Rækjur og gotfiskaseiði.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Rækjur og gotfiskaseiði.

Post by Fargo »

Hæ,

Ég er með um 54ltr búr ætlað sem gotbúr fyrir gotfiska. Það er frekar líflaust þar sem engin kerlan hefur enn gotið. Fyrir utan nokkra smáa snigla sem smygluðu sér með java mosa er ekkert líf í búrinu. Var að spá í að bæta einhverjum smárækjum í búrið til að losna við fóðurleifar og lífga apeins uppá þetta en ég hef ekkert vit á rækjum.

Geta rækjur verið með gotfiskaseiðum án þess að seiði/rækjur verði étnar?

Hvernig rækjur eru hentugastar uppá stærð?

Fjölga þær sér ört í búrum?

Er þetta almennt sniðug hugmynd?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Rækjur og gotfiskaseiði.

Post by Elma »

ekkert mál að vera með rækjur í seiðabúrum ef
þær hafa t.d javamosa til að fela sig í.
þær verða ekki étnar og þær éta ekki seiði,
þannig að þessi sambúð er ekki slæm.
þær eru mjög duglegar þörungaætur og éta fóðurleifar.
Bara passa upp á að vatnið sé gott, bæði fyrir rækjurnar
og seiðin og hafa hitann ekki yfir 25 gráðum.
Þær fjölga sér vel ef þeim líður vel í búrinu.
Gætir fengið þér red cherry eða bara það sem þér
líst best á.
Við eigum t.d red cherry til sölu,
í öllum stærðum.
Sendu bara EP ef þú hefur áhuga :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Rækjur og gotfiskaseiði.

Post by Frikki21 »

Ég mæli með red cherry.
Ég fékk nokkrar hjá Varginum og Elmu um daginn(komin svona rúm vika síðan), rosalega gaman að fylgjast með þeim!
Og já ég er með rækjurnar með gubbý og platý seiðum.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Re: Rækjur og gotfiskaseiði.

Post by Fargo »

Snilld, takk fyrir góð ráð og ábendingar :)
Post Reply