gúbbí hjálp

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
ingibjorg.osk
Posts: 4
Joined: 12 Nov 2011, 20:29

gúbbí hjálp

Post by ingibjorg.osk »

hæhæ :]

ég var með 250 lítra fiskabúr í mörg ár með stórum gullfiskum en hætti eftir að frænka mín "passaði uppá" fiskana mína meðan ég var í danmörku & dæluslangan losnaði neðanfrá & dældist þá vantið UPPÚR búrinu.. allir fiskarnir dauðir & parketið ónýtt.. ;/

núna nokkrum árum seinna er ég að byrja aftur & ákvað að byrja bara með e'ð simple þannig ég er með 30 l búr með gúbbí fiskum & java mosa :] ég er búin að vera með þetta núna í svona 2 mánuði tops.. ég er með seiðabúr núna með 36 seiðum í, svo er ég með 2 fullvaxna karla & 4 kerlingar.. vandamálið hjá mér er að það er búið að narta alveg svakalega af sporðinum á öðrum karlinum mínum, en nákvæmlega EKKERT búið að narta á hinum karlinum.. ég var að pæla hvort það væri e'ð sem ég er að gera vitlaust sem ég er bara ekki að gera mér grein fyrir? eða hvort þetta tengist honum? hvort ég sé með of fáar kerlingar?

Ég set reglulega agúrkubita & svo er ég með þurrfóður..

Væri gott að fá svör frá reyndum einstaklingum :]
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: gúbbí hjálp

Post by keli »

Eru bara gúbbífiskar í búrinu? Ef svo er þá er fiskurinn líklega með fin rot, sem er venjulega út af slæmum vatnsgæðum (algengt í tiltölulega ný uppsettum búrum). Hvað skiptirðu oft um vatn og um hvað mikið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ingibjorg.osk
Posts: 4
Joined: 12 Nov 2011, 20:29

Re: gúbbí hjálp

Post by ingibjorg.osk »

já ég er bara með gúbbí fiska.. & ég skipti bara um svona sirka 1 vatnskönnu annan hvern dag.. veit ekkert hvort það sé rétt eða ekki, systir mín sagði bara að það ætti að vera nóg þegar ég var að setja þetta upp.. ;/ hversu mikið á ég að vera að skipta

en er e'ð sem ég get gert í þessu fin rot? & smitast það? ég meina greyjið hættir að geta synt með þessu áframhaldi ;/
ingibjorg.osk
Posts: 4
Joined: 12 Nov 2011, 20:29

Re: gúbbí hjálp

Post by ingibjorg.osk »

keli wrote:Eru bara gúbbífiskar í búrinu? Ef svo er þá er fiskurinn líklega með fin rot, sem er venjulega út af slæmum vatnsgæðum (algengt í tiltölulega ný uppsettum búrum). Hvað skiptirðu oft um vatn og um hvað mikið?
& annað, hvernig athuga ég vatnsgæðin hjá mér? minnir að í gamla daga hafi ég alltaf verið með e'hskonar "kit"..
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: gúbbí hjálp

Post by Frikki21 »

Þú getur keypt mælingar kit í dýrabúðum, en þú ert alveg að skipta nógu oft um vatn. Hefuru ekkert tekið eftir því hvort að það sé einhver fiskur ekki bara að narta í sporðinn ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: gúbbí hjálp

Post by Vargur »

Það er ekki víst að það sé nóg að skipta um eina vatnskönnu annan hvern dag.
Ég mundi mæla með því að þú skiptir út 50% eða meira af vatninu vikulega.
ingibjorg.osk
Posts: 4
Joined: 12 Nov 2011, 20:29

Re: gúbbí hjálp

Post by ingibjorg.osk »

Frikki21 wrote:Þú getur keypt mælingar kit í dýrabúðum, en þú ert alveg að skipta nógu oft um vatn. Hefuru ekkert tekið eftir því hvort að það sé einhver fiskur ekki bara að narta í sporðinn ?
Allavega ekkert sem ég hef orðið vitni af sko ;/ en ok ég stekk útí dýrabúð á morgun :]
Vargur wrote:Það er ekki víst að það sé nóg að skipta um eina vatnskönnu annan hvern dag.
Ég mundi mæla með því að þú skiptir út 50% eða meira af vatninu vikulega.
ok takk fyrir þetta :] ég geri það þá ;]
Post Reply