Lýsing

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
ajonsson
Posts: 13
Joined: 15 Jun 2011, 12:04
Location: Garðabær

Lýsing

Post by ajonsson »

Það er talað um að hæfileg lýsing sé á bilinu 8 - 12 klst á sólarhring.
Er betra að það í einum skammti eða mætti láta loga t.d. 8 - 12 og svo aftur 16-22?
Ruglar það kannski fiskana?
Ágúst
User avatar
ajonsson
Posts: 13
Joined: 15 Jun 2011, 12:04
Location: Garðabær

Re: Lýsing

Post by ajonsson »

Er enginn sem getur frætt mig um það hvort það þurfi að vera kveikt á búrinu samfleytt eða hvort það megi skipta því í tvennt yfir daginn? Einhver, please :-)
Ágúst
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Lýsing

Post by Ási »

En afhveju ættiru að gera það?
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
ajonsson
Posts: 13
Joined: 15 Jun 2011, 12:04
Location: Garðabær

Re: Lýsing

Post by ajonsson »

Langar til að njóta þess að hafa kveikt á búrinu um morguninn þegar ég er heima og eins um kvöldið.
Ágúst
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Lýsing

Post by prien »

Ég hef lesið um það fólk slökkvi ljósin í 2 tíma um miðjan ljósatimann á ný uppsettum búrum, þá sem hjálpartæki í baráttu við þörung.
Það á að fara illa í þörung en ekki hafa nein áhrif á plöntur.
Ég veit um tilfelli, þar sem fólk hefur bara kveikt á búrunum þegar það er heima hjá sér og get ekki séð að það hafi gert fiskunum einhvern skaða.
Þetta eru reyndar ekki gróðurbúr.
500l - 720l.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Lýsing

Post by Elma »

Það er allt í lagi að skipta ljósatímanum upp.
ég er með 240L búr og það kviknar á ljósunum kl 11 og slokknar aftur kl. 13.
Svo kviknar aftur um kl 17 og slokknar um kl.23.
ég er með gróður í búrinu og honum verður ekki meint af þessu.
Fiskarnir venjast þessu fljótt.
út í náttúrunni þá koma ský og skuggar yfir vatnið yfir daginn,
þannig að fiskarnir ættu ekki að kippa sér upp við þetta
og þetta ætti ekki að vera óeðlilegt fyrir þeim.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
ajonsson
Posts: 13
Joined: 15 Jun 2011, 12:04
Location: Garðabær

Re: Lýsing

Post by ajonsson »

Takk Elma!
Ég er með þetta þannig núna að það er kveikt milli kl 12-20 þannig að maður er ekki að njóta þess á morgnana og kvöldin. Breyti þessu hið snarasta...
Ágúst
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Lýsing

Post by keli »

Þetta er í góðu lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply