Juwel Vision 450l Óskarabúr.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Juwel Vision 450l Óskarabúr.

Post by Gilmore »

Hérna er þráður fyrir Óskarabúrið.

Þetta búr er sannkallað stofustáss. Það virkar mikið stærra en lítrarnir segja til um, en myndirnar minnka það samt verulega. Búrið eða skápurinn er aðeins hærra en Juwel búrin sem ég hef átt áður, sem gerir það ennþá magnaðara.

Grjótið kemur úr Garðsfjörunni á Suðurnesjum en sandurinn frá Fínpússningu Hafnarfirði.

Dæla: Rena Xp4.
Bakgrunnur: Juwel Stone Granite.

Fiskar:

2 x Lutino Óskar
2 x Tiger (Fire Red) Óskar.

Mynstrið á rauðu Óskurunum er það flottasta sem ég hef séð, og held að þetta sé afbrigði sem kallast Fire Red, en þeir eru með svona Flame mynstur og sterkan rauðan lit.


Image

Image

Image

Image
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Niiice . Hvar fékkstu tiger oscarana ?
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Fékk þá í Dýralíf við Gullinbrú. Mjög fallegir, en þeir voru reyndar frekar tættir greyin þegar ég fékk þá, vegna þess að nokkrir Greenterror voru með þeim í búri og voru að þjarma að þeim, þeir voru með tætta ugga og hreistrið rispað. En ég tók sénsinn með þá, og þeir eru alveg búnir að jafna sig núna, allt gróið. :)
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Update:

Búrið er að klára cycle feril en það hefur gengið frekar hægt, en er að mjakast í rétta átt. Það er massíft magn af brúnþörungi í búrinu og ég er búinn að vera að reyna að minnka hann með því að þurrka hann í burt og með vatnaskiptum, en hann kemur strax aftur, vonandi minnkar hann þegar ég næ þessu himinháa Nitrat magni niður.

Versta er að Juwel Stone Granite bakgrunnurinn er orðinn hrikalega ljótur. Það er kominn haugur af brúnþörungi á hann, sem er svo sem allt í lagi nema þegar ég reyni að þurrka hann af með hendinni þá þurrkast sementhúðin af bakgrunninum líka af þannig að það skín í hvítt undirlagið. Þörungurinn virðist líka einhvernvegin brenna þessa sementhúð af. Þessi fallegi blágrái bakgrunnur hérna fyrir ofan er orðinn hvítskellóttur og hrikalega ljótur.

Bakgrunnurinn var rándýr og ekki fer ég að taka hann úr, nema selja fiskana og byrja upp á nýtt. Það er engin lakkhúð til að verja hann, þannig að sementið bara sópast af ef hann er snertur. Mæli engan vegin með þessu rusli, eini bakgrunnurinn sem er góður frá Juwel er þessi gamli góði svarti, en mig langaði að breyta til og gera eitthvað grand, en það fór í hina áttina og búrið er núna engin prýði með þennan óskapnað sem bakgrunn.

Ég bara vona að það fari að vaxa grænn þörungur á bakgrunnin til að hylja þetta, held það sé skárra. Ég verð víst að lifa við þetta, en ég ríf hann kannski úr seinna ef ég fæ leið á síkliðunum og ætla að breyta til, en þá fara 25.000 kr í vaskinn, en það kostaði þessi bakgrunnur í heild.

En í næstu viku skelli ég nokkrum síkliðum í búrið til viðbótar við þessa 4 Óskara. Red Spotted Gold Severum meðal annars sem er í pöntun hjá Tjörva. Skelli inn myndum þegar þeir eru komnir í hús. :)
Last edited by Gilmore on 04 Jun 2010, 12:23, edited 1 time in total.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Er það eðlilegt að bakgrunnurinn er að verða svona?
Mér finnst það ekki.
Finnst þetta vera galli.
Þú ættir að gera eitthvað í þessu, taka myndir af honum
og fara með myndirnar í búðina þar sem þú keyptir þetta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Framleiðslan er bara svona....cheap dót sem er selt dýrt.

Kannski maður sendi Juwel bréf bara. En ég hef heyrt fleiri dæmi þar sem þessir bakgrunnar flagna bara.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

þessi bakgrunnur hjá mér hefur kanski einhverntíman verið dökkur :?

en hann er frekar ljós núna og var það þegar ég fékk mitt búr notað.
það er svona steipu húð á honum og ef maður leggur grjótið of harkalega upp að honum dældast hann eða það kvarnast upp úr honum og það eru allavega 2-3 göt á honum.

svo finst mér forljót að hafa þessi samskeiti á honum,en sennilega ekki hægt að koma heilli plötu þarna ofaní vegna þverrstífu.

sá einn helviti flottan bakgrun í fisko eini gallin er að platan er öruglega 1 meter x 2,5-3 metrar á stærð og kostar öruglega annan handlegginn.


kveðja
Erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þegar ég setti bakgruninn í hjá mér þá tók ég þverstífuna úr og setti hana svo í aftur, en minn flagnar ekkert. enda kostar hann svolítið meira en þessi juwel bakgrunnur :-)
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Jæja ég tók til minna ráða því búrið var orðið svipað útlítandi og Þórsmörk eftir eldgosið. Allt búrið var gersamlega þakið ógeðslegum brúnþörung, þannig að ég tæmdi það ca. 80%, tók allt upp úr því og skrúbbaði í baðkarinu, skrúbbaði bakgrunninn með uppþvottarbusta og hellti sjóðandi vatni á hann.

Bakgrunnurinn er ekki lengur svona ljótur eins og ég talaði um í síðasta pósti, en hann er bara eins og hann á að vera, þörungurinn hefur gert hann svona skellóttann, en núna er hann bara blágrár og flottur. :D

Málið er að ég hef verið beðið of lengi með að gera vatnaskipti eftir að búrið cyclaðist og lét nitrat safnast upp í gríðarlegu magni og bakteríuflóran hafði ekki undan, þannig að nitrit og ammónía var byrjað að safnast upp líka.

Núna er Ammonía og Nitrit í 0 og einhver slatti af Nitrati, þannig að búrið er cyclað og allt í góðum gír.

Bæti við 2 stk Red Spoted Gold Severums og einhverju meira á miðvikudaginn og tek myndir þá. :)
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Fór til Tjörva í gærkvöldi og sótti 2 stk Red Spotted Severums og 1 stk Fire Eel.

Þeir virðast allir vera að pluma sig vel, en Óskararnir hafa eitthvað verið að skoða þá en að mestu látið þá í friði.

Spennandi að sjá hvernig állinn á eftir að pluma sig, en hann er ekki nema 15cm núna, en á eftir að stækka hratt þegar hann fer að borða eitthvað en það getur tekið tíma að fá hann til þess.

Myndir koma fljótlega, en ég er frekar latur með vélina.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Þetta er áður en ég hreinsaði búrið, en það var orðið mikið verra en þetta.

Image

Eftir þrifin og nýju fiskarnir komnir.

Image

Red Spotted Gold Severums.......meiriháttar flottir, mig hefur lengi langað í svona.

Image

Image

Image

Fire Eel.......erfitt að ná myndum af þessum. Ég set plaströr í búrið á morgun svo hann geti falið sig, en annars á hann að grafa sig í sandinn og fela sig þar.

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Fallegir severum :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Settu lifandi gróður í búrið það hjálpar upp á úrvinnslu næringarefna (Og er miklu fallegra), Severuminn á bara eftir að verða flottari og passaðu upp á að állinn fái örugglega eitthvað að éta t.d blóðorma og þ.h. annars gæti hann endað oní óskurunum. Mæli sterklega með flottri rót eða rótum :) .
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Spurning hvernig severumin færi með gróður, þeim þykir sumum gaman að rífa niður gróður.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já var einmitt að spá í það en er með 2 svona eins og hann LG og þeir snerta ekkert hjá mér. Aponogetifoliu, burkna, risavallisneriu og cryptocoryne.
Ace Ventura Islandicus
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég setti vænt búnt af Egaria Densa í búrið, en ég held að ég reyni ekkert aðrar plöntur, allavega er mín reynsla sú að þessir fiskar rífa allt saman upp. Svo ef állinn kemst á skrið þá á hann eftir að grafa sig í gegnum sandinn.

Óskararnir virðast vera smeykir við álinn, hann er stundum að dansa fyrir framan nefið á þeim og þeir hörfa undan honum. Hann hefur ekki étið ennþá, hef prófað rækjur og blóðorma, en ég ætla að prófa ánamaðka í vikunni. Hann á samt eftir að venjast búrinu betur, ég hef heyrt að margir dagar jafnvel vikur líði þangað til hann er tilbúinn í að borða. Ég vona bara það besta. :)
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

kannski búið að koma fram áður, ef svo er þá fann ég það ekki, hvað er búrið stórt?
kristinn.
-----------
215l
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

stendur í titli þráðarinns 450L
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ellixx wrote:stendur í titli þráðarinns 450L
:oops: vandræðalegt :oops:
kristinn.
-----------
215l
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

hahaha :lol:
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Smá update:

Allt í góðu í búrinu. Mér finnst samt Óskararnir vaxa hægt, sérstaklega þessir dökku. Severum hafa aftur á móti alveg tvöfaldað stærð sína og hafa verið að dúlla sér síðustu vikur aftast í búrinu og núna í dag er búið að hrygna á bakgrunninn.

Fire állinn, er ennþá á lífi, en ég hef samt aldrei séð hann borða. Hann hefur lítið stækkað en er samt sprækur þannig að eitthvað hlýtur hann að éta. Ég hef samt mest verið að gefa þurrfóður og einstaka sinnum rækjur, spurning hvort hann sé að narta í þörung?
Post Reply