Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
maggik
Posts: 13
Joined: 29 Jan 2008, 23:07

Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.

Post by maggik »

Komiði sæl.

Ég er búin að henda upp 60l búrinu mínu eftir næstum 10 ára hlé. Verslaði allt í það og setti af stað, en ég á eftir að velja mér fiska.
Ég get eiginlega ekki ákveðið hvað ég set í það, hugmyndin var að setja nokkra gúbba í það en mig langar að prófa eitthvað annað þar sem ég hef átt skriljón í gegnum tíðina.

Ég veit að það er ekki margt sem kemur til greina í svona lítið búr en mig langar bara að hafa fá fiska í því (fer eftir stæð auðvitað)
Eruð þið með einhverjar uppástungur að skemmtilegum tegundum sem er líklegt að finnist í dýrabúðinni á Akureyri þar sem það er eina búðin sem ég hef aðgang að. :roll:

Einu kröfurnar sem ég geri ef svo má kalla eru að þeir fjölgi sér ekki gríðarlega hratt, séu litríkir, þokkalega harðgerðir og auðvitað að þeir séu í minni kanntinum.
Ég hlusta á allar tillögur og ábendingar.

EDIT: Gæti ég kannski haft 2x dvergsiklíður í 60l?
valdianna
Posts: 23
Joined: 27 Feb 2012, 18:48

Re: Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.

Post by valdianna »

Bardagafisk :D
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.

Post by Sibbi »

Tetrur, það hlýtur að fást einhverjar tegundir af tetrum þarna, vera svo með slatta af gróðri, gæti komið flott út :), veit ekki hvort þær séu nógu "harðgerðar" fyrir þig :).
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.

Post by prien »

Par af þessum t.d. eða öðrum dvergsíkliðum.
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... iug6sljmp3
500l - 720l.
Post Reply