54Lítra Nano Sjáfarbúr [Búrið sett upp á ný]

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nokkrir DR steinar tilbúnir, setti 2 steina í búrið, enginn smá munur á nýja DR og þessu sem ég setti í byrjun sem er orðið að LR
Image
DR neðst vinstramegin

Er búinn að kaupa allt PVC efni sem ég þarf til að breyta búrinu og fæ svo yfirfallið á morgun :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fékk yfirfallið í dag :), Þannig að ég tæmdi búrið áðan, setti allt í stórt box, dælurnar og ljósið yfir þannig að vonandi koma ekki upp vandræði þangað til á morgun

Boraði svo tvö göt í vinstra hornið í búrinu, bakið málað svart og yfirfallið límt í, setti búrið örlítið á hlið þar sem það er svo mikið af kalk kóral í botninum á búrinu þannig að ég setti smá vatn í botninn í von um að halda þessu lifandi þangað til á morgun :)

Image

Kláraði sumpinn í gær og leka prófaði í dag, er ótrúlega sáttur með útkomuna og flæðið er alveg eins og ég vildi :)
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nice. Sumpurinn er fínasta smíði bara sýnist mér
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já mér sýnist það bara :), en búrið er allavegana komið aftur upp og allt keyrir fullkomlega :), er þó ekkert sérlega sáttur við hvernig ég raðaði LR en það er alltaf hægt að breyta því

Lýsingin er aðeins betri eftir að lokið fór alveg ofan á búrið, langar þó að setja annað sett af 10000k og actinic, ég á auka actinic þannig að ég þarf þá bara aðra 10000k peru
Image

Sumpurinn virkar svona: fyrst kemur bómullar filter svo pláss fyrir kol undir , skimmer, Refugium, loftbólu gildra, Return dæla MJ1000
Image

Svona er svo heildin (Er búinn að færa þessar snúrir hliðina á búrinu bakvið það :wink: ), Neðst geymi ég allt sem kemur saltvatns búrunum við :)
Image
Þarf að þrífa kalkþörunginn af framhliðinni :P, áður var þetta falið með ramma sem ég held að ég hafi ekki á búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ertu þá búinn að losa búrið við þetta drasl sem var á hliðunum ?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já skimmerinn sem var í vinstri AC dælunni og refugiumið sem var í hægri AC dælunni, fór allt ofan í sumpinn :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gott að hafa svona gæja sem eru alltaf að stússa eitthvað, þá þarf maður varla að huxa ef maður er pæla eitthvað, sérstaklega svona verklegt!. :)
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

sorry en mér fannst það líka frekar (ekki fallegt)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Haha ekki í fyrsta skiptið sem ég hef heyrt þetta :D

Er einnig búinn að færa loftdæluna inn á skápinn á 600 lítra búrinu þannig að núna heyrist nákvæmlega ekkert frá þessari stæðu :)

Svo er auðvitað næturljós
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
grilli
Posts: 84
Joined: 13 Jun 2008, 09:25

Post by grilli »

skemmtilegt project!
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

maður þarf að fara að henda saman svoa næturlýsingu. Svakalega flott. Kaupi bara bláar díóður :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Smá myndataka áðan :)

Image

Þessi fór í búrið í gær og strax búinn að opna sig :), Green Button Polyp
Image

Image

Image

Þessi fór líka í búrið í gær, Frogspawn
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Post by siamesegiantcarp »

hvar fær maður svona yfirfall eða er þetta heimatilbúið
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég fékk þá í Háborg til að beygja 3mm svart plexy í 90° fyrir mig, svo sagaði ég sjálfur "tennurnar" í með lítilli járnsög
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Hvernig límir þú plexíið við glerið?
Flott kerfi sem þú ert með! :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Pússaði sirka 1cm brún innan á plexyið sem snýr inn í boxið og límdi svo með sílíkon

Takk fyrir :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

og það heldur alveg? eru engin vandamál með viðloðun?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Heldur ekki eins vel og við gler en þetta mun endast eitthvað svo lengi sem maður sé ekki að fikta í þessu
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

kúl! 8)
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Skimmerinn sem þú ert með, hvernig er hann að standa sig?
og þessar plötur sem þú ert með í sama hólfi, hvaða tilgangi þjóna þær?
Mér fynnst sumpurinn góður hjá þér, ég var sjálfur með svipaðan sump og var mjög sáttur með hann.

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Skimmerinn er alveg að þjóna sínum tilgang, þarf að fara skipta um loftstein í honum þó

En egg crate plöturnar eru í sér hólfi og er það neðra fyrir poka af kol ef ég vill bæta því við og efri platan heldur filter bómull

Þessi sumpur er að reynast mér mjög vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Þetta er sniðug hönnun hjá þér! ég var alltaf í soldlum vandræðum með filter bómullinn hjá mér.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :)

Er með smá tilraun mér til gamans, í gær færði ég nokkra kóralla úr 125L búrinu yfir í þetta búr til að sjá áhrifin sem actinic hefur á kóralla til lengdar, þar sem ég er ekki með actinic í 125Lbúrinu eru kórallarnir ekki með allann litinn sem þeir eiga möguleika á að hafa

Hérna er mynd af Frogspawn sem fór undir actinic + 10.000k 18 des '09
Image
Og hérna er sami kórall 26. Feb '10
Image
Eins og sést þá er hann búinn að breyta þó nokkuð um lit (Er reyndar ný vaknaður á þessari mynd og ekki búinn að blásasig almennilega út)

Í gær setti ég hinn helminginn af frogspawn í búrið og lítur hann svona út
Image
Frekar fölur og litlaus, verður spennandi að sjá hvað það tekur hann langan tíma að breyta um lit og hvort vöxturinn aukist

Image
Einnig setti ég lítinn green furry mushroom í búrið, hann var nú að sýna fínan lit í 125L búrinu en purning hvað actinic getur náð meir úr honum :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

hvaða "gras" er þetta á 3 neðstu myndinni?

( mynd 2 )
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta er cheto þörungur sem er farinn að vaxa í botninum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bætti við í dag tveimur Peppermint shrimp í von um að þær taki Aptasíuna í gegn, reyni að ná myndum af þeim þegar þær eru búnar að venjast búrinu:)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

damn eftir að hafa lesið þetta og meira um þessi nano SW búr þá hálf sé ég eftir því að hafa sett búrið mitt upp sem FW
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þá þýðir ekkert annað en að fá sér annað búr og salta :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

spurði konuna áðan og fékk stórt NEI!!! :cry:

er að pæla í nano nano ca. 1.5-2.5 gallon
Post Reply