Magn salt við vatnsskipti

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Magn salt við vatnsskipti

Post by Guðný Linda »

Mig langar að vita hvað er aftur æskilegt að setja mörg gr. af Kötlu grófa saltinu á móti hverjum lítra/lítrum við reglubundin vatnsskipti í ferskvatnsbúri. Töluvert langt síðan mér var ráðlagt einhver viss tala, en man hana ekki lengur, og hef slumpað pínuponsu síðustu skiptin og allt verið í góðu lagi. Væri líklega skynsamlegra að gera þetta almennilega. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Magn salt við vatnsskipti

Post by keli »

Þú þarft ekkert að vera með salt í búrinu nema það séu einhver vandræði í því. Ef það eru einhverjar sýkingar í gangi þá set ég 2-4 grömm per lítra. Jafnvel uppí 5gr á lítra ef ég er í tómu rugli :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply