hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
svana
Posts: 9
Joined: 16 Oct 2010, 18:55

hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by svana » 26 Mar 2011, 19:44

var að setja tunnudælu í búrið sem er 350l. hornbúr og núna eru fiskar að veikjast... hvernig stendur á þessu? er búin að vera dugleg að setja nýtt vatn... ætti ekki að vera betra að vera með tunnudælu? tveir fiskar hanga efst í búrinu, ég setti aðra dælu til að fá meiri hreyfingu á vatnið og tel að nóg hreyfing sé. Mér finnst reyndar eins og það sé meira svona rusl í vatninu eftir að tunnudælan kom...hvað er ég að gera vittlaust?

kv. með fyrirfram þökkum. :-)

User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by whapz » 26 Mar 2011, 21:45

Þeir vilja oft leita upp á yfirborðið ef þeim vantar meira súrefni í vatnið...

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by Elma » 26 Mar 2011, 23:06

hvað kallaru að vera dugleg að skipta um vatn?
hvað skiptiru oft um og hve mikið í einu?
hvað eru margir fiskar í búrinu og hvaða tegundir?
sést eitthvað á fiskunum sem hanga við yfirborðið, t.d sár?
anda þeir hratt?
hefuru prófað að mæla vatnið?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by Vargur » 26 Mar 2011, 23:29

Er eitthvað óvanalegt filterefni í tunnudælunni ?
Var ekki allt hreint og fínt í henni ?

Ruslið í vatninu gæti bara verið gamalt rusl sem fer á hreyfingu þegar straumurinn eykst eftir að nýja dælan kom.

svana
Posts: 9
Joined: 16 Oct 2010, 18:55

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by svana » 28 Mar 2011, 14:47

við erum búin að vera að skipta ca 10% af vatninu núna síðastu vikur. Dæla var í Sjávarbúri! við skoluðum allt vel áður en dælan var sett í gang. það sést ekkert á fiskunum, engin sár. Mér finnst þeir samt anda svoldið hratt. þetta eru allt síkliður frá malavi vatni....svo eru einhverjar botnsugur. ætlum að skipta um 10-20% og sjá hvað gerist.

malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by malawi feðgar » 28 Mar 2011, 15:08

ég mæli með 50% vatnsskiftum vikulega hjá malawi.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: hjálp. tunnudæla og veikar afrískar síkliður...?

Post by Squinchy » 30 Mar 2011, 11:50

Ef dælan var notuð við sjó áður á hún ekki að geta tekið neitt með sér yfir í ferskvatnið, dælan er örugglega að rusla upp drullu sem var í felum í sandinum, gætir "ryksugað" sandinn
Kv. Jökull
Dyralif.is

Post Reply