Yellow Lab með hrogn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
thordurs
Posts: 3
Joined: 28 Sep 2012, 15:43

Yellow Lab með hrogn

Post by thordurs »

Góðan Daginn

Yellow Lab kerlingin mín er komin með hrogn upp í sig (gerðist í gær).

Búrið er 100 l og íbúalistinn er eftirfarandi
Yellow Lab 2 kerlur og einn karl
Acei 2 kerlur og einn karl
Red Zebra 5 unglingar

Það eru engin slagsmál í búrinu en Yellow Lab karlinn er pínu frekur og rekur aðra frá sínu svæði og þar með talið kerlinguna, hún hefur þó nóg af stöðum til að fela sig á.
Nú er ég að spá, hvað ég á að gera við kerluna til að auka líkur á að hún komi með seiði ? Á ég bara að leyfa henni að vera í búrinu eða á ég að færa hana í seiðabúr ? Ég er með annað 54l búr sem er með 3 Yellow Lab seiðum og 2 Red Zebra seiðum, eða ætti ég að setja svona flot búr/net í 100l búrið og einangra hana þar ?

Kv Doddi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Yellow Lab með hrogn

Post by keli »

Láttu hana bara í friði og taktu hana uppúr eftir 20 daga og losaðu *varlega* úr henni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
thordurs
Posts: 3
Joined: 28 Sep 2012, 15:43

Re: Yellow Lab með hrogn

Post by thordurs »

keli wrote:Láttu hana bara í friði og taktu hana uppúr eftir 20 daga og losaðu *varlega* úr henni.
ok, eitt enn, þegar ég losa úr henni, ætti ég að gera það í 54l búrið eða í svona flotbúr sem ég hef í 100l búrinu ? Seiðin sem eru í 54l búrinu eru orðin nokkuð stálpuð.

kv Doddi
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Yellow Lab með hrogn

Post by Elma »

losaðu úr henni í seiðanetabúrið og hafðu þau þar þangað til þau eru búin að losna við kviðpokan
(ef það er einhver kviðpoki á þeim eftir 20 daga)
ef þau eru ekki með neinn kviðpoka, þá geturu haft þau þarna í c.a viku
og sleppt þeim í 54 lítra búrið.

En ég verð að segja eitt að afríku síklíður
eiga ekki heima í svona litlu búri.
Gengur kannski núna en ekki til lengri tíma litið.

(Sá reyndar ekki að þetta væri 3ja mánaða gamall þráður,
fyrr en eftir á, en ég vona að svar mitt gagnist samt sem áður
ef einhver á við sama vanda að stríða)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply