SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Guðný Linda »

Er með 1 SAE í 54 l. búrinu. Hann er búinn að vera sprækur hingað til, synt og sprellað um búrið alla daga. Hef átt hann örugglega í ca. 9 mánuði og aldrei orðið misdægurt. Svo seinnipartinn í dag er hann búinn að vera furðu rólegur, bara legið og á rótinni, reyndar með svaka bumbu eins og hann hafi étið yfir sig. Ég setti rúmlega hálfa fóðurtöflu um hádegisbilið í búrið sem var líka ætluð fyrir 2 cm Ancistruseyði sem ég er líka með. Hann sýndi henni strax mikinn áhuga og át (hann hefur ekki fengið svoleiðis fyrr hjá mér). Nú er ræfillinn minn kominn undir dæluna hún er ca 8 cm frá botni búrsins, þar er hann lóðréttur alveg úti í horni, en hefur líka farið á rótina.
Ég gerði ca. 40 % vatnsskipti í gærkvöldi. pH í dag var 7,5 mældi nitratið líka og það var reyndar tæpl 25 mg/l. Hitinn er 26 °C.
Á ég að skella mér í enn meiri vatnsskipti eða hvað? :roll:
Bara svo það komi fram þá skipti ég um rúml. 50% vatnsins í síðustu viku og búrið búið að vera í góðu standi, nema núna er nitratið komið í þetta. Samt er ég að gefa eins lítið og ég kemst upp með. Mjög fáir fiskar í búrinu.
Kv. Guðný
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Tango »

ég hef átt annsi marga sae og þeir hafa allir "chillað" af og til eins og þú lýsir, kanski hefurðu bara ekki verið að horfa á hann akkúrat þá hmmm ;)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by keli »

Bumban er áhyggjuefni - áttu nokkuð frosnar grænar baunir? Getur prófað að sjóða 1stk í hálfa mín, taka hýðið af henni og setja í búrið. Það virkar losandi og getur lagað þetta ef það er einhver stífla í fisknum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Guðný Linda
Posts: 20
Joined: 03 Oct 2011, 13:39

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Guðný Linda »

Sælir

Í dag er allt annað að sjá hann, núna er hann orðinn "eðlilegur" um kviðinn/magann, ekki svona úttroðinn að sjá. Hann er farinn að synda um búrið. Kemur að glerinu þegar ég kem og fer svo niður að fóðurtöflunni (hún er lengi að leysast upp) hún liggur á botninum alveg við glerið og er að troðast niður með mölinni. Hann reynir eins og hann getur að ná einhverju að éta af henni, gengur illa því hún er orðin svo skorðuð við glerið og mölina. Svo syndir hann upp og horfir á mig eins og hann spyrji: á ekki að hjálpa mér eða...? Ég held hreinlega að hann hafi étið yfir sig og þyki fóðurtaflan svona hrikalega góð. Rétt eins og ég borða yfir mig af jólamatnum á jólunum. :lol:

Ég á ekki frosnar grænar baunir, en takk fyrir ábendinguna, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. :-)

Takk fyrir hjálpina strákar.
Kv. Guðný.
User avatar
Bjólfur
Posts: 44
Joined: 01 Sep 2010, 17:48
Location: Hfj

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Bjólfur »

Þetta er akkurat það sem er að Svart neon tetrunni minni! Svaka bumba (mjúk að koma við)

Tók hana úr búrinu og setti hana í sér "krukku" með salti í .. Þegar hún var í búrinu þá hékk hún alltaf miðsvæðis í búrinu (ss ekki uppi né niðri) og "andar" mjög ört ..

hugsa um að prufa baunina:)
Kv
Anna

100L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by keli »

Bjólfur wrote:Þetta er akkurat það sem er að Svart neon tetrunni minni! Svaka bumba (mjúk að koma við)

Tók hana úr búrinu og setti hana í sér "krukku" með salti í .. Þegar hún var í búrinu þá hékk hún alltaf miðsvæðis í búrinu (ss ekki uppi né niðri) og "andar" mjög ört ..

hugsa um að prufa baunina:)
Svart neon étur ekki baunir.. Ég myndi farga henni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bjólfur
Posts: 44
Joined: 01 Sep 2010, 17:48
Location: Hfj

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Bjólfur »

Haha bara svona allar svart neon tetrur in general ?
Kv
Anna

100L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by keli »

Bjólfur wrote:Haha bara svona allar svart neon tetrur in general ?
Hún er frekar ólíkleg til að vilja græna baun... Gefðu henni 1-2 daga og ef hún er ekki búin að losa sig við bumbuna þá borgar sig líklega að farga henni - og vona að hún sýki ekki hinar af því sem hún er með.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Sibbi »

Er hún ekki bara svona hroggnafull?, þær verða svona hjá mér þegar þær verða hrognafullar, SVAKA bumba, svo hryggna þær einhverstaðar og eru svaka sexí daginn eftir 8)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Bjólfur
Posts: 44
Joined: 01 Sep 2010, 17:48
Location: Hfj

Re: SAE, át hann yfir sig eða hvað?

Post by Bjólfur »

Tetran? nei hún dó en var allveg ótrúlegaa lífseig.. bjóst við að hún myndi drepast fljótlega en hún hékk inni í allavega viku, var farin að spá í að farga henni. En hún var full af vökva þeas ég ath það eftir að hún dó..
Kv
Anna

100L
Post Reply