Aquaponics

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Aquaponics

Post by sindris »

Góðan dag!

Hefur einhver hérna reynslu af því að setja upp aquaponics kerfi?

Mig langar til að byrja með að prófa að byggja upp kerfi með einum eða tveimur rúmlega hundrað lítra búrum en ég veit ekki alveg hvaða fiska ég ætti að hafa í búrunum.

Image

Sindri
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Aquaponics

Post by Guðjón B »

Ertu að fara að raækta eitthvað ólöglegt? Ég man eftir einhverjum svipuðum myndum úr fréttunum... :roll: :D
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Aquaponics

Post by Ási »

Mér finnst þeta líta skringilega ólöglega út?
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Re: Aquaponics

Post by sindris »

Hehe neinei það var nú ekki pælingin sko.

Held að ég byrji nú bara á einhverju eins og kryddjurtum og káli og sé hvernig það virkar.


Image
Þetta er svona svipað og það sem ég er að pæla.
Fiskar og grænmeti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Aquaponics

Post by keli »

Gullfiskar eru fínir í þetta. Þetta er stundum vesen samt útaf því að þú getur ekki verið jafn duglegur með næringuna útaf fiskunum. Flestir láta duga að gera svona hydroponic kerfi bara án fiskanna :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Re: Aquaponics

Post by sindris »

Já hugmyndin var að sleppa því að láta næringu og láta úrganginn sem kemur frá fiskunum nægja sem næringu fyrir plönturnar. Plönturnar (eða ræturnar þ.e.) hreinsa svo vatnið eins og um tunnudælu væri að ræða.
Fiskar og grænmeti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Aquaponics

Post by keli »

sindris wrote:Já hugmyndin var að sleppa því að láta næringu og láta úrganginn sem kemur frá fiskunum nægja sem næringu fyrir plönturnar. Plönturnar (eða ræturnar þ.e.) hreinsa svo vatnið eins og um tunnudælu væri að ræða.
Þú verður að setja næringu, annars vantar plöntunum efnin sem þær þurfa til að vinna úrgangsefni fiskanna úr vatninu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ferret
Posts: 24
Joined: 08 Jan 2011, 23:05

Re: Aquaponics

Post by Ferret »

Það er hægt að nota einungis úrganginn úr fiskunum, það er aðeins mismunandi "góður skítur" eftir því hvernig fiska er verið að nota og því hvaða fæði þeir fá.

Það eru bakteríur sem brjóta niður úrgang fiskanna niður og leysa því þau næringar efni sem plönturnar þurfa. Í flestum tilfellum eru öll næringarefni sem plantan þarf en ég hef enn ekki fundið lista yfir næringarinnihald úrgangsins.

Til sameldis henta salat plöntur alveg einstaklega vel því þær þurfa mikið vatn en litla næringu.

Hægt er að fá meiri upplýsingar á http://www.facebook.com/profile.php?id= ... 34&sk=wall og ég er einnig að setja upp spjall á http://www.groandinn.is/cms/spjallbord/ ... =viewtopic

Mörður Gunnarsson Ottesen (Moli)
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Aquaponics

Post by Ási »

það er aðeins good shit ef þú þýðir þetta!
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Post Reply