Mjög grannur Platy

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Einn Platy karl hjá mér er búinn að grennast rosalega á stuttum tíma, hann hengur bara á botninum allan daginn en kemur alltaf upp til að borða og virðist borða ágætlega.

Veit einhver hvað er að ? Hann var alltaf mjög hress og stækkaði mjög mikið eftir að ég gékk hann fyrst, er búinn að eiga hann í nokkra mánuði.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

gæti verið með orma eða með innvortin bakteríusýkingu.
gætir veitt hann upp úr og sett í sjúkrabúr og gert viðeigandi ráðstafanir þar,
eða bara fargað honum, þar sem hann er svo langt leiddur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Og afhverju koma svona ormar eða innvortis bakteríusýkingar. Hann er samt alltaf hress þegar það er matartími.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Ég fargaði honum, en getur verið að það sé eitthvað í búrinu sem að veldur þessu eða ? Get ég gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

fylgjast bara með því hvort að fiskarnir hegði sér ekki eðlilega,
hvort einhver byrji að grennast, anda hratt, liggji bara á botninum
og ef rauðir þræðir byrji að koma út úr endaþarmsopinu á þeim o.s.frv.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

En er hægt að gera eitthvað til að lækna þetta ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

Alltaf gott að salta og skipta um vatn ef eitthvað
virðist vera að.
Ef það dugar ekki þá reynir maður að finna út hvað
það er sem er að angra fiskinn,
og kaupa viðeigandi lyf.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Er hægt að fá lyf við þessu í gæludýrabúðum ? Þetta er að gerast aftur.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

það er hægt að fá lyf við flest öllu held ég.
en ef þú veist ekki hvað er að angra fiskinn,
þá getur lyfið eiginlega gert bara verra.
Hvað ertu að gefa þeim að borða?
Sérðu nokkuð eitthvað rauðleitt hangandi út um
rassinn á fisknum sem er veikur/og þeim sem eru hraustir?

hvernig hagar hann sér þessi sem er veikur?
gerist þetta á stuttum eða löngum tíma?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Það fór annar Platty í fyrradag, ég hef ekki tekið eftir neinu rauðleitu útum rassin á þeim, ég er bara með venjulegt gotfiska fóður frá nutrafin 1-2 á dagsem ég fékk í Fiskó.
En já fiskarnir grennast bara og verða ræfislegir og slappir og liggja alltaf meira og meira á botninum. þetta tekur c.a 2 vikur. Það virðist samt alltaf vera bara einn í einu sem er veikur og deyr.

það eru 3 black molly-ar sem að eru búnir að deyja(þeir voru reyndar hálf ræfislegir þegar í fékk þá) , 2 platty-ar og 2 guppy-ar búnir að deyja á svipaðan hátt á löngum tíma samt. byrja bara að grennast og liggja mestan tíma á botninum nema til að koma að borða og síðan einn daginn þá eru þeir byrjaðir að fljóta um búrið og geta ekkert sinnt lengur og eru hálfmáttlaus. (mér finnst tálknin líka verða rauðari)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Jæja, núna er ég kominn með myndir til að sýna hvernig fiskarnir lýta út. Það hafa reyndar ekki verið nein dauðsföll síðan í byrjun árs.
En ég tók myndir af þessari litlausu gubbý kellingu í dag.

Image

Image

Image

þið verðið að afsaka lélegar myndir en vonandi geta þær hjálpað. Ég er búinn að prófa að salta og það virkaði ekki.
Einhver hugmynd um hvað er að ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

er hún með klemmdan sporð?
gæti verið costia.
leiðinda veiki sem erfitt er að losna við.
Eina sem hægt er að gera er að farga þeim
fiskum strax sem sýna einkenni eða nota
formalin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Hann er ekki beint klemdur saman, hann er svona helmingi mjórri en hann ætti að vera.
bakugginn liggur niðri, yfirleitt, fiskurinn verður grannur, hryggurinn bognar og fiskurinn veslast upp.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by keli »

Lítur helst út eins og costia eins og elma bendir á. Leiðindar pest sem getur verið erfitt að losna við. Mjög algeng í gúbbífiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ambu
Posts: 5
Joined: 18 Feb 2012, 22:11

Re: Mjög grannur Platy

Post by ambu »

En ef þessir rauðu þræðir eru til staðar út úr rassinum, hvað er þá í gangi?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by keli »

ormar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ambu
Posts: 5
Joined: 18 Feb 2012, 22:11

Re: Mjög grannur Platy

Post by ambu »

Er þá best að prufa fyrst saltið áður en maður gerir eitthvað eða á maður að fara beint í lyfin? Eru þeir mikið smitandi á milli fiska?
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Er þá eina vitið að farga þeim ?
En fylgir það costia að fiskarnir verða svona grannir ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

þeir verða allavega ræfilslegir ef þeir eru með costia.
það gæti verið svo margt annað að líka.
t.d snýkjudýr í tálknunum og eða innvortis bakteríur/bakteríusýking.
ef það eru rauðir þræðir í rassnum þá eru þeir með
orma, eina sem virkar á það er Levamisole.
Getur spurt um lyfið hér á spjallinu.

Hefuru saltað eitthvað?
prófað að hækka hitann?
hvað er hitinn í búrinu núna?
gætir prófað að hækka hitann í nokkra daga í 28 gráður
og saltað og séð hvernig fiskarnir hafa það þá.


ef það eru plöntur eða gælusníglar í búrinu,
þá þarftu að taka það úr búrinu áður en þú saltar.

hvað er búrið annars stórt?
hefuru ryksugað búrið eitthvað og ertu duglegur að gera vatnskipti?

á meðan fiskarnir eru með þetta, ekk bæta nýjum fiskum við
fyrr en þeir hafa læknast.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mjög grannur Platy

Post by Frikki21 »

Ég hef aldrei séð þessa rauðu þræði útúr endaþarminum.
Ég er búinn að prófa að salta, gekk ekki. En ætla að prófa það aftur (ég var kanski frekar feiminn við að setja of mikið salt)
Hitarinn er stiltur á 23 gráður í öðru búrinu en 25 í hinu. Bæði 54l búr, en hef bara séð 2 fiska svona veika í öðru búrinu( þar sem hitinn er 23 gráður).
Ég geri vatnaskipti vikulega og ryksuga botninn.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mjög grannur Platy

Post by Elma »

myndi þá byrja á því að hækka hitastigið
rólega upp í 27-28 gráður.
byrja á því að hækka rólega um 1-2 gráður í einu
þangað til takmarkinu er náð, kannski á tveim til þrem dögum.
salta líka í smá skömmtum í hvert sinn sem þú hækkar hitann
og reyna að hafa súrefnisríkt vatnið á meðan á þessu stendur.
út í náttúrunni fara ferskvatnsfiskar út í brakkis vatn til þess að
losa sig við snýkjudýr, þessvegna notum við þessa saltaðferð. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
siddi95
Posts: 49
Joined: 16 Jan 2012, 01:04
Location: Vestmannaeyjar

Re: Mjög grannur Platy

Post by siddi95 »

en má nota iðnaðar salt hahahah:)
Post Reply