HJÁLP! Tunnudælan lekur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
bine
Posts: 72
Joined: 15 Jan 2008, 13:13

HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by bine »

Tunnudælan er farinn að leka hjá mér.
Er gott að bera vaselín eða eitthvað annað á gúmíþéttihringina?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by Vargur »

Hvernig dæla er þetta og hvar er lekinn ?
User avatar
bine
Posts: 72
Joined: 15 Jan 2008, 13:13

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by bine »

Þetta er Eheim pro 3 2075 og virðist leka með lokinu. Það er einhver gúmmí þéttihringur þarna á milli sem ég held að sé að klikka. Er búinn að taka dæluna í sundur og þrífa allt og prófaði að sjóða gúmmí hringinn :? (fannst eins og ég hefði einhvetíman heyrt að það gæti hjálpað). Er búinn að setja hana ofan í bala og aftur í gang en hún er ennþá að leka. Þetta helvíti er búið að eyðileggja skápinn undir búrinu og parketið.
:grumpy: Eheim er RUSL!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by keli »

Það þarf að viðhalda pakkningunni á öllum dælum, sama hvort þær heita eheim eða eitthvað annað. Þegar pakkningin er orðin það léleg að hún er farin að leka þá er það venjulega orðið of seint og maður þarf að kaupa nýja pakkningu. Ef maður tekur pakkninguna úr í hvert (eða annað hvert) skipti þegar maður opnar dæluna og makar feiti á hana (sem fylgir með dælunni), þá kemur maður í veg fyrir svona og pakkningin heldur jafnvel í tugi ára. Gúmmi er "fljótt" að skorpna án viðhalds og þessvegna kemur þetta fyrir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
bine
Posts: 72
Joined: 15 Jan 2008, 13:13

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by bine »

Fygldi ekkert feiti með dælunni. En er ekki hægt að kaupa þetta einhvestaðar?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by prien »

bine wrote:Fygldi ekkert feiti með dælunni. En er ekki hægt að kaupa þetta einhvestaðar?
Þú getur ef þú vilt, fengið sérstaka Eheim feiti fyrir o hringi í dýraríkinu.
Smá bréf kostar eitthvað um 800 kr.
Líklegast eru o hringirnir samt orðnir ónýtir.
500l - 720l.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: HJÁLP! Tunnudælan lekur

Post by keli »

Það fylgir svona bréf með öllum nýjum eheim tunnudælum:
Image

Í leiðbeiningunum stendur hvað maður þarf að nota feitina oft á pakkninguna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply