Kettlingar leita að góðu heimili, vanir flestum dýrum :)

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
maria169
Posts: 103
Joined: 13 Feb 2010, 18:09

Kettlingar leita að góðu heimili, vanir flestum dýrum :)

Post by maria169 »

Ég er með 3 kettlinga sem leita að heimili, ég ætlaði að halda eftir 2 en sé ekki framá að geta það.
Þetta eru 2 fressar og ein læða, yndisleg í alla staði. Þau er vön hundum og elska að leika við þá, búa með 2 stórum rottweiler tíkum Þau eru óbólusett og ormahreynsuð en ef þau verða ekki komin með heimili fljótlega mun ég fara með þau í það og "selja" þau þá fyrir þeim kostnað Það fylgir með þeim ól, brún og grá með strákunum en ótrúlega flott fjólublá leopardo á stelpuna
Ég get selt með einn stórann klórustaur sem ég keypti og hefur verið notaður í 2 vikur og lokað hornklósett eða sér.

Læðan er svört og er kölluð Assýra, hún er ofvirk með öllu og elskar að leika, en kemur þó í kúr við og við Hún er mjög þæginleg í umgengni og myndi henta fólki sem er lítið heima vel! Hún er alger andstæða við bræður sína sem eru svona rólegri, en hún er alger prakkari og þvílíkt gaman af henni! Finst gaman að troða sér undir sængina og lyggja þar alger krúttbomba
Annar högninn er svartur og hvítur, snögghærður með risa stór augu sem bræða alveg í gegn! Hann er kallaður Íkarus eða Quasi modo (ekki af því að hann sé ljótur, heldur finst kallinum mínum það ótrúlega fyndið) hann er merkilega andlitsfríður þetta grey, hann er afskaplega kelinn og finst voða gott að lyggja hjá manni og vera með í öllu sem maður er að gera. Hans uppáhaldsstaður er að sofa ofaná manni En hann er líka til í að leika og smá fjör. Tekur alltaf á móti manni þegar maður kemur heim og finst afskaplega gaman að spjalla við mann algert yndi!
Hinn fressinn er svartur og hvítur, loðinn með fyndnar doppur á nefinu Kallaður spartaqus, Hann elskar kúr og finnst afskaplega gaman að gefa manni kossa Á sama tíma og honum finst gaman að leika

Þau eru öll yndi! og ég eins og ég sagði ætlaði að halda 2 en gat eingan vegin gert uppá milli þau eru svo einstök á sinn hátt Og af því að þau hafa verið með hundum eru þau einstaklega merkileg í hegðun..

Þau eru fædd á aðfangadag og hafa alltaf verið hjá mér, mamma þeirra fór þegar þau voru orðin 8 vikna (mamman kom í fóstur og átti kettlinga hjá mér)

Þetta eru þessir kettir sem eru miklu meira en bara kettir Og ég á eftir að sjá mikið eftir þeim! þessvegna mun ég leggja áherslu á fullkomið heimili! þau fara EKKI hvert sem er og fara bara þangað sem fólk viriklega gerir sér greyn fyrir því hvað er að eiga dýr! dýr eru ekki stofupunkt og þurfa sína athygli. Þau eru líka ekki eithvað sem þú færð þér og losar þig við þegar þau eru orðin fullorðin !!
Ég set sem skilirði að fólk haldi þeim inni til amk. 7-9 mánaða (verða hræddari við bíla ofl.) og geldi, enda óþarfi að koma með fleiri kettlinga á þessa litlu eyju sem er með offramboð á kisum!
Gelding hefur mun fleiri kosti en galla, t.d. minka líkur á krabbameinum ásamt því að dýrið er ekki alltaf í vítahring hormóna! Læður þurfa ekki að eignast kettlinga einu sinni, enda eins og með okkur fer got ekki vel með læðurnar. Og kettir verða EKKI feitir og latir af geldingu

Endilega kíkjið í heimsókn og fáið að hitta þau og kynnast þeim! það mun einginn sjá eftir þessum elskum Ég er í Rvk og er hægt að senda mér mail á mariarottie@gmail.com fyrir myndir og frekari upplýsingar, og símanr.

Ég svara ekki auglýsingum sem gefa mér ekki upp helstu upplýsingar um heimilis aðstæður, svo sem vinnutíma, staðsetningu, leifi fyrir dýrahaldi, fjölskyldumeðlimir á heimilinu, hvort það séu líkur á flutningi í framtíðinni hvort það sé eithvað um ofnæmi á heimilinu/í fjölskyldunni, aldur og reynslu. Því meira því betra

eins og ég sagði þá vil ég gott ábyrgt heimili,enda fullt af kettlingum því miður og ég vil ekki sjá þau fara á flakk eftir nokkrar vikur Ég veit að þessi auglýsing er að biðja um mikið, en mér er bara sama, því ég vil bara það besta fyrir bollurnar mínar enda eiga þau ekkert minna skilið!

Myndir er hægt að sjá hér : http://bland.is/messageboard/messageboa ... #m23625821
--Kveðja María--
In my defence, I've done alot worse!
Post Reply