Nokkur búr til sölu.

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Nokkur búr til sölu.

Post by Vargur »

Ég ætla að skella saman nokkrum búrum og selja, þetta eru ný og ónotuð búr.

Image
125 lítra búr (ca. 110 lítrar af vatni) 80x35x45 cm. Lok með 2x18 w T8 perum.
Verð kr. 29.000.- Uppseld í bili.


160 lítra búrið er 100 x 40 x 40 cm.
Verðið er 44.000 fyrir búr með loki og 2x 30w T8 perustæðum. Uppseld í bili.
Hægt að fá búrið án loks og ljósa á 20.000.-


Image
120 lítra búrið er 80 x 40 x 40 cm.
Verðið er 10.500.-


Image
Smábúr
Tæplega 25 lítra búr, 40x21x30 cm. krefjandi kostur fyrir metnaðarfulla fiskamenn eða fínasta gullfiskabúr í staðinn fyrir kúluna.
Verðið er 4.500.-


Einnig er möguleiki að fá aðrar stærðir ef menn óska.
Sendið ep.
Last edited by Vargur on 03 Feb 2010, 09:31, edited 15 times in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flott framtak að útbúa fín búr á góðu verði, svonalagað er hobbyinu til framdráttar!
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Djöfull eru þau vel smíðuð, verðuru með þessi til sölu í framtíðinni ?

Það væri gaman að taka eitt svona og smíða sér stand undir það ;)
Image
Teiknað í sketchup 130x90x60.
Last edited by Ragnarvil on 09 Feb 2009, 15:36, edited 3 times in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Búrin verða til sölu eitthvað fram á vor.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

þetta er geggjðu smíð, hlakka til að eignast eitt með loki. :D
-Andri
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

hvað kostar Nano búr með svipaðri uppsettningu?
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

malawi wrote:hvað kostar Nano búr með svipaðri uppsettningu?
Ef kaupa þarf allt í búrið þá mundi svipuð uppsetning kosta með hlutum keyptum hjá mér ca 3.000.- kr.
Sandur 500.-
Rót 2.000.-
Bakgrunnur 500.-
Anubias 1.000.-

Þá eru fiskar eða annað lifandi eftir.
Auðvitað er hægt að fara í dýrari eða ódýrari uppsetningu, td. sleppa rótinni og vera bara með stein, nota möl og plöntuafleggjara úr öðru búri.

Þessi smábúr eru mikið fun fyrir peniginn, það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu, mæli sérstaklega með þeim á eldhús- eða skrifborð.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

frábært framtak hjá þér vargur. ef ég hefði plássið væri ég búinn að skella mér á nano búr.
-Andri
User avatar
davidge
Posts: 59
Joined: 01 Mar 2009, 14:59
Location: Hafnarfjörður

Post by davidge »

Gengur þetta lok með tunnudælu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jább.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Junior wrote:frábært framtak hjá þér vargur. ef ég hefði plássið væri ég búinn að skella mér á nano búr.
plássleysi er engin afsökun fyrir að fá sér ekki nanóbúr... ef einhver spyr segir þú að þetta sé blómapottur með vatni í! :rosabros:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Komin með lok og ljós á 125 og 160 lítra búr.
2x T8 perur.

Image
125 lítra búr (ca. 110 lítrar af vatni) 80x35x45 cm.
Verð kr. 25.000.-

160 lítra 100x40x40 cm.
Verð kr. 32.000.-
Last edited by Vargur on 22 Mar 2009, 04:23, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bara eitt svona 125 lítra búr eftir, lokin eru búin þannig það verða ekki fleiri gerð í bráð.
eldholt
Posts: 51
Joined: 24 Nov 2008, 19:39
Location: 220 Hafnafjörður

Post by eldholt »

Ertu enn með smábúrið?
Kv.Ég,hundarnir 4,merin mín hún Fígúra og læðan mín hún Lotta.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Öll búr í auglýsingunni fáanleg ef annað er ekki tekið fram.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Hvað geta margir fiskar verið ca í minnsta búrinu á myndunum?

Hvar ertu ef mig langar að koma og skoða?

Einnig, er möguleiki á að fá lok á minnsta brúrið?

Notar maður dælu í svona lítið búr?



Vá ein alveg gersamlega glær, á bara hann Gulla Gullfisk í kúlu og langar frekar að fá búr og nokkra fiska í viðbót, barnið elskar að horfa á fiskinn. :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað geta margir fiskar verið ca í minnsta búrinu á myndunum?
Hvar ertu ef mig langar að koma og skoða?
Einnig, er möguleiki á að fá lok á minnsta brúrið?
Notar maður dælu í svona lítið búr?

Í búrinu geta verið nokkrir fiskar í minni kantinum eða 2-3 litlir gullfiskar.
Lok er ekki í boði hjá mér.
Dæla er alltaf kostur fyrir fiskana og gullfiskar verða mun hressari ef dæla er í búrinu.
Það er hægt að hringja og melda tíma til að skoða búrið, 699-0383, Hlynur.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:
Hvað geta margir fiskar verið ca í minnsta búrinu á myndunum?
Hvar ertu ef mig langar að koma og skoða?
Einnig, er möguleiki á að fá lok á minnsta brúrið?
Notar maður dælu í svona lítið búr?

Í búrinu geta verið nokkrir fiskar í minni kantinum eða 2-3 litlir gullfiskar.
Lok er ekki í boði hjá mér.
Dæla er alltaf kostur fyrir fiskana og gullfiskar verða mun hressari ef dæla er í búrinu.
Það er hægt að hringja og melda tíma til að skoða búrið, 699-0383, Hlynur.
Segðu mér þá eitt í viðbót, ég er með lítið búr, svipað á stærð og þitt minnsta nema það er eitthvað lægra.
Það búr er með loki, er hægt að ná festingunni, lokinu og umgjörðinni af þessu gamla og setja það á svona búr eins og þú ert með, búrið er nefnilega plast búr og það er bara ónýtt af rispum, ekkert gaman að nota það svona.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er ansi hæfileikaríkur en ég get engan vegin vitað hvort þetta sé framkvæmanlegt svona í gegnum tölvuna.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:Ég er ansi hæfileikaríkur en ég get engan vegin vitað hvort þetta sé framkvæmanlegt svona í gegnum tölvuna.
hehe iss, þú átt nú að vita þetta.

En nei það sem ég var kannski meira að spá, er hvort að þú vitir til að þetta hafi verið gert, að grindinni sé náð af og notað á annað búr til að geta notað lokið.

Annað, ertu í RVK eða ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er staddur í Reykjavík, nánar tiltekið Grafarvogi eins og glöggir sjá á prófílnum mínum. :)
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:Ég er staddur í Reykjavík, nánar tiltekið Grafarvogi eins og glöggir sjá á prófílnum mínum. :)
Já sæll, ég var ekkert farin að skoða neina prófíla.
En ég er allavega stödd í Gravarvoginum líka og mun þá hafa samband við þig. Takk fyrir.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vargur wrote:Ég er ansi hæfileikaríkur en ég get engan vegin vitað hvort þetta sé framkvæmanlegt svona í gegnum tölvuna.
Voðalega ertu Hógvær!! :oops:

En, áttu einhver búr á lausu u.þ.b 200-300 L?
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Engin búr stærri en 160 l á lausu.
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

búr til sölu

Post by krissag »

120 lítra búrið á 10.500 er það enn til? áttu þá til lok á það?
:)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: búr til sölu

Post by Vargur »

krissag wrote:120 lítra búrið á 10.500 er það enn til? áttu þá til lok á það?
:)
Auglýsingin er nokkuð skýr, meðan annað er ekki tekið fram þá eru búrin til og ef ekki er tekið fram að lok sé í boði með ákveðnu búri þá er það loklaust.

Óska framvegis eftir fyrirspurnum í einkapósti.
Salli
Posts: 138
Joined: 20 Jun 2009, 17:11
Location: Reykjavík

Re: Nokkur búr til sölu.

Post by Salli »

Ertu enn að framleiða búr?
-Salamöndrur
-Froskar
-Sniglar
-Fiskar
-Fuglar
-Mýs
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, meðan annað er ekki tekið fram.
M
Posts: 34
Joined: 23 May 2009, 23:23

Post by M »

hvenær heldurðu að þú eigir aftur 125 L búrin?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seinnipartinn í næstu viku vonandi.
Post Reply