Malawi 128 ltr. - nýjar myndir og video

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Amateur
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2010, 16:17
Location: Kóp

Malawi 128 ltr. - nýjar myndir og video

Post by Amateur »

Daginn, var að skrá mig á spjallið hérna en búinn að fylgjast soldið með því, alveg frábær síða og fróðleg.

Er með 128 ltr. Akvastabil búr og langar núna í Malawi síkliður í búrið ... já ég veit að stærðin er ekki mikil en ætla samt :) Er búinn að vera með fiska í yfir 20 ár en hef einhvern veginn aldrei veitt Malawi neinn sérstakan áhuga fyrr en núna ;)

Fékk Johanni seiði frá félaga mínum og skellti þeim í búrið og er með Skalla sem láta þau alveg í friði, samt eru þau bara um 8-10 mm. Geri mér grein fyrir því að Skallinn þarf að víkja með tímanum ... ætla samt að sjá hvernig þetta þróast.

Pælingin var því að vera með Johanni og svo eru allar ábendingar vel þegnar hvað fer vel með þeim. Langar alveg svakalega í Yellow Lab, er það ekki bara besta mál?

Tvær myndir, sú neðri er með seyðinu. Og já ... það vantar grjót!

Image
Image
Last edited by Amateur on 09 Sep 2010, 14:21, edited 2 times in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Minka myndirnar takk.
Amateur
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2010, 16:17
Location: Kóp

Post by Amateur »

Vargur wrote:Minka myndirnar takk.

Ups ... búinn að breyta stærðinni, var ekki með þetta á hreinu, takk ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nokkrir Y. lab gætu jafnvel verið til frambúðar í þessu búri en johanni eiga líklega eftir að vera til vandræða.
Að mínu mati er búr með botnflöt 100x40 lágmark fyrir þessa fiska.
Amateur
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2010, 16:17
Location: Kóp

Post by Amateur »

Er eitthvað annað sniðugt sem gæti lundað við Y. lab í þessu búri haldiði?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

flestar Labidochromis tegundir Iodotropheus sprengerae, lanisticola og aðrar litlar mbunur
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Amateur
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2010, 16:17
Location: Kóp

Post by Amateur »

Takk Guðmundur.

Finnst Pseudotropheus demansoni mjög flottur, hvernig er hann með Y. Lab?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Amateur wrote:Takk Guðmundur.

Finnst Pseudotropheus demansoni mjög flottur, hvernig er hann með Y. Lab?
demansoni er lítill og flottur en því miður oftast hundleiðinlegur
við sína tegund og algengt að þeir drepi hvorn annan með tímanum
og í litlu búri eru meiri líkur heldur en minni
en því er ekki hægt að neita að þeir eru flottir
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Hann er virkilega flottur, ég er búinn að eiga einn svoleiðis í 2 ár og hann er voða góður í búrinu, en mér hefur oft verið sagt eins og Guðmundur var að segja að þeir eru ekkert sérlega góðir við hvora aðra.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Amateur wrote:Takk Guðmundur.

Finnst Pseudotropheus demansoni mjög flottur, hvernig er hann með Y. Lab?
Ég spurði um þetta í þræðinum um íbúar í 200L í aðstoð, og þar var mér tjáð að það gengi ekki upp :(
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Amateur
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2010, 16:17
Location: Kóp

Smá update

Post by Amateur »

Jæja, þá er aðeins búið að breyta í búrinu og setja fleiri fiska. Það sem er núna (allt seiði):

Yellow Lab nokkur stk
Demansoni 1 stk
Socolofi 4 stk
"Rusty" 3 stk
Johanni nokkur stk
Sp44 (fer úr búrinu)
Rostratus (fer úr búrinu)
Nyererei 1 stk
Anchistra 1 stk
Skalli (fer úr búrinu)

Samvistinn gengur mjög vel, nema að Skallinn er soldið böggaður ;) Þessi Demansoni er klárlega sá skemmtilegasti og auðvitað langflottastur.

Ég læt hér nokkrar myndir og svo eru líka linkar á 2 Full HD Video sem ég prufaði að henda á YouTube.

http://www.youtube.com/watch?v=eOoC9WYQzHM
http://www.youtube.com/watch?v=HJOwG-mwNbY

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

þetta er bara virkilega vel uppsett búr :)
Kv:Eddi
Karlo
Posts: 24
Joined: 27 Feb 2010, 13:03
Location: Reykjavík

Post by Karlo »

Glæsilegur þessi Demansoni!
Post Reply