Page 1 of 2

Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 18 Jun 2013, 23:54
by kristjan
Er ekki í lagi að nota PVC rör sem eru ætluð fyrir neysluvatn í pípulagnir í fiskabúrum?

Er að spá í að kanna verðið hjá loft.is en þeir eru með þetta í http://loft.is/media/PDF/val_systemo_English.pdf, hefur einhver verslað við þá?

System´o neysluvatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn

Einnig langar mig að forvitnast um hvar ég get fengið svona bor til þess að bora göt í glerið, veit það einhver?

Re: pípulagnir.

Posted: 19 Jun 2013, 00:02
by unnisiggi
jú það er í góðu lagi þetta er eiginlega sama efni.

Re: pípulagnir.

Posted: 19 Jun 2013, 08:36
by keli
Færð bora t.d. í múrbúðinni. PVC færðu líka í gesala.is, mig grunar að þeir séu kannski aðeins ódýrari.

Re: pípulagnir.

Posted: 27 Jun 2013, 23:38
by kristjan
fékk tilboð frá loft.is uppá 70.000 :shock: og það voru ekki bulkheads í því. Allt sem mig vantar kostar 15.000 á aquaristic.net.
Klikkuð álagning á þessu hér á landi greinilega

En ég er búinn að smíða grindina í nýja skápinn

Image

Re: pípulagnir.

Posted: 28 Jun 2013, 13:02
by Alí.Kórall
Hey þetta er að verða eins og frekar nett setup.

Re: pípulagnir.

Posted: 31 Jul 2013, 14:00
by kristjan
Jæja þá er sendingin frá aquaristic.net komin.


Image

Þá er bara að verða sér úti um glerbor til þess að hefjast handa.

Re: pípulagnir.

Posted: 31 Jul 2013, 14:19
by DNA
Vandaðu þig bara við þetta.
Gerðir þú tekningu eða ertu með fyrirmynd?

Re: pípulagnir.

Posted: 31 Jul 2013, 14:54
by kristjan
Ég teiknaði upp skema af þessu undir áhrifum frá reefcentral. Hugmyndin er sú að þetta á að vera eins einfalt og hægt er. er með 32mm rör og fittings sem ég nota í niðurfallið og 25mm rör og fittings í returninu.

Niðurfallið verður Herbie en það fellst í því að hafa tvö niðurföll, eitt með full syphon og annað til að taka við vatni í neyðartilfellum (t.d. ef full syphon rörið stíflast). Ég verð með kúluloka á öðru rörinu til þess að geta stjórnað vatnsflæðinu þannig það haldi full syphon og lítið sem ekkert fer niður um hitt rörið.

Returnið: Ocean Runner 3500 dæla og 25mm rör. Á rörið kemur T stykki rétt fyrir ofan sumpinn þar sem ég beini vatni ofan í refugium með öðru T stykki og endinn verður svo lokaður en hægt er að opna hann aftur ef ég bæti einhverntíman einhverjum búnaði við sem þarfnast vatns t.d. reactor. Rörið kemur svo yfir bakið og dælir vatni aftur í búrið.

Re: pípulagnir.

Posted: 02 Aug 2013, 19:40
by kristjan
Þá er ég búinn að bora götin fyrir gegnumtökin og koma þeim fyrir. Það kvarnaðist aðeins úr glerinu þegar borinn fór í gegn en gúmmíhringurinn innan á gegnumtökunum dekkar það alveg og rúmlega það. Ef það fer eitthvaða ða leka set ég bara sílíkon á milli.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: pípulagnir.

Posted: 02 Aug 2013, 21:58
by kristjan
Ég er búinn að vera að dunda mér við það að saga niður PVC rörin og raða þessu saman en ég er ekki búinn að líma neitt. Er eitthvað sem einhver mér reyndari sér athugavert við þetta niðurfall hjá mér áður en ég lími.

Image

Image

Image

Image

Þá er ég aðs pá í hvernig ég á að gera overflow boxið en beinast liggur við að hafa það úr gleri og sílikona það á bakhliðina en gallinn við það er að þá er það glært en ég vil hafa það svart. Mér datt í hug hvort ég gæti ekki bara látið smíða fyrir mig bok með öllum fjórum hliðum úr acryl/plexi, sett svo sílíkon á milli plastsins og glersins og notað svo gegnumtökin til að halda því á sínum stað. Myndi það ekki virka? Er einhver með einhverjar aðrar tillögur?

Re: pípulagnir.

Posted: 02 Aug 2013, 22:30
by DNA
Þetta er svipað og ég er með.
Þú stillir lokan til að að taka við um 90% af rennslinu og lætur svo hitt rörið um yfirborðsfilmuna.

Láttu Format smíða hefðbundið box fyrir þig.

Re: pípulagnir.

Posted: 02 Aug 2013, 22:50
by kristjan
Hefðbundið box?
Ertu þá að meina svona eins og ég var að tala um þ.e. box með öllum hliðum úr plexi gleri og skorða það svo fast með gegnumtökunum?

Re: pípulagnir.

Posted: 03 Aug 2013, 00:08
by Squinchy
glerbox límt með sílíkoni og líma svartar plexi plötur utan á sjáanlegar hliðar

Re: pípulagnir.

Posted: 04 Aug 2013, 08:21
by DNA
Það er algjör óþarfi að finna upp hjólið með eitthvað sem er búið að gera mörg þúsund sinnum.
Í fljótu bragði sýnist mér ráðlegast að gera lítið box rétt utan um stútana og þá bara úr plexy.

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 08 Aug 2013, 20:47
by kristjan
Ég ákvað að gera yfirfallsbox úr gleri og svo ætla ég að kaupa svarta plexiglerplötu og sníða hana að framhliðinni og hliðunum en hafa botninn bara gler. Hugmyndin er sú að minni skuggi varpist af boxinu ofan í búrið.


Image

Image

Ég ætla að skipta um sand í búrinu og ætla bara að hafa grunnan sandbotn (2-3 cm) þar sem mér fanst sandurinn sem ég var með vera alltof grófur. Ég vill fá mjög fínan sand. Ég sá að tjörvi er að selja sand (http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... c7s5tk4q53) þá kíkti ég líka í Dýraríkið en þar kostaði 5 kg poki 6500 kr. :shock: Vitið þið hvort það sé einhverstaðar hægt að fá þetta ódyrara en hjá Tjörva?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 08 Aug 2013, 23:01
by DNA
Fínpússning er með fínan og grófan skeljasand úr Faxaflóanum.
Það þarf að skola hann vel þar sem mikið af ryki fylgir með í kaupunum.

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 09 Aug 2013, 19:58
by Squinchy
eina sem ég þoldi ekki við sandinn sem ég var með sem var mjög fínn er að það verður stormur í búrinu eða mikil hreifing á sand hólum í búrinu ef þú ert með mikið flæði

Gæti verið gott að nota gamla grófa og bæta smá af fínum ofan á þannig að sá grófi haldi megninu af sandinum á sínum stað

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 13 Aug 2013, 15:16
by kristjan
Ég kíkti í Fínpússningu i dag til að kíkja a sand. Hann sýndi mér sandinn sem fólk er að kaupa i fiskabur en mér þótti hann alltof grófur. DNA ert þú með tennan sand fra þeim í þínu búri?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 13 Aug 2013, 17:57
by DNA
Jamm. Ef hann væri fínni fyki hann um allt.
Meðalkornastærð er vel innan við 0,5 mm.
98% af kornunum eru innan við 1mm og einstaka steinvala allt að 2 mm.

Skoðaðir þú fínni og grófari sandinn?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 13 Aug 2013, 19:11
by kristjan
Nei ég skoðaði bara eina stærð. Ég sagði við manninn að ég ltæaði að fá að skoða grófleikann á mölinni og hann sýndi mér bara þetta og minntist ekki á neitt annað. Ég þarf kanski að kíkja bara aftur til hans. Hann sagði að þetta sem hann sýndi mér væri það sem hann væri að selja í fiskabúr.

Búinn að mála grindurnar úr skápnum og hattinum.

Image

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 15 Aug 2013, 22:14
by kristjan
Jæja þá er skápurinn og hatturinn tilbúnir nema það á eftir að mála þá að utan. Er að reyna gera upp við mig hvort ég máli hann hvítan, svartann eða lakka hann bara og hef svona viðarlitaðann.

Image

Image

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 15 Aug 2013, 22:40
by Squinchy
Þrusu flott :), verður spennandi að sjá loka útkomuna

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 20 Aug 2013, 14:09
by kristjan
Þá er allt tilbúið undir vatnsprófun. Þá er bara að krossleggja putta og vona að pípulagnirnar haldi vatni.

Image

Image

Image

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 20 Aug 2013, 17:41
by DNA
Það er ekki annað að sjá en að þessi smíði hjá þér sé til fyrirmyndar.

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 21 Aug 2013, 09:01
by keli
Þetta lúkkar ansi vel hjá þér, hvað ætlarðu að hafa í sumpinum? Af hverju er T en ekki bara hné á returninu í refugium?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 21 Aug 2013, 09:27
by kristjan
ég setti T í staðinn fyrir 90° hné á endan til að eiga möguleika á að stækka við kerfið þ.e. t.d. ef ég ætla að setja upp reacktora eða eitthvað annað þá er ekkert mál fyrir mig að saga tappann af á endanum, setja viðeigandi fittings á og þá get ég notað returndæluna til í slík verkefni í stað þess að vera með sérstaka dælu fyrir það.

Í sumpinn fara skimmerinn og hitarinn ásamt einhverju fleiru sem mér kann að detta í hug (er að spá í að hafa kol og slíkt í reaktor) og í refugiumið fer allavega liverock og chaeto þörungar veit ekki alveg með sand

Gerðu vatnsprufu í dag og allt hélt vatni nema að það dropaði aðeins meðfram bulkheadinu en ég þurfti bara að herða það aðeins og þá stoppaði það.

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 21 Aug 2013, 14:50
by Squinchy
Mjög flott hjá þér :), er komið plan með live stock ?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 21 Aug 2013, 15:43
by kristjan
Squinchy wrote:Mjög flott hjá þér :), er komið plan með live stock ?

Nei ekki enn ætla að setja þá mjúkkórala og sveppi sem ég á nú þegar í til að byrja með en ég stefni á að þetta verði fallegt blandað rifbúr þ.e. SPS, LPs, mjúkir og sveppir. Varðandi fiska þá er ég ekkert búinn að ákveða en ætla að reyna að hafa litla fiska. Þarf að skoða það eitthvað' meira hvað það verður en ég ætla að passa mig á að vanda valið

Bulkhead lekinn lét aftur á sér kræla, ég setti smá sílíkon innan á glerið (milli glers og þéttihringsins) og ætla að kanna hvort það haldi ekki.

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 21 Aug 2013, 18:40
by kristjan
Ég fór áðan í fínpússningu og keypti 50 kg. af skeljasandi.

Image

Image

Er þetta ekki réttur sandur líkt og þú ert með DNA?

Re: Endurbætur á 350 l. saltvatnsbúri

Posted: 22 Aug 2013, 09:21
by kristjan
Þá er þetta tilbúið.

Image

Image