Sæl öll
Fór út í búð um daginn og ætlaði að kaupa skáp frá Juwel undir búrið mitt. Hann var hvergi til svo ég ákvað að smíða hann sjálfur.
Kostnaður:
MDF plata 125x280 cm keypt í Múrbúðinni lang ódýrast þar eða 6400 kr.
1l af grunni og 1l af lakki einnig keypt í Múrbúðinni lang ódýrast hjá þeim eða 3000 kr fyrir bæði
Lakk rúlla og pensill 1500 kr. ódýrast í Múrbúðinni
Höldurnar keypti ég í IKEA fyrir 990 kr.
Lamir í hurðarnar keypti ég einnig í IKEA því þær er ódýrastar þar eða 1000 kr. fyrir 4 stk.
Skrúfur til að skrúfa saman skápinn keypti ég í Húsasmiðjunni fyrir 460 kr.
Keypti bora til að bora fyrir skrúfurnar í Húsasmiðjunni 500 kr.
Bor til að bora fyrir lömunum var ódýrastur í Verkfæralagernum eða 1100 kr.
Samtals: 14.950 kr.
Orginal skápur frá Juwel kostar 30.000 kr.
Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Takk fyrir það.
Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Vel gert! Hvernig gekkstu frá lömunum (mynd? )
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Sæll
Eins og kemur fram hér að ofan þá fór ég og keypti sér bor til að bora fyrir lömunum og kostaði hann 1100 kr. í verkfæralagernum. Þessar venjulegu lamir eins og í IKEA er hægt að fá með 30mm festingu eða 35mm. Svo bara kaupa réttan bor.
Eins og kemur fram hér að ofan þá fór ég og keypti sér bor til að bora fyrir lömunum og kostaði hann 1100 kr. í verkfæralagernum. Þessar venjulegu lamir eins og í IKEA er hægt að fá með 30mm festingu eða 35mm. Svo bara kaupa réttan bor.
Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Vel gert alltaf gaman að sjá DIY, hvernig festir þú hliðarnar við botnstykkið, ertu með skrúfur eða trétappa, sjást ekki skrúfugötiin á hliðinni
Re: Smiðaði skáp undir Juwel búrið mitt.
Sæll
Hliðarnar eru festar í botnplötuna neðan frá með skrúfum og sjást því engar skrúfur. Einu skrúfugötin sem sáust voru þær sem festa bakplötuna en ég skrúfaði þær 2mm inn í mdfið og spasslaði svo yfir. Sést ekkert núna.
Kveðja
MoeZ
Hliðarnar eru festar í botnplötuna neðan frá með skrúfum og sjást því engar skrúfur. Einu skrúfugötin sem sáust voru þær sem festa bakplötuna en ég skrúfaði þær 2mm inn í mdfið og spasslaði svo yfir. Sést ekkert núna.
Kveðja
MoeZ