Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by moez »

Sæl öll

Fór út í búð um daginn og ætlaði að kaupa skáp frá Juwel undir búrið mitt. Hann var hvergi til svo ég ákvað að smíða hann sjálfur.

Kostnaður:
MDF plata 125x280 cm keypt í Múrbúðinni lang ódýrast þar eða 6400 kr.
1l af grunni og 1l af lakki einnig keypt í Múrbúðinni lang ódýrast hjá þeim eða 3000 kr fyrir bæði
Lakk rúlla og pensill 1500 kr. ódýrast í Múrbúðinni
Höldurnar keypti ég í IKEA fyrir 990 kr.
Lamir í hurðarnar keypti ég einnig í IKEA því þær er ódýrastar þar eða 1000 kr. fyrir 4 stk.
Skrúfur til að skrúfa saman skápinn keypti ég í Húsasmiðjunni fyrir 460 kr.
Keypti bora til að bora fyrir skrúfurnar í Húsasmiðjunni 500 kr.
Bor til að bora fyrir lömunum var ódýrastur í Verkfæralagernum eða 1100 kr.

Samtals: 14.950 kr.
Orginal skápur frá Juwel kostar 30.000 kr.

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by Squinchy »

Þrusu flottur skápur!
Kv. Jökull
Dyralif.is
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by moez »

Takk fyrir það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by keli »

Vel gert! Hvernig gekkstu frá lömunum (mynd? :))
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by moez »

Sæll

Eins og kemur fram hér að ofan þá fór ég og keypti sér bor til að bora fyrir lömunum og kostaði hann 1100 kr. í verkfæralagernum. Þessar venjulegu lamir eins og í IKEA er hægt að fá með 30mm festingu eða 35mm. Svo bara kaupa réttan bor.

Image
User avatar
casmak
Posts: 75
Joined: 03 May 2011, 09:24
Location: Hafnarfjörður

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by casmak »

Vel gert alltaf gaman að sjá DIY, hvernig festir þú hliðarnar við botnstykkið, ertu með skrúfur eða trétappa, sjást ekki skrúfugötiin á hliðinni
4x200l Rekki.
180l ónotað
Canon EOS 500D EF-S 18-55mm

viewtopic.php?f=2&t=12580
moez
Posts: 22
Joined: 26 Dec 2008, 21:54

Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.

Post by moez »

Sæll

Hliðarnar eru festar í botnplötuna neðan frá með skrúfum og sjást því engar skrúfur. Einu skrúfugötin sem sáust voru þær sem festa bakplötuna en ég skrúfaði þær 2mm inn í mdfið og spasslaði svo yfir. Sést ekkert núna.

Kveðja
MoeZ
Post Reply