Að leika við fiska

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sandran
Posts: 36
Joined: 14 May 2009, 23:43
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Að leika við fiska

Post by Sandran »

Ég á tvo hunda og öðrum þeirra finnst mjög gaman að elta leiser ljós, hinn hundurinn sér ekki ljósið og heldur að félagi sinn sé orðinn eitthvað klikkaður þegar hann er að eltast við þetta. Þá fór ég að pæla hvort að fiskarnir sæju þetta ljós og beindi því á búrið, í fyrstu voru kardinála tetrurnar mjög forvitnar en svo föttuðu skalarnir þetta og syntu eins og brjálaðir á eftir þessu.

Það er hins vegar spurning hvort þetta flokkist undir leik eða stríðni.. ég er ekki alveg viss, en þetta fær þá allavega til að hreyfa sig og verða mjög forvitna þannig að það er alla vega ekki neitt slæmt held ég.. eða hvað haldið þið? :-)


Hér er smá video af skölunum að eltast við ljósið http://www.youtube.com/watch?v=uhK0uF7D ... ideo_title
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Að leika við fiska

Post by Elma »

þetta allavega kveikir í veiðieðlinu hjá þeim!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: Að leika við fiska

Post by spawn »

magnað að sjá þetta... ef ég myndi gera þetta myndi það kosta mig að hafa 180l af vatni á gólfinu, sand út um allt og fiska í kattarkjafti því hundurinn minn myndi ráðast á glerið til að ná ljósinu hahaha
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
Post Reply