120L MP Eheim Aquatic

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

120L MP Eheim Aquatic

Post by Birkir » 28 Dec 2016, 20:44

Image
Image
Mál: 80l 25d 45h

Pæling:
Hafa búrið í Amazon, S-Ameríkustíl. Reyna að ná fram rauðbrúnum bjarma með drumbum og fljótandi rótum sem og þurrum laufblöðum.
Undirlag er í þremur hlutum. Brekka hefur verið byggð. Henni er splittað með grjóti og rótum til að ná fram náttúrulegu yfirbragði.
Plöntur eru að koma hægt og rólega í búrið og ekki útséð með hvernig það endar.

Íbúar:
Apistogramma agassizi par (Fiskó)
(afbrigði "double red").
Amazin laugar.
Image

Silfurskalar - Pterophyllum leopoldi x4 (Fiskó)
Amazon o.s.frv.
Eru það ungir að ekki er hægt að kynja þá.
Image

Otocinclus Catfish (Otocinclus sp.) x6 (Fiskó)
S-Ameríka
Einn dó á innan við sólahring. Taldi fimm eftir. Vonandi spjara þeir sig.
Image

Hemigrammus erythrozonus (glow light tetra albino) x 11 (Fiskó)
Essequibo á, Guyana, S-Ameríka.
Eitt hræ fannst fyrir aftan dælu daginn eftir að hópurinn var verslaður. Ein til viðbótar virðist hafa "villst" í rótarhrúgu á botni búrsins og druknað. Glow light albínóa tetrurnar eru því níu talsins.
Image

Rummy-nose tetra (Hemigrammus rhodostomus) x2 (Tjörvi)
S-Ameríka
Þessar tvær lifa hópinn sem var í fyrra búri. Þær eru því orðnar tæplega fjögurra ára gamlar og fengu auðvitað að vígja nýja búrið.
Image

Plöntur:
Echinodorus 'Ozelot' red (Fiskó)
Image

Hygrophila salicifolia (stricta) (Gæludýr.is Smára)
Image

Síðasta mæling:
28.des
GH: 0
KH: 0-40
pH; 6 - 6,5
NO2: 0
N03: 0

Post Reply