mjög eftir. Einnig skil eg ekki alveg verðlagningu her heima, eg geri mer alveg grein fyrir að það kosti að flytja inn og allt það en samt ekki svona mikið t.d. Var eg ad skoda cuc a einhverri erlendri síðu þar sem sniglarnir (turbo) t.d. kosta kanski halfan dollara en her heima kosta þeir tælan 700 kr þ.e. um 6 dollara. Eins með dælur og búnað verðmunurinn er kanski 100% tratt fyrir að flutningskostnaður se tekinn med i kostnaðinn se keypt a netinu.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
ins19
Posts: 82
Joined: 26 Apr 2011, 14:24

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by ins19 »

kristjan wrote:Alveg sammála með urvalið, þetta var orðið fint fyrir hrun en slaknaði mjög eftir. Einnig skil eg ekki alveg verðlagningu her heima, eg geri mer alveg grein fyrir að það kosti að flytja inn og allt það en samt ekki svona mikið t.d. Var eg ad skoda cuc a einhverri erlendri síðu þar sem sniglarnir (turbo) t.d. kosta kanski halfan dollara en her heima kosta þeir tælan 700 kr þ.e. um 6 dollara. Eins með dælur og búnað verðmunurinn er kanski 100% tratt fyrir að flutningskostnaður se tekinn med i kostnaðinn se keypt a netinu.

Sammála þessu, skil ekki verðið, sérstaklega ekki þegar maður vill láta sérpanta fyrir sig.
Ég hef keypt tvö ný stór búr sem þurfti að flytja sérstaklega inn fyrir mig, bara pakkar með öllu nema fiskum. Sem sagt búðirnar þurftu ekki að leggja neitt fé út fyrir þessu þar sem ég greiddi allt fyrirfram, enginn lager og því ekki neinn húsnæðiskostnaður sem fylgdi þessum vörum sem ég var að biðja um. Þá aðila sem ég talaði við og fékk tilboð frá voru kannski að bjóa mér 3-5% staðgreiðsluafslátt af þessum vörum þrátt fyrir að það eina sem þeir þurftu að gera var að taka við peningum frá mér, senda pöntun út, bíða eftir vörunum og láta mig svo fá þær. Ekki eins og áhættan sé mikil þar sem allur svona frakt er tryggður og þar sem einn búðareigandinn sagði mér þá panta þeir allt með visa og eru því tryggðir fyrir skemmdum, þeir sögðu við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur að fá brotið búr heim því þá kæmi bara nýtt. Einfaldari gerast varla viðskiptin, drauma viðskiptavinir að mínu mati en mér finnst það ekki réttlæta þessa gríðarlegu álagningu.

Ekki misskilja mig samt, ég labba ekki inn í búðir og bendi á búr og vil fá afslátt á því. Eitthvað sem búðin hefur einmitt þurft að liggja með fé í x marga daga/vikur/mánuði/ár.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Leka próf í dag, bara viku á eftir áætlun :P, pípulagnirnar voru með vesen :)
Image

Image
pípulagnirnar loksins tilbúnar
Image
Yfirfallið

Ef allt gengur eftir óskum verður farið að sækja sjó :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

lítur vel út :góður:

fimm spurningar, þar sem ég er að hugsa um smá endurbætur sjálfur :roll:

1. Ertu ekki með neinn loka á full syphon rörinu til að stjórna því hverjsu mikið fer um það til að passa uppá það að ekkert loft sogist inn og skapi hávaða?

2. ætlar þú að stytta full syphon slönguna eitthvað til að koma henni í filtersokk eða ætlar þú að hafa hana svona niður á botn?

3. ætlar þú ekki að hafa neina loftbólugildru á eftir skimmernum?

4. Þetta svarta sem kemur á returnið, er þetta uv?

5. ertu með pvc límt inní yfirfallsboxinu eða dry fitted?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

1-2. Jú það verður 20mm kúluloki sem stjórnar flæðinu og tengist svo við inntakið á skimmernum

3. nei engin gildra, það kemur filter sokkur á úrtakið á skimmernum

4. Já UVC ljós, 11 wött

5. full syphon parturinn er límdur í 50mm rörið sem gegnumtakið festir síðan með pressu hring, gegnumtökin sjálf eru ekki límd

Image
Mikið er ég glaður að kærastan sé ekki heima þessa helgi :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by ulli »

Notarðu enþá Ísl sjó?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Þegar ég þarf 400+ lítra já :), frekar dýrt að henda 20.000+ í salt þegar það er hægt að fá það fyrir undir 1000.kr í bensín og smá vinnu :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Frikki21 »

Ég veit ekkert um svona sjávarbúr-a dæmi, en hvað ertu með ofan í öllum fötunum ? Hitara eða ?
Og það er rosalega gaman að fylgjast með þessu ferli hjá þér þótt svo að ég sé ekert ínn í sjávarbúrum!
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Já þetta er hitari og straumdæla.

Til gamans má getið var ég að koma úr köfun rétt áðan og komst að því að sami kalkþörungur (þessi bleik fjólublái) og kemur í hitabeltis sjó er að vaxa hérna í kringum ísland líka, kom mér frekar á óvart, sá einnig nokkra kóralla sem líkjast toadstool
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

áttu á lager heima hjá þér 8x hitara og 8x straumdælur :shock: talandi um að vera viðbúinn því að eitthvað bili :lol:
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by Squinchy »

Hehe það er ýmislegt til ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Post by kristjan »

hvernig er það, þarftu að cycla búrið vegna þess að þú ert með nýjan sand? ætlaru ekki annars að færa liverockið úr hinu búrinu yfir?
350 l. Juwel saltvatnsbúr
Post Reply