Smá gestaþraut

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Smá gestaþraut

Post by pjakkur007 »

Þannig ar mál með vexti að ég á stóran SAE 10- 12 cm sem ég er með í gróðurbúrinnu mínu og nú langar mig að færa hann yfir í 450L búrið sem er svona bland í poka búr (samfélags búr) en það er allveg sama hvernig ég reini að fanga hann, ekkert gengur það sem ég er búinn að prufa er

Flöskugildra (veiddi alla fiskana nema þennan)
lagði stóran háf í bottnin og gaf í hann (fékk 5 corydoras + 2 ancirstur)
tók alla steinana uppúr og tæmdi helminginn af vatninu úr og reindi að háfa hann (Tetrurnar mínar eru að drepast úr taugaveiklun)

svo kann eitthver önnur ráð?

ps.
Mér datt meira að segja í hug að ryksuga hann upp með Rainbow ryksugu en þorði því ekki :oops:
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Fáðu vin þinn með þér og verið með 2 háfa, nærð honum fljótt :D
eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi »

eða bara taka 80% af vatninu og reyna síðan að ná fisknum :-)
Kv:Eddi
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ÞAð var mjög auðvelt að veiða sae-inn minn.... ...Þegar hann var DAUÐUR! :twisted:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Ég er með einn ca. 12 cm. og er kominn með fínt lag á að ná mínum.
Þar sem ég á bæði tvær hendur og tvo háfa (í stærri kantinum) dreg ég þá samhliða eftir búrinu, eeeen, ég minka yfirleitt vatnið í búrinu aðeins.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

ég náði honum loksins eftir miklar pælingar :)

þar sem þetta er Gróðurbúr gekk ekkert að ættla að háfa hann venjulega það er að renna háfnum í gegnum vatnið því hann lagðist bara a botnin og hló að mér og rendi sér svo undir steinahleðsluna og ef ég tók steinana úr faldi hann sig bara í gróðrinum :evil:

svo ég settist niður og fór a fylgjast með honum og tók eftir að hann synti oftast sömu leiðina ef hann varð hræddur þannig sð ég gaf slatta af botntöflum í búrið og beið :roll: á endanum fór hann að eta og þá setti ég stærsta háfin minn niður í búrið þannig að hann lokaði báðum flótta leiðum að grjóthleðsluni og viti menn þegar fiskurinn tók eftir því lagðist hann beint á botnin oghvarf í gróðurinn svo ég sótti annan lítin háf og potaði í SAEinn þannig að hann þaut af stað og beint inní stóra háfinn sem ég kippti upp um leið og skutlaði honum yfir í 400l búrið :lol:

en sem sagt tókst á endanum
takk samt fyrir ráðin
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flottur ! Þetta er ágætis trikk.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta virkar yfirleitt á endanum að setja háfa fyrir alla felustaði, man þegar ég var að veiða Tang uppúr 720 lítra sjávarbúrinu uppí Dýragarði, var búinn að setja um 13 háfa fyrir alla hella og felustaði í búrinu, sett svo háf ofaní og hristi og hann fór beint inní einn af þessum 13 hehe var búinn að vera nánast heilan vinnudag að reyna taka hann uppúr.
Minn fiskur étur þinn fisk!
egg27
Posts: 44
Joined: 23 May 2009, 12:48

Post by egg27 »

Arnarl wrote:Þetta virkar yfirleitt á endanum að setja háfa fyrir alla felustaði, man þegar ég var að veiða Tang uppúr 720 lítra sjávarbúrinu uppí Dýragarði, var búinn að setja um 13 háfa fyrir alla hella og felustaði í búrinu, sett svo háf ofaní og hristi og hann fór beint inní einn af þessum 13 hehe var búinn að vera nánast heilan vinnudag að reyna taka hann uppúr.
Að ná saltvatns fiskum er alltaf mun erfiðara.. finnst fárr meira pirrandi en litlir damselar sem komast inn í öll skot...
Post Reply