Var að fá mér fiskabúr og nokkrar fiska.

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
NEON
Posts: 1
Joined: 23 Jul 2011, 00:59

Var að fá mér fiskabúr og nokkrar fiska.

Post by NEON »

Ég var að fá mér 54ltr. fiskabúr, 4 gúbbý og 4 Neon fiska.

Langar fá það á hreint hvernig skal sinna þeim.

Hversu oft og mikið á ég að gefa þeim að borða?
Þarf ég að hafa eitthvað annað í huga en að gefa þeim að borða og þrífa búrið reglulega?
Hvaða hitastig á að vera nákvæmlega?
Þegar ætla að þrífa steinana á botninum og skipta um vatn, hvernig gerir ég það?

Endilega ekki halda því fram að ég hafi fengið mér fiska án þess að hafa græna hugmynd hvernig eigi sinna þeim, vill vera öruggur um að ég sé að gera rétt.
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Var að fá mér fiskabúr og nokkrar fiska.

Post by igol89 »

24-26 gráður er fínn hiti á vatninu.
ágætt að gefa þeim 2 á dag og bara mjög lítið í einu. ef þú gefur of mikið þá kemur fungus á afgangs matinn og eyðileggur vatnsgæðin.
ágætt er að kaupa sér malarsugu til að þrífa mölina og gera þá vatnaskipti í leiðinni og þá 20-30% á vikufresti.
http://www.youtube.com/watch?v=4mvhq69bs7k
hérna er video hvernig á að þrífa möl með malarsugu.
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Var að fá mér fiskabúr og nokkrar fiska.

Post by Frikki21 »

Hvað er hægt að vera með marga gúbbý og neon tetrur í 54 l búri ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Var að fá mér fiskabúr og nokkrar fiska.

Post by igol89 »

það er alltaf fallegt að sjá neon tetrur í torfu og í svona litlu búri held ég að 10 stykki sé fínt... með gúbbíanna þá ættiru bara að bíða og sjá því þeir eru ótrúlega fljótir að fjölga sér. en heildarfjöldinn í svona búr með gúbbí og neon ætti að vera fínn í kringum 25 stykki
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Post Reply