Fiskaspjall.is

Umræður um fiska og vatnadýr
Núna er 21 Mar 2019, 12:01

Allir tímar miða við UTC Ísland
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 5 póstar ] 
Höfundur Skilaboð
PósturSent inn: 12 Ágú 2007, 22:56 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 29 Des 2006, 13:39
Póstar: 1004
Staðsetning: Reykjavík
Fjölbreytileiki síkliða

Af hinum níu ættum fiska sem finnast í Malawi vatni, þá er ein sem yfirgnæfir allar hinar í magni og fjölbreytileika, það er ætt síkliða. Í Afríku finnst þessi ætt fiska í flestum ám og einkum og sér í lagi í öllum stóru vötnunum. Síkliðurnar í Malawi vatni hafa komið sér þar fyrir og þróast í feiknamiklar svæðisbundnar tegundir, sem gerir það að verkum að þar er mest af síkliðum í allri Afríku. Síkliðurnar eru um það bil 85% af heildarfjölda fisktegunda í vatninu og með tilliti til tegunda, hvort sem um er að ræða síkliðutegundir eða aðrar tegundir, þá eru í Malawi vatni fleiri fiskategundir en í öllum öðrum vötnum í heiminum. Áætlað er að um það bil 800 tegundir síkliða séu í vatninu og af þeim er einungis búið að tegundagreina um 300, þannig að enn á eftir að flokka um 500 tegundir.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor


Síðast breytt af Rodor þann 30 Ágú 2008, 12:26, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 12 Ágú 2007, 23:59 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 29 Des 2006, 13:39
Póstar: 1004
Staðsetning: Reykjavík
Það eru tvær ættkvíslir af síkliðum sem finnast í Malawi vatni: Haplochromines og Tilapiines. Haplochromines eru yfirgnæfandi og eru um 99% af síkliðu fánunni, það eru aðeins fimm tegundir af Tilapiines. Haplochromines skiptist í þrjá hópa: Astatotilapia, Haplochromis og Mbuna hóp. Astatotilapia hópurinn inniheldur einungis eina ósvæðisbundna tegund, A. calliptera, hún er skyld síkliðunum í Viktoríu vatni, Edward vatni, George vatni, Kyoga vatni og Kivu vatni. Haplochromis hópurinn, sem er svæðisbundinn í Malawi vatni, inniheldur tegundir sem upp til hópa halda sig á opnum svæðum eða við sandbotna. Sem ungfiskar, fá þeir á sig silfraðan lit og óljósa eggjabletti á gotraufaruggan. Að lokum er það Mbuna hópurinn, sem einnig er svæðisbundinn við Malawi vatn, hann inniheldur tegundir sem halda aðalega til við grjót. Sem ungfiskar fá þeir á sig liti sem eru bláir, gulir eða brúnir og hafa venjulega áberandi eggjabletti á gotraufarugganum.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor


Síðast breytt af Rodor þann 30 Ágú 2008, 12:26, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 13 Ágú 2007, 00:47 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 29 Des 2006, 13:39
Póstar: 1004
Staðsetning: Reykjavík
Hin ættkvíslin sem finnst í Malawi vatni er Tilapiines. Tilapiines er hægt að flokka niður í tvo hópa, munnalara og hefðbunda hrygningafiska. Undirættkvíslar nafnið Nyasalpia er oftast notað fyrir svæðisbundinn tegundahóp af þremur náskyldum Oreochromis tegundum af fyrri hópnum. Það eru einhverjar deilur vegna þessa undirættkvíslar nafns, en það verður þægilegra að aðgreina þessar svæðisbundnu tegundir frá hinum. Oreochromis shiranus tilheyrir þessum fyrri hóp. Tilapia rendalli er eini fulltrúinn fyrir seinni hópinn, því hann er hefðbundinn hrygningafiskur. Þessar tvær síðastnefndu tegundir, þó þær haldi venjulega til í vatninu, þá eru þær ekki svæðisbundnar, því þær finnast annars staðar um Suður- og Austur Afríku.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor


Síðast breytt af Rodor þann 30 Ágú 2008, 12:26, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 14 Ágú 2007, 23:13 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 29 Des 2006, 13:39
Póstar: 1004
Staðsetning: Reykjavík
Vatnsgerð og umhverfi

Síkliðurnar í Malawi vatni lifa við allar hugsanlegar aðstæður í vatninu þar sem súrefni er að fá. Þar sem þetta er hitabeltisvatn, þá er vatnið með fasta lagskiptingu. Fyrsta lagið nær frá yfirborði niður á 75 m dýpi, annað lagið nær þaðan niður á 250 m dýpi og neðsta lagið frá 250 m niður á botn. Súrefni er aðeins í tveim efri lögunum. Sunnanvindur sem blæs eftir endilöngu vatninu veldur því efsta lagið streymir upp að norðurhluta vatnsins. Fyrir þessi áhrif vindsins þrýstist efsta lagið niður að miðlaginu og streymir suður. Í syðri hluta vatnsins rís svo vatnið í miðlaginu upp og flytur með sér næringarríkt vatn upp á grynningarnar. Þetta veldur því að mikið af næringarríku vatni er í suðurhlutanum og þar af leiðandi er meira æti fyrir alla í fæðukeðjunni, það eru miklu fleiri síkliðutegundir í þessum hluta vatnsins.
Síkliðurnar í vatninu hafa hagnýtt sér alla hugsanlega bústaði, svo sem að búa inni á milli grjóta, ofan á grjóti, yfir sandbotni, í gróðurbotni og jafnvel langt niðri í djúpinu. Sumar finnast nær eingöngu á um 250 m dýpi við endimörk súrefnisríks vatns. Tvær tegundir hafa jafnvel fundið sér bústað í tómum kuðungum!

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor


Síðast breytt af Rodor þann 30 Ágú 2008, 12:27, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 19 Ágú 2007, 02:34 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 29 Des 2006, 13:39
Póstar: 1004
Staðsetning: Reykjavík
Haplochromines er mikilvægasta ættkvísl síkliða í vatninu. Hver einasta tegund í þessari ættkvísl eru munnalarar. Allar síkliður hrygna og þeim er hægt að skipta í tvær megingerðir með tilliti til æxlunar. Ein tegundin hrygnir á botninn eða á einhverja festu þar sem hrognin klekjast, en hin tegundin hrygnir og hrognin klekjast svo í kjaftinum á þeim, venjulega er það hrygnan. Flestar tegundir munnalara hrygna á einhverskonar yfirborði, svo sem ofan á steinum eða ofan á sandinn og svo eru aðrar tegundir sem hrygna bara úti í miðju vatni án nokkurar botnfestu. Seiðaumhyggja er mismunandi milli tegunda. Sumar yfirgefa seiðin fljótlega eftir að þau hafa náð fullmótaðri lögun, aðrar tegundir hugsa um þau í nokkra mánuði og yfirgefa þau ekki fyrr en þau hafa náð um það bil 5 sm. lengd. Venjan er sú að hrygnan munnali hrognin að fullu, það hefur hinsvegar uppgötvast nýlega að risahængur af tegundinni Rhamphochromis sem veiddur var af miklu dýpi var með kjaftinn fullan af hrognum!
Tilapiines er ekki jafn mikilvæg ættkvísl með tilliti til fjöda tegunda, en hún er hinsvegar mikilvæg frá sjónarhóli fiskveiðimanna. Hinar þrjár svæðisbundnu Nyasalapia tegundir, sem allar eru munnalarar eru mikilvægir matfiskar. Hin staka ósvæðisbundna Oreochromis tegund (O. shiranus) er einnig munnalari. Tilapia rendalli er heldur ekki svæðisbundin og finnst um stóran hluta Mið- og Suður-Afríku. Hún er eina síkliðutegundin í vatninu sem er hefðbundinn hrygningarfiskur.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
Sýna pósta frá fyrri:  Raða eftir  
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 5 póstar ] 

Allir tímar miða við UTC Ísland


Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir


Þú getur ekki sent inn nýja pósta á þessu spjallborði
Þú getur ekki svarað í umræðum á þessu spjallborði
Þú getur ekki breytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki eytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki sent inn viðhengi á þessu spjallborði

Leit að:
Fara á:  
cron
POWERED_BY