Tími til kominn :)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Tími til kominn :)

Post by PerlaD »

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að kynna mig og fiskana "mína" en ég titla þá mína þó dóttir mín hafi fengið þá í jólagjöf og sýni þeim engan áhuga hehehe En ég nýt bara góðs af því, enda mín hugmynd að gefa henni þetta í jólagjöf :oops:

En já ég heiti semsagt Perla Dís oftast bara kölluð Perla :) Ég er 27 ára Hvanneyrar mær og langar að kynnast ríkum manni....

Nei ég segi svona :p

En já ég á semsagt eitt 70l búr og hef algjörlega fallið í þá grifju sem fiskahald er.
En á leiðinni í hús í vikunni er 220l heimasmíðað hornbúr. Þar hafði ég hugsað mér að vera með skalla, JD, og jafnvel einhverjar fallegar síkliður. Hef miklar hugmyndir um það búr og hugsa að ég nái að gera það nokkuð flott.

En já hérna eru meðfylgjandi myndir af búrinu og uppsetningu síðan áðan svo vatnið er enn soldið gruggugt
En íbarnir heita

2x sverðdragar aka Dragi og Grayskull en grayskull er ferlega frek og ágeng og hoppar.... hátt... og reinir ítrekað að myrða sig.
7x Cardinal Tetra aka The posé
1x Guppy voru tveir en karlinn drapst aka Guppý
35x Lyretail Black Molly aka Squirts en það eru öll seiðin úr tveimur gotum og Black Jack en kerlan hanns draps og hét Mollý
2xEplasniglar aka Yellowbelly og Brownie
1xryksuga aka Hákarl
3xTiger rækjurnar aka Three Amigos

Held ég sé ekki að gleima neinum, en já töluvert búið að drepast undanfarið. Síðast í dag fór ein sverdragakerla.. Drapst í Gotbúrinu. Um daginn fór Blackmolly kellngin og Guppy karlinn... Tók búrið í gegn og vona að það verði ekki meira.

En já ég ætla að láta myndir af búrinu ef ég næ góðum :)
Þakka fyrir frábært spjall :)
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Tími til kominn :)

Post by PerlaD »

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Tími til kominn :)

Post by Elma »

Sæl og velkomin á spjallið!

hvernig dælubúnað ertu með?
og hvað skiptiru oft um vatn og hvað mikið í einu
og hvernig "tekuru búrið í gegn" hjá þér?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Tími til kominn :)

Post by Vargur »

Þetta eru allt of mikil afföll á fiskum.
Ef fiskar reyna ítrekað á hoppa uppúr (myrða sig eins og þú segir) þá er eitthvað mikið að angra þá, annaðhvort mikið bögg eða að vatngæði eru engan vegin í lagi. Þetta gæti verið vegna þess að búrið sé ekki búið að cycla sig, hvað ertu búin að vera með það lengi í gangi ?

Ertu búin að lesa þetta:
viewtopic.php?f=6&t=7003
viewtopic.php?f=6&t=3189
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Tími til kominn :)

Post by PerlaD »

Sko, við gerum 50/50 vatnaskipti einusinni í viku. Við höfum alltaf passað það rosa vel. Ég hugsa vel um þessa fiska en það virðist alltaf eitthvað gerast. Og svo nánast engin afföll af seiðum.... En já þetta er original Juwel dæla sem er að bila. Búin að vera óstabíl í smá tíma og ég ætla að kaupa aðra um mánaðarmótin.
Það er bara sverðdragakellingin sem stekkur svona. Hún vill ekki vera í gotbúrinu eða krukku eða fötu eins og ég komst að í dag.
Ég held það hafi ekkert með vatnsgæðin að gera.
Ég var hinsvegar að spá hvort það gæti komið af einhveru sem ég er með í búrinu, eða hvort það sé ekki réttur hiti.
Það er í 24 gráðum
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Tími til kominn :)

Post by Elma »

myndi taka þessa styttu úr búrinu,
gæti verið hún sem er að leka einhverum efnum í búrið.

En fiskar stökkva líka upp úr vatni ef vatnsskilyrðin eru ekki
upp á sig besta.

Sverðdragar eiga það til að stökkva, þess vegna verður
að vera eitthvað yfir því sem þeir eru í, t.d java mosi eða
annar fljótandi gróður.
þ.e.a.s ef þeir eru í gotbúrum og slíku.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Tími til kominn :)

Post by PerlaD »

Ok takk fyrir þetta :)
Post Reply