black molly - vill ekki sleppa seiðunum sínum

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
agnes björg
Posts: 62
Joined: 10 Jun 2010, 21:17

black molly - vill ekki sleppa seiðunum sínum

Post by agnes björg »

hæhæ, (ég vil byrja á að afsaka stafsetninguna mína, ég er nefnilega lesblind)

ég lét molly-ina mína í 10 lítra vötu eins og mælt er með hérna á síðunni... ég lét hana þarna ofan í 30 júlí en ekkert er búið að gerast enn. ég er búin að láta loftstein hjá henni.

hversu lengi á ég að láta hana vera þarna? svona max?


Svo langaði mig líka að spurja er bilið á milli gota eithvað nákvæmt? 30.júní gaut hin konana mín og er núna líka orðin svolítið feit er svona stutt á milli??semsagt gæti hun líka verið að fara gjóta?

étur hún seiðin sín sem eru orðin 1 mánaðar??
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ef að þú setur gotfiskana í fötu sem er ágætt alveg, þá mæli ég með að hafa nóg af Java mosa í fötunni og hafa fötuna í alveg myrkri (inn í skáp t.d.) til að minnka stress.

Molly, guppy, sverðdragar og platy gjóta allir með um mánaðar millibili. Hafðu hana bara þar til hún er búin að gjóta, þó ég myndi fara að sleppa henni aftur í búrið eftir svona 10 daga ef ekkert hefur gerst, þessir fiskar gjóta svo ört að það er hægt að stúdera hvenær fiskurinn gýtur næst.

Molly éta seiði sem þær koma upp í sig, ef seiðin eru orðin of stór til að komast upp í fiskinn ætti þetta að vera í lagi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
agnes björg
Posts: 62
Joined: 10 Jun 2010, 21:17

Post by agnes björg »

takk fyrir fljótt svar... ég nefnilega vill endilega stúdera hvenar hún gítur vegna þess að ég er með 2 búr eitt 250L og annað 90L seinast lét ég þá stærri í minna búrið og þá gaut hún bara eftir 3 daga svo lét ég hana aftur í stóra búrið en núna er allt fullt þar af seiðum í fyrsta skipti í 3 ár ... og ef hún er bara í stóra búrinu sé ég ekki einusinni seiði vegna þess að þau eru öll svo fljótt étin :S


seiðin eru svona 1 cm en þær eru svona 7 -8 cm koma þær þeim þá uppí sig ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég efa að þau komi þeim upp í sig, en þú getur prófað að setja 1 eða 2 og séð hvort þau lifi ekki örugglega af nóttina, ef það verður þá ætti allt að vera í fínasta lagi.
Þolinmæði er það eina sem dugar þegar kemur að slíku undaneldi.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sumar molly týpur gjóta með 40-60 daga millibili og td er algengur tími á milli gota hjá black molly um 40 dagar.
Post Reply