1/2 tonn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

1/2 tonn

Post by Ásta »

Þetta búr mun fljótlega verða ossalega flott.
Á morgun (segir sá lati) ætla ég að tæma það því það er svo mikið að gróðurmöl í því, frontosan grefur á fullu og búrið er orðið eitt drullusvað og ef svona heldur áfram á dælan eftir að stíflast.
Nú lítur búrið svona út (nennti ekki að standa upp úr sófanum til að ná betri mynd):
Image

og hér er svo frontosan:
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

helvíti er frontosan flott í búrinu hjá þér, þetta er eðal gripur eins og þú veist
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gudjon wrote:helvíti er frontosan flott í búrinu hjá þér, þetta er eðal gripur eins og þú veist
Það verður allt svona helvíti flott hjá mér... hehehe.. en án gríns, já hún er mjög flott enda eðal. Ég ætla svo að ná í félaga fyrir hana helst fyrir helgi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

taktu nokkur stykki, þeir eru svakalega flottir í hópi og kosta nánast ekki neitt

hvað varstu að spá í að hafa fleira í búrinu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég ætla að fá mér Tropheus, er ekki búin að ákveða hvaða tegund en það liggur ekkert á.
Já, ég mun fá mér nokkrar Frontosur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ahhhh, Tropheus


Image

Ungir duboisi

Image

Duboisi

Image



Var það ekki þannig með Tropheus að þú getur aðeins haft eina tegund af þeim saman í búri?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ohhhh, þetta eru svo flottir fiskar..

Jú, það er frekar mælt með að hafa bara eina tegund. Ef eru hafðar 2 þarf að passa upp á að önnur tegundin fjölgi sér ekki fram yfir hina því þá yrði minni stofninn "tekinn í bakaríið"
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Verð að segja frá því að ég fór áðan í Svefn og heilsu í Lysthúsinu Laugardal og keypti mér nýtt rúm. Í gamni segi ég hvort ég megi ekki velja mér fisk með og konugreyið varð eitt :?: í framan og sagði jújú og spurði svo hvort mér væri alvara.. haha
Flestir viðskiptavinir þeirra biðja um einhverja rauðvínsflösku sem er þarna til sýnis!
En fiskinn fékk ég að velja og kom með hann heim í nestispoka númer 3.
Þetta er klikk flott botn- og glersuga og ég kem með mynd fljótlega.

Þess má geta að fiskurinn var handveiddur í búðinni þar sem ekki var til háfur og búrið er sæmó djúpt.

Ég segi : Viva la Svefn og heilsa!!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Heyrðu. Viltu útskýra þennan Svefn Og Heilsu díl....
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir wrote:Heyrðu. Viltu útskýra þennan Svefn Og Heilsu díl....
´
Kaupa rúm, borga, fá fisk.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

:?: ekki grilla í mér. Það er ekki eins og meðalviðskiptavinur búðarinnar sé fiskaperri...

var þetta einhver tilviljun... þú sást fiskabúr sem er til að skreyta búðina, gerðist sniðug og baðst um fisk í staðinn fyrir eitthvað fret-vín
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Akkúrat!
Sagði henni meira að segja að mér væri skítsama um þetta rauðvín..hehh
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

svalt 8)
Kannski að þú segir frá búrinu þeirra í þræðinum þarna um búr í fyritækjum?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég má koma eftir nokkra daga þangað með myndavél, þau eru að fara að bæta í búrið. Þá fæ ég info og skelli í þráðinn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Maður bíður spenntur eftir mynd af þessum rúmkaupbætisfisk. :P
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Maður hefur heyrt talað um "bætt rúm" á "góðum" hótelum en aldrei heyrt um að það sé fiskur í þeim díl :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Maður bíður spenntur eftir mynd af þessum rúmkaupbætisfisk. :P
Jæja, hér kemur rúmkaupbætisfiskurinn ... hihi...

Þetta eru ömurlegar myndir, teknar ofan í búrið og dælan var á, tek betri mynd seinna þegar hann glennir sig. Þetta er aðallega til að sýna hvað hann er flottur á litinn, fallega vaxinn og með flottan sporð:
Image
Image

Ég afrekaði að setja vatn í 50 ltr. búr áðan og veiða "alla" fiskana úr búrinu þannig að nú get ég farið að tæma. Kemst samt sennilega ekki í það fyrr en eftir helgina.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Mér sýnist þetta nú bara vera einhver eðal pleggi. Örugglega ekki í ódýrari kantinum...Panaque eða eitthvað álíka, samt erfitt að átta sig á tegundinni. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er allavega eðalflottur gaukur og ég kolféll fyrir honum :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

*ritskoðarsjálfansig*
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hér er betri mynd en hann er í raun miklu flottari, ég sé að þessi myndavél mín er bara prump.
Ég er líka alltaf að bíða eftir að ná honum í fullri reisn en það gengur illa.
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flottur !
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er byrjuð að tæma og mest allt vatn komið úr, á morgun byrja ég vonandi að moka mölinni burt.
Gróðurinn tók ég og setti í leirpotta og geymi í 50 ltr. búrinu, hugsa að ég muni svo hafa eitthvað af honum svona í framtíðinni.. kannski..er ekki alveg búin að ákveða það...
Greyið litla frontosan er ekki sátt við að vera í þessu litla búri, er mjög stygg og felur sig í hvert sinn er ég labba framhjá. Þegar ég setti pottana ofan í áðan hvarf hún og ég þorði ekki annað en að leita á gólfinu umhverfis búrið en sá hana ekki. Hún hefur náð að bora sér einhversstaðar, kannski inn í þennan kastalaræfil.
En svona er 50 ltr. búrið núna:
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allt að gerast. Það verður gaman að fylgjast með uppbyggingunni á búrinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nú er búrið svona:

Image

Ég er að byrja að moka og svo þarf að tæma almennilega vatnið, ég náði ekki að dæla öllu úr :x
Svo þarf auðvitað að þrífa og ná í nýja möl og finna stóra steina, ekki mjög auðvelt undir öllum snjónum.
Ég reikna ekki með að klára þetta fyrr en í næstu viku þar sem ég tók að mér ákveðið verk í vinnunni og verð að klára það fyrir helgina.
Skelli inn myndum ef einhverjar markverða breytingar verða.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

ég náði ekki að dæla öllu úr


Af hverju ekki ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:
ég náði ekki að dæla öllu úr


Af hverju ekki ?
Rennslið datt niður og ég náði því aldrei upp aftur, nennti svo ekki að skipta um slöngu til að gera þetta "your way".
Er að verða búin að tæma með glasi og fötum ..
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er að verða búin að tæma með glasi og fötum ..
Þú hefðir getað boðið Birki í heimsókn með tertuhjálminn... :D
...þetta fer nú að verða þreyttur brandari. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Haha!
Þessi brandari mun allavega verða geymdur en ekki gleymdur og dreginn upp við tækifæri.
Sýnir líka hvað spjallverjar og þá sérlega þeir sem koma frá ákveðnum stað að austan eru miklir snillingar og hugsuðir og deyja ekki ráðalausir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Akkúrat!
Fnj´ééééh!
Post Reply