Sveppasýkingar - Saprolegnia, bómullarsveppur

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Sveppasýkingar - Saprolegnia, bómullarsveppur

Post by Rodor »

Ég þýddi smá grein um sveppasýkingar. Sjálfsagt er þýðingin ekki fullkomin, en ef einhver vill bæta hana þá er það ágætt.

Saprolegnia - Bómullarsveppur

Sveppur er annar algengur sjúkdómur sem sækir á fiska. Flestar sveppasýkingar eru tengdar vatnsmyglu af tegundinni Oomycetes. Af mörgum mismunandi tegundum sveppa er Saprolegnia hvað þekktastur fyrir að sýkja fiska. Saprolegnia er þráðlaga sveppur og getur verið banvænn ef meðferð gegn honum byrjar ekki fljótt. Eins og með allar venjulegar myglur, þá nærist hann með því að dreifa meltingarensýmum umhverfis sig. Þessi ensým brjóta niður frumur og vefi þar sem þau eru. Sveppurinn sýgur svo til sín næringu eins og prótein og kolvetni.

Vatnsmyglur eru rotætur. Rotætur eru lífverur sem nærast á dauðu lífrænu efni, sem í þessu tilfelli er úrgangur fiska, óétið fóður, dauðir fiskar og þvílíkt. Þær eru samt sem áður tækifærissinnaðir sníklar, sem nýta sér þreytu og veikleika í fiskum. Vatnsmyglur eru gerðar úr flókaþráðum, sem kallaðir eru sveppaþræðir. Þegar fjöldi sveppaþráða vex, mynda þeir samanþjappaðan brúsk sem í heild sinni er kallaður mycelium eða mygla á íslensku. Þessi massi af sveppaþráðum er auðsjáanlegur án smásjár. Myglan fjölgar sér með því að spýta þúsundum gróa út í vatnið. Sveppagró eru alltaf til staðar í fiskabúrum og tjörnum og ekki er hægt að útrýma þeim.

Þessi sjúkdómur kemur oftast í kjölfar annarar sýkingar. Endrum og sinnum er eins og hann sé fyrsti sýkillinn sem sýkir fisk sem ekki hefur nýlega þjáðst af sýkingu, illri meðferð ofl. Ef fiskur er meðhöndlaður illa, getur ytri hluti roðsins skaddast. Þegar varnarlag roðsins skaddast eða fer af veitir það sveppum greiða leið inn. Hafið í huga að slæm vatnsgæði geta valdið því að sjúkdómar blossa upp. Lágur hiti getur einnig verið frumorsök.
Sveppir geta einnig sýkt hrogn, yfirleitt þau ófrjóvguðu, ef engin meðferð byrjar fljótt munu þeir einnig sýkja frjóvguðu hrognin. Sveppirnir eru eins og gráar eða hvítar skellur á fisknum. Í byrjun er vanalegast að saprolegnia sé á litlum afmörkuðum sýktum svæðum, en breiðist fljótlega hratt yfir allan bolinn og tálknin. Stundum geta verið bólgur en ef engin bakteríusýking er eru þær óalgengar.

Þið skuluð aldrei vanmeta hættuna af þessum sjúkdómi. Hættan við saprolegnia er vegna þess hversu hratt hún breiðist út og svæðinu sem hefur skaddast, það er ef prótein eða blóðvökvi hafa tapast. Sveppir geta verið erfiðir meðferðar, en við mælum með Maracyn, Maracyn II og Rid Fungus. Helmings vatnsskipti ætti að gera áður en lyf eru gefin, því ekki er æskilegt að skipta um vatn eftir að meðferð hefst, það veikir lyfjablönduna. Þegar meðferð er lokið ætti aftur að hafa helmings vatnsskipti til þess að hreinsa sem mest af lyfinu.

Þýtt af Rodor 2008

Heimild:
http://www.fishlore.com/aquariummagazin ... fungus.htm

Það má kannski bæta því við að kolafilter er rétt að fjarlægja áður en meðferð hefst, hann getur dregið úr virkni lyfja.
Last edited by Rodor on 27 Jun 2009, 12:02, edited 1 time in total.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Flott grein 8)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply