Micropoecilia picta

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Micropoecilia picta

Post by Vargur »

Ég fékk í vikunni fiskasendingu og þar leyndist spennandi gotfiskategund
micropoecilia picta

Image
Þetta er mynd af netinu tekin hér: http://www.bien-debuter-aquario.com/t46 ... ilia-picta
Þarna má sjá fleiri myndir af tegundinni.

Karlinn verður um 3 cm og kerlan um 5cm. Þetta eru ekki algengir fiskar í bransanum og það verður spennandi að reyna að rækta þá.
Ég fékk 5 pör þannig að ef einhver vill reyna við þá þá er um að gera að vera í sambandi. Verðið á parinu er 2.400.- kr.

Ef einhver hefur einhverja reynslu af þessum fiskum endilega póstið henni hér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Micropoecilia picta

Post by keli »

Fékkstu eitthvað meira spennandi? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: Micropoecilia picta

Post by krebmenni »

dem ég hefði klárlega kíkt í dag hefði ég vitað af þessu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Micropoecilia picta

Post by Vargur »

Allir fiskar spennandi.
Ég fékk ekki það sem þið vilduð og reyndar vöru engin L- númer og bardagafiskar í boði.
viewtopic.php?f=5&t=6696&start=30 Hér er einhver upptalning af því sem kom.

Reyndar kom svo annar spennandi gotfiskur - Dermogenys pusiiius

Image
http://aquariumworlds.com/freshwater-halfbeak
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Micropoecilia picta

Post by Vargur »

Ég var að fylgjast með p. picta fiskunum í dag, þetta eru stórskemmtilegir fiskar, karlarnir sýna sig mikið fyrir kerlunum og sýningin er stórfengleg, fyrst dansa þeir fyrir kerlunar ekki ólíkt sverðdrögurum og síðan reyna þeir að vefja sér utan um þær líkt og bettur.
fiskarnir virðast allir einstaklega heilbrigðir og allar kerlurnar líta út fyrir að vera seiðafullar þannig ég vonast eftir seiðum fljótlega.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Micropoecilia picta

Post by Vargur »

Það eru komin seiði hjá picta, reyndar sá ég bara tvo seiði en það er þá ekki ólíklegt að fleiri bætist við.

Image
Micropoecilia picta by Elma_Ben, on Flickr
Hér er mynd af kk og kvk úr hópnum hjá okkur.
dempsey
Posts: 12
Joined: 23 Sep 2011, 22:58

Re: Micropoecilia picta

Post by dempsey »

Sæl, gaman að sjá þessa fiska hér á landi. Vandinn við að rækta þá felst aðalega í því að það fóður sem er á boðstólum virðist ekki virka almennilega á seiðin. kk verða ótímabært kynþroska og fleira. Svo undarlegt sem það er þá virðist of mikil fóðurgjöf vera neikvæð og sumir telja að fiskurinn verði að hafa meira fyrir matnum en gengur og gerist í fiskabúrum. Besta reynslan hef ég heyrt að sé búr með miklum þörungavexti og búrið látið standa fiskalaust í smá tíma, síðan er settar dafniur og cyklops út í vatnið og jafnvel vatn frá nálægum vatnasvæðum til að fá líf í þörungaflóruna. Svo þegar svona búr er tilbúið þá er nánast ekkert fóðrað af tilbúnu fóðri. Picta er reyndar auðveldust af þessum Micropoecilia tegundum, sumum tegundum af Micropoecilia hefur aldrei tekist að rækta. Ég reyndi þessa fiska fyrir ca. 20 árum og þetta var eini gotfiskurinn sem við lentum í vandræðum með. kk urðu kynþroska 1 cm stórir og kvk urðu aldrei almennilega fullvaxta. Á þeim tíma var ég með 3 tegundir af Gambusia, 5 tegundir af villtum mollíum, villta sverðdraga og fleira í þeim dúr. Það er mjög spennandi að sjá hvernig til tekst með þessa hjá ykkur.
Post Reply