96L Nano Reef

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

96L Nano Reef

Post by Gabriel »

Búrið er loks að taka á sig mynd :D keypti slatta af live rock í dag og fékk eitthvað af live sand með, er búinn að raða öllu upp og er mjög ánægður með útkomuna.

Image
Hér er búrið eftir að nýbúið var að fylla það af sjó, notaði líka svartan sand úr fjörunni og eitthvað skraut.


Image
Hérna er svo búrið eftir að allt er komið á sinn stað og lítur bara helvíti vel út :) nema það að ég er ekki nógu sáttur með bakgrunninn, en það var það eina sem að var til hérna heima. Mun seinna skipta yfir í einlitan /bláan/svartan bakgrunn eða eitthvað með sjávarþema.

Image
Og stolt mitt og gleði :D þessi litli hitch hiker var á einum live-rockinum, lítill sæfífill :D ég er að deyja úr spenningi yfir þessum litla gaur :lol:

En hvernig er fólki annars að lítast á þetta? :D Ég mun panta krabba og snigla í búrið til að halda því hreinu eftir um það bil 2-3 vikur og svo seinna meir mun ég kaupa nokkra kórala og eflaust par af trúðfiskum :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þennan litla sæta sæfífil skaltu drepa við fyrsta tækifæri. Þetta er gler anemóna (glass anemone/aiptasia) og verður fljótt algjör plága.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kemur mjög vel út en ég er smmála með bakgrunninn, hann er ekki alveg að gera sig.
Flottur littli sæfífillinn, örugglega gaman að fylgjast með þessu.
Mér líst mjög vel á trúðfiskaparið. Kannski fjölgar það sér í sæfíflinum.
Trúðfiskar sækjast oft helst í ákveðnar tegundir sæfífla, getur séð meira um það inná tjorvi.is
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Lýst vel á búrið fyrir utan svarta sandinn

Ef þú ætlar að vera með kórala myndi ég taka sæfífilinn en ef þú hefur ekki planað að fá þér kórala þá er fífillinn alveg meinslaus

Þessir fíflar eiga það til að færa sig úr stað oft og eiga það til að stinga aðra kórala

Sílkiðan: Myndi ekki halda í þér andanum meðan maður bíður eftir að trúða par fjölgi sér :lol:, svo er oft erfitt að fá trúða til að sækja í anemone
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Ef þú ætlar að vera með kórala myndi ég taka sæfífilinn en ef þú hefur ekki planað að fá þér kórala þá er fífillinn alveg meinslaus
Svosem meinlaus, en þeir fjölga sér hratt, og þótt að einn líti ágætlega út, þá er þetta ekki fallegt útum allt búr, og þegar þetta er orðið þannig þá er það hálf vonlaus barátta að losna við þá alla. Ég hef lent í þessum kvikindum persónulega og ég mæli með því að drepa þetta á meðan maður hefur séns á því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hahaha :lol: veit en samt með líklegri sjáfar til að fjölga sér (allavega það sem að ég hef lesið)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Planið var að fá sér stóran reef-safe sæfífil og kórala, þannig að maður drepur líklega litla gaurinn :) samt flottur :lol:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég myndi losa þig við sæfífilinn ef þú ætlar að fá þér kóralla, ég er með 2 stóra og nokkra litla fífla, alveg gaman af þeim :P en þeir fara strax ef ég ætla út í kóralinn :)

Síkliðan já það eru líkur á því að trúðarnir fjölgi sér en líkurnar á því að ná upp seiðunum eru nánast engar

Þurfa sérstakan þörunga til að lifa á fyrst, þá þarf að rækta sér við sérstakar aðstæður sem er ekkert auðvelt :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Já ég myndi losa þig við sæfífilinn ef þú ætlar að fá þér kóralla, ég er með 2 stóra og nokkra litla fífla, alveg gaman af þeim :P en þeir fara strax ef ég ætla út í kóralinn :)
jamm ég henti honum niður vaskinn í gærkveldi :)
ég tók bakgrunninn af búrinu og það kemur miklu betur út en með bakgrunninum :D
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Image
Bakgrunnurinn farinn af og sést miklu betur hvað er í búrinu :D

Image
risakuðungurinn :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Svakalega flott hjá þér :D Ég er rosalega hrifinn af þessum kuðung :P hvar náðirðu í svona flykki?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég var með carpet anemoniur og harða(hammer kórala) sem komu bara alltilagi út war lika með annan sæfifil sem ég man ekki hvað hét,allavega eithvað atlantic.þetta var kóral/fish only búr,kom mjög vel út..sé eftir að hafa selt það :(
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Svakalega flott hjá þér Ég er rosalega hrifinn af þessum kuðung hvar náðirðu í svona flykki?
Pabbi minn gaf mér hann fyrir nokkrum árum, hann fékk hann víst í netið á einhverjum togara sem að hann vann á :)

Það sést að mikið líf var í live rockinu því að það er þörungur að vaxa á hraða ljóssins í búrinu :shock: Sem að er góðs viti :D
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok flott :wink: Gangi þér vel með búrið :D
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ok flott :wink: Gangi þér vel með búrið :D
þakka þér fyrir :wink:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Búrið kemur rosalega vel út hjá þér :) verður gaman að fá eitthvað lifandi í búrið svo ;)

En gangi þér vel með þetta verkefni :)
200L Green terror búr
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég var að skoða búrið áðan og mér til mikillar undrunar og gleði þá kom ég auga á nýjar lífverur :D er búinn að telja sex feather duster orma á stærsta live rockinum í miðjuni á búrinu :)

Næ bara lélegum myndum því að þeir eru svo litlir og myndavélin ekki sú besta, en læt samt eina fylgja :D

Image
Snilld að sjá hvernig þeir draga sig inní pípuna þegar að þeim bregður :D
Veit ekki hvursu hratt þessi dýr stækka en ég vona að þeir nái fullri stærð :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ertu bara með sand úr íslenskri fjöru (þessi svarti)? Ertu þá að blanda sjó í svona lítið búr eða ertu með íslenskan sjó? Hreinsaru hann eitthvað áður þá og hvernig? Hvernig er með dælur, skimmar og þannig nauðsynlegt dót? hehe, flott búr, væri til í að prufa þetta :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ertu bara með sand úr íslenskri fjöru (þessi svarti)? Ertu þá að blanda sjó í svona lítið búr eða ertu með íslenskan sjó? Hreinsaru hann eitthvað áður þá og hvernig? Hvernig er með dælur, skimmar og þannig nauðsynlegt dót? hehe, flott búr, væri til í að prufa þetta
Er með svartan sand úr fjörunni, sauð hann í stórum potti og setti ofan í tómt búr, fyllti af vatni með slöngu og aus jafn óðum úr því með fötu þar til vatnið varð tært (var brúnt fyrst).
Er með íslenskan sjó tekin beint úr fjörunni, hreinsaði hann bara í búrinu með tveimur litlum dælum því að hann var frekar skýjaður fyrst. Fékk svo live rock og hvítan live sand sem að ég setti ofan á þann svarta, en sandurinn mun á endanum blandast allur saman þegar ég fæ mér sand shifters í búrið, er núna bara með eina eheim dælu sem að fylgdi búrinu og eina rena filstar iv2 dælu, en fæ RIO 180 Aqua Powerhead eftir ca. viku og þá fara hinar uppúr.
Þarf engan skimmer því að í svona litlu búri sjá örverurnar í live rockinu og live sandinum um að hreinsa fyrir mig og ég skipti um 5%-10% af vatninu vikulega til að halda nítratinu niðri, svo mæli ég með seltumæli saltmagnið í búrinu daglega og bæti við fersku vatni til að vega á móti uppgufun úr búrinu

Var áðan að panta eina tylft af blue leg hermit crab og eina tylft af bumble bee sniglum, ættu að koma eftir 2-4 vikur :)
Svo eru hellingur af feather duster ormum á steinunum, og líka af einhverjum litlum pöddum sem að skoppa í þörungnum, veit ekki nákvæmlega hvað þar er, svo kom ég auga á annan gler sæfífil áðan sem að ég þarf að eyða við fyrsta tækifæri.

Ég setti líka helling af sea monkey eggjum út í vatnið um daginn og þeir eru gjörsamlega út um allt, ættu að vera fínasta fæða fyrir síarana í búrinu og fiskana, þegar þeir koma :)

Image
Blue leg hermit crab

Image
Bumble Bee Snails

Þessi dýr eiga að sjá um að halda búrinu hreinu og róta upp sandinum og rífa í sig þörunginn sem að er að taka yfir búrinu :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

takk fyrir svarið, finnst þetta ekkert smá spennandi og er mjög spennt fyrir svona.

Hvernig fiskar verða svo fyrir valinu? Trúðfiskar eða? Hve langur tími líður þar til þú setur þá í :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já!, mjög athyglivert, en hvaða lýsingu ertu með?
Ace Ventura Islandicus
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

takk fyrir svarið, finnst þetta ekkert smá spennandi og er mjög spennt fyrir svona.

Hvernig fiskar verða svo fyrir valinu? Trúðfiskar eða? Hve langur tími líður þar til þú setur þá í
Ég ætla að hafa tvo trúðfiska í búrinu, ég verð aðallega með inverts og kóralla en mér finnst þessir fiskar bara svo flottir að þeir verða að vera með :D Það munu líða einhverjar vikur þangað til fiskarnir koma í búrið, ætla helst að vera búinn að fá krabbana, sniglana og kóralana áður en að fiskarnir koma :)
Já!, mjög athyglivert, en hvaða lýsingu ertu með?
Ég er bara með peruna sem að fylgdi búrinu, en langar í bláa peru eða sterkari perur til að geta verið með fleiri kórala :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er ekki 18w T8 pera í þessu loki ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Er ekki 18w T8 pera í þessu loki ?
SYLVANIA
STANDARD
F18W / 154-T8
Daylight

Þetta stóð á henni svo að ég held að það sé rétt hjá þér :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er í minna lagi, jafnvel fyrir anemónur og kóralla sem þurfa "lítið" ljós.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Þetta er í minna lagi, jafnvel fyrir anemónur og kóralla sem þurfa "lítið" ljós.
Okei :? er ekki hægt að kaupa sterkari perur fyrir búrið sem að passar fyrir þetta? Held að þetta sé eitthvað í kringum 60cm pera
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er til Marine 10000 Kelvin 18W T8 pera upp í Dýralíf á eitthvað lítið

Verst að mitt búr notar 15W :( væri annars búinn að fá mér

p.s. Já 18w eru 60cm :P
Last edited by Squinchy on 08 Apr 2008, 13:55, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Það er til Marine 10000 Kelvin 18W T8 pera upp í Dýralíf á eitthvað lítið

Verst að mitt búr notar 15W :( væri annars búinn að fá mér
U, okei, ég kann ekkert á þetta stuff eins og kelvin :P get ég ekki notað perur með hærra W heldur en að er núna í búrinu?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Því hærri sem W tala en því lengri er peran þannig að peran a ekki eftir að passa í lokið, síðan styður ballestið sem er í lokinu örugglega bara 18W perur

En 10000k og 20000Kelvin er mjög mikið notað í saltinu, dregur fram flottu litina
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Okei, hvað mæla kelvin? Er það bylgjulengd ljóssins?
Veistu hvað þeir voru að selja þetta á?
Post Reply