nokkrar spurningar

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

nú er ég aðeins búinn að vera að velta þessu fyrir mér og leggja þetta undir konuna og svona
hvaða útbúnað þarf til að reka saltvatnsbúr ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Það er svosem engin gullin regla um það en mitt álit á þessu er svona

Fish only with live rock:
Stór skimmer
regluleg vatnskipti

Fish með kóröllum:
Stór skimmer
sæmilega góð lýsing
Regluleg vatnskipti

Kóral búr með fiskum:
Stór skimmer
góð ljós
regluleg vatnskipti
Mælingar á vatni

Fer svo eftir hvað þú ætlar að hafa í búrinu en bottom line, góður skimmer kemur þér langt
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: nokkrar spurningar

Post by ulli »

Ekki spara í skimmer og hafa nóg af LR
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by DNA »

Þetta er áhugamál fyrir þolinmótt fólk en uppskeran er mikil ef rétt er staðið að hlutunum.
Taktu þessu eins og þú sért að fara í snúið próf í skólanum.
Fyrstu skrefin eru að lesa sig mjög rækilega til og vera með allt á tæru áður byrjað er.
Ef það er ekki gert verður á brattan að sækja og fallhætta á prófinu.

Hér á landi finnst mér flestir bara byrja og svo á þetta að reddast einhvern veginn.
Að auki eru mikil vanefni á að gera hlutina almennilega í upphafi.
Það er eins og fólk hugsi bara örfáa mánuði fram í tíman í stað þess að líta á þetta sem það langtíma áhugamál sem það er.

Taktu þér tíma og gerðu þetta vel.
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

til að byrja með þá var ég að spá í að vera bara með kóralla og LR í búrinu, svona til að sjá hvort ég nái að halda stöðugleika, ef vel gengur þá bætir maður við smátt og smátt

búrið sem ég fæ er ca 140 lítrar, það er frekar djúpt, líklegast rétt rúmur meter frá brún og niður í botn
varðandi skimmer, er ekki nóg að hafa LR ?
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: nokkrar spurningar

Post by unnisiggi »

haaaaaaaaaaaaaaa 1m niður á botn í 140 L búri það er þá eithvað mjög skrítið í laginu kanski H.100 B.37 L.38 sem gera 140 L

ég held að það sé ekkert rosalega hentugt sem sjáfarbúr hehe
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Rétt hjá þér unnisiggi, það mun verða mjög erfitt að halda kóral lifandi með svona mikið vatn milli kóralls og ljósgjafa, þú værir þá farinn að skoða 250W málm halogen kastara fyrir svona búr
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: nokkrar spurningar

Post by kristjan »

búrið sem ég fæ er ca 140 lítrar, það er frekar djúpt, líklegast rétt rúmur meter frá brún og niður í botn
varðandi skimmer, er ekki nóg að hafa LR ?
140 lítra búr er frekar lítið en því stærra sem búrið er þeim mun meiri stöðuleika nærðu að halda í búrinu.

Skimmer er ekki nauðsynlegur en það er mjög á brattan að sækja að hafa hann ekki. bakteríuflóran í liverockinu sér um að breyta ammonia yfir í nitrite og að lokum í nitrate. Það sem skimmer gerir er að taka úr vatninu rotnandi lífrænar leyfar áður en bakteríuflóran þarf að eiga við það. En ef engir fiskar eru þá er náttúrulega mun minna um lífrænan úrgang heldur en ella en þrátt fyrir það er alltaf einhver úrgangur sem rotnar en þá þarf bara að vera enn duglegari við vatnsskiptin. Ég held samt að þú náir ekki árangri með kröfuharðari harða kóralla án þess að hafa skimmer.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

okay, nú er ég búinn að fá búrið, fékk með því hitt og þetta, meðal annars möl sem var í botninum og life rock ca 10-15 kg
ég fór og náði í sjó og setti í búrið, náði reyndar að brjóta stútinn neðan af búrinu en það er svona hólkur neðst úr gatinu og alveg upp svo ég ákvað að skella sjó í það, ætli séu ekki komnir ca 90 lítrar í það núna

má ég setja liferockið strax útí á meðan þetta er kallt ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Nei, hita vatnið upp í 25°C
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

og er allt í lagi að leyfa lr að standa bara á þurru á meðan ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Hvað er hitastigið á vatninu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

ca 6 gráður, gæti alveg hitað sjó í potti til að flýta fyrir
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Þá er þetta smá vesen, það er ekki gott að geyma grjótið þurt því þá drepst lífríkið, og það drepst líka við það að vera hent ofan í 6° sjó

Ef þú átt fötu og nokkra öfluga hitara gætir þú hitað sjóinn hratt í fötunni til að koma grjótinu í bleyti í fötunni
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

jæja, lr komið í volgt vatn, ætla að hita restina af vatninu í búrinu
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

21 c°, er það ekki alveg nóg ?
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: nokkrar spurningar

Post by linx »

það er dáldið sjokk, en svo er alltaf spurning hvort það sé aptesia á LR, ef svo er þá er betra að drepa LR og byrja bara með DR og smá flóru úr stöðugu búri. mig minnir að DNA hafi verið að selja DR. Gætir ciklað hitt grjótið í fersk vatni á meðan mesta phosphatið er að fara úr því og gert svo fínan 3D bakgrunn úr því seinna meir...
Hinsvegar þá finnst mér aldrei tekið nógu mikið mark á orðum eins og DNA var að henda fram hérna á undan, flýta sér hægt um gleðinna dyr. :wink:
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

mér finnst heyrast svo mikið holræsishljóð í yfirfallsrörinu, hvernig tæklið þið svoleiðis
skar ofan af kókflösku og setti þarna ofan af, núna "flushar" búrið alltaf á ca 2 mín fresti
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: nokkrar spurningar

Post by linx »

gætir prufað að setja u beiju á rörið og bora lítið gat efst í beijuna, það ætti að dempa hljóðið eitthvað.
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: nokkrar spurningar

Post by unnisiggi »

ertu búinn að mæla búrið á hæðina er það virkilega 1 m
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

ytri málin eru
hæð: 77
lengd: 32
breidd: 86

reiknaði lítrafjölda út frá innri málum og gera þetta 114 lítrar
var að mæla út fyrir nýjum sumpi og kem þar fyrir ca 40 lítrum, mig grunar að ég þurfi að fara í framkvæmdir um mánaðarmótin ^^

smá vandræði sumpurinn gæti verið 46*25 ef opið (sem er á lengri hliðinni) væri ekki svona lítið, eða 33*44
svo til að koma sumpinum fyrir sem stærstum þyrfti ég að setja það inn á hlið og leggja það niður, hvernig reikna ég út hámarks stærð sumpsins útfrá þessum forsendum ?
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: nokkrar spurningar

Post by unnisiggi »

þá ert þú að reikna þetta eitthvað vitlaust því að ef þessi mál standast þá er búrið 211 L að utanmáli 197 L að innanmáli miðað við 6mm gler


sem er nátturulega bara betra að hafa búrið sem stærst
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

mældi glerið, það er 6 mm
mig langar samt í nýjan sump, smíða inn í hann skimmer og vera með helling af lr þar
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

eru einhver íslensk sjávardýr sem myndu þola stofuheitt vatn ? fann ekkert á google
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by DNA »

Þau eru til en það jaðrar við illa meðferð á dýrum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: nokkrar spurningar

Post by Squinchy »

Ég nældi mér í krabba og hafði inni í meira en ár, var orðinn sæmilega stor þegar hann stakk af upp úr búrinu einn daginn, skipt um skel reglulega og var bara mjög sprækur, gæti þó urft land fyrir þá, þeir sækja víst svolítið í það að þurka skelina
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

http://imgur.com/a/AExEo hér eru myndir af búrinu, er að spá í að smíða sump inní þetta svarta, og til að gera hann sem stærstan myndi ég skrúfa þetta svarta í sundur til að koma honum fyrir
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: nokkrar spurningar

Post by unnisiggi »

eða smíða hann bara úr krosvið og epoxy lakka hafa bara framhliðina gler
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: nokkrar spurningar

Post by Kubbur »

hafði ekki látið mér detta það í hug, endilega komiði með hugmyndir ;)
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: nokkrar spurningar

Post by unnisiggi »

ég er með 300 L sump á 800 L búrinu mínu hann er búin til úr krossvið og er bara gler að framan hann er búinn að vera notaður fyrir ferskvatn og sjáfar og er búin að vera í notkun í nokkur ár stanslaust án vandræða þannig að ég mæli með því að þú gerir það því þú getur smíðað hann stíft inní skápinn og þarft ekkert að losa í sundur eða neitt til að koma honum inní
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Post Reply