Standard uppsetning Afríkubúrs

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Standard uppsetning Afríkubúrs

Post by Birkir »

Vinur minn er að byrja í bransanum og fer beint í Afrískt búr. Ég get því miður ekki hjálpað honum af því ég hef aldrei haldið Afrískt búr. Hann á sömuleiðis erfitt með að lesa sér til um þetta á netinu þar sem kappinn er ýlfrandi lesblindur.

Getið þið sem fróð eruð um málið, póstað í þennan þráð svörum og gagnlegum upplýsingum?

Hvernig sand á að nota? Mér skilst að það sé ekki sama hvernig. Hvar fæst hann?
Sama má segja um grjót. Minnir að einhver grjót hafi góð áhrif á heislu/gæði vatns sem hæfir Afrískum síkliðum.

Byrjum á þessu.
Takk.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Standard uppsetning Afríkubúrs

Post by RagnarI »

þann sand sem honum finnst flottur og það grjót sem honum finnst flott. passa að hafa grunnsteinana í grjóthleððslunni beint á glerinu, annars munu þeir grafa undan þeim og allt hrynur.
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Standard uppsetning Afríkubúrs

Post by nesquick »

ég myndi setja eggcrate undir grjóthleðslu, hef því miður lent í óskemmtilegum atburðum með grjót og botngler á fiskabúri.. Afríkusíkliður vilja frekar mikla vatnshörku, mæli með að nota kóral sand þó að hann sé dýr.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Standard uppsetning Afríkubúrs

Post by Gudmundur »

steinar á botn síðan sandur, dökkur sandur dregur fram sterkari liti í fiskunum,
eitt sem ég var með í denn
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply