Dvergsíkliðiþráðurinn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Sæl.
Þetta er skemmtilegur flokkur fiska. Endilega póstið ykkar fiskum, fiskum sem þið hafið áhuga á úr fjarska og jafnvel spurningum/svörum varðandi fiskana og svo gætum við kannski tilkynnt hvaða búðir/ræktendur eru með síkliður í boði hverju sinni.

Þar sem ég var að minnka við mig hvað búrstærð varðar þá minnkaði ég einnig stærð síkliðunnar. Nú er svo komið að ég er bara með par af "standard" Ramirezsíkliðupari. Konan dó á dögunum. Úr hungri vænti ég.

Ramirez, eða fiðrildasíkliður þekkja flestir. Litlar og temmilega rólegar yfirleitt ef búrið bíður upp á felustaði og nægilega dínamík. Það er amk mín reynsla. Þetta er S-Ameríkusíkliða sem finnst í laugum og "straumblíðum" ám í Venesúela og Kolumbíu.

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Sibbi »

Ég er alltaf að heillast meira og meira af fiðrildasíklíðunum, geta komið svo svakalega sterkir litit frá þeim í góðum búrum :góður:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by keli »

Ég fékk mér 2x opal borellii pör fyrir viku síðan. Er með þau í 54l gróðurbúrinu mínu... Sýnist samt að það muni ekki ganga upp að vera með tvö pör í búrinu, gæti þurft að láta annað frá mér eða fá mér neon tetrur eða eitthvað sem dither.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Sibbi »

úúúúú, þessi er rosalegur, svkalega flottir þessir fiskar.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Hvur andskotinn.... Er myndin í upphafsinnleggi mínu hætt að sjást?

keli: Ef þú ert opinn fyrir því þá get ég veitt öðru parinu þínu gott heimili. Hvað er "dither"?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by keli »

Myndin virkar fínt hjá mér.

Ég verð í bandi við þig ef ég ákveð að losa mig við annað parið.

Dither fiskar eru fiskar sem eru notaðir til að draga aðra fiska fram, t.d. ef þú ert með feimna fiska þá fær maður sér ófeimna fiska sem eru mikið frammi við og þá túlka feimnu fiskarnir það þannig að það sé óhætt og sýna sig meira. Einnig eru dither fiskar hentugir ef maður er með aggressívan fisk, þá lemur hann ekki bara einn fisk og dreifir grimmdinni jafnar og hinir fá meiri frið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Ég skil. Er Dither-fiskapælingin algeng í síkliðuhobbíinu? Ég spyr vegna þess að allir ekki-síkliðufiskar mínir eru mjög mikið fyrir að sýna sig og vera út um allt búr.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Jakob »

Birkir wrote:Ég skil. Er Dither-fiskapælingin algeng í síkliðuhobbíinu? Ég spyr vegna þess að allir ekki-síkliðufiskar mínir eru mjög mikið fyrir að sýna sig og vera út um allt búr.
Já, það er nokkuð algeng pæling í síkliðunum. Síkliður eiga oft til að vera feimnar, sérstaklega þegar þær eru nýjar í búri. Líka eru ditherar notaðir með ránfiskum sem að eru lítið aktívir nema á nóttunni.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Væri ekki fínt að taka tékk á hvaða búðir eru með dvergsíkliður þessa dagana?
Ég hafði samband við Furðufugla og fylgifiska. Hann er ekki með neinar dvergsíkliður þessa dagana.

Mig vantar persónulega fiðrildasíkliðu, kvk.

keli: Ég vil gjarnan losa þig við annað borelli-parið ef vandamálið sem þú lýstir er enn til staðar.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by RagnarI »

Það eru dvergsikliður í dýragarðinum fisko og gæludýr.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by keli »

Ég er til í að láta annað parið mitt, hugsa að það sé gáfulegt þó þau þrífist vel hjá mér. Ég borgaði 5-6þús fyrir parið minnir mig.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Gudmundur »

ég stefni á að sækja Apistogramma borelli " Bella Union " í vetur, hér er einn hængur sem ég veiddi í fyrra féll alveg fyrir þeim þegar ég veiddi þann fyrsta
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Sibbi »

:góður:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Ljómandi, Guðmundur!

Annars er ég á höttum eftir fiðrilda kerlingu (ef einhverjum vantar að losna við slíka). Hún verður helst að vera orðin nokk stálpuð því síðasta varð undir í fæðukapphlaupinu og svalt.

Ég fór nýverið í Dýragarðinn til að kanna úrval á dvergsíkliðum. Eftirfarandi voru til:
Pelvicachromis pulcher (ef ég man rétt)
Pandurini (Apistogramma panduro)
Blá fiðrilda
Borelli
Apistogramma Viejita Red
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by Birkir »

Mér hefur ekki gefist tækifæri til að þræða búðirnar undanfarið. Vitið þið um einhverja dverga sem eru til sölu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by keli »

Veit bara að dýragarðurinn er búinn að loka, þannig að það er væntanlega lítið að gerast þar.. :(

Fiskó kannski?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by RagnarI »

í fiskó eru allavega til

apistogramma agassizi
apistogramma agassizi fire red

mikrogeophagus ramirezi electric blue
mikrogeophagus ramirezi gold

pelvicachromis taeniatus

ef ég man rétt er líka til allavega ein latacara dorsigera
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by henry »

Skella þessari hér. Apistogramma Agassizii fire red að leita að blóðormi í javamosa :)

Vesen að gefa Apistos að borða, þeir virðast bara vilja ferskt fóður.

Image
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by RagnarI »

Já ég er með eitt seiði af apistogramma panduro og það sést ekki á matartíma nema ég sé að gefa microworms eða annað álíka ferskt
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: Dvergsíkliðiþráðurinn

Post by henry »

Smellti nokkrum myndum af Apistogramma Agassizii dvergunum mínum.

Virðist ætla að ganga betur með þá en Microgeophagus Ramirezi sem ég var með (7-9-13) þrátt fyrir að almennt tali menn um að Apistogramma séu viðkvæmari. Lykillinn að þessum greyjum er samt greinilega ferskt fóður. Býð ekki í það ef einhver kaupir þá rándýra af því þeim finnst þeir flottir í búðinni og gefa svo bara flögur, það fer bara á einn veg.

Image Image Image

Image Image
Post Reply