Upp kom vandamál í búrinu.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
zunlolly
Posts: 1
Joined: 14 Jan 2013, 16:09

Upp kom vandamál í búrinu.

Post by zunlolly »

Góðan daginn.

Ég er með tæplega 100 ltr fiskabúr og í því voru 2 slæðusporðsgullfiskar, 6 litlar tetrur, balahákarl, bláhákarl, 2 ryksugur og leiðinlegur fiskur sem minnir á ál en lætur sjá ca. einu sinni á ári og er tæplega 12 ára gamall.

Allir hegðuðu sér vel saman og aldrei nein vandamál. Ég skipti um smá af vatni á ca. tveggja vikna fresti og þeir fengu mat tvisvar á dag og allt í góðu jafnvægi í um 4-5 ár. Dælan þrifin reglulega. Engin dauðsföll á þessu tímabili.

Svo dó balahákarlinn í nóvember, sá ekkert að honum áður en skyndilega var bara beinagrindin eftir.
Síðan tók bláhákarlin mikið ofvirkniskast í desember, synti hratt, át ekki og hrökk upp af beint fyrir framan augun á mér og ferlið tók um 2 mínútur. Mér gaft ekki svigrúm til að reyna neitt.

Í gærmorgun leist mér svo ekki á blikuna. Allir fiskar voru kyrrir og sporðarnir á gullfiskunum voru ljótir. Ég dreif mig í að skipta út um stórum hluta vatnsins, setti smá af grænum baunum og einhver undraefni sem ég á frá tetra sem ég man ekki hvað heita.

Allir fiskarnir hresstust strax nema gullfiskarnir. Annar dó svo í nótt. Hinn er slappur, með siginn maga, hreystrið er að losna af og sporðurinn er enn ljótur.

Grunar einhvern hvað gæti verið að koma upp á hjá mér? Ég er búin að reyna að hringja í tvær dýrabúðir sem selja fiska en hvorug svarar.

Ég vil alls ekki missa fleiri fiska. =(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Upp kom vandamál í búrinu.

Post by Vargur »

Hvað er búrið stórt og hvað skiptir þú út miklu vatni ?
Mig grunar að þú hafir ekki skipt út nógu miklu vatni, þó regla hafi verið á þessu hjá þér þá safnast smám saman upp úrgangsefni í búrinu og á endanum drepast fiskarnir og þá eimitt margir á stuttum tíma.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Upp kom vandamál í búrinu.

Post by Elma »

Mjög líklegt að hinn gullfiskurinn sé með dropsy.
gerist einmitt út af lélegum vatnsgæðum og
öll hin einkennin sem fiskarnir hafa eru einmitt út af því,
reyndu að skipta um allavega 30%
og svo aftur eftir tvo daga, alltaf að setja vatn aftur í búrið
sem er jafnheitt og það sem er í búrinu, má skeika um 2 gráður samt.
Skiptu aftur um vatn eftir viku.
Skiptu svo ekki minna um vatn en minnsta kosti 30-40% í einu
það sem eftir er. Því meira vatn sem er tekið, því meira af
úrgangsefnum fara og meira ferskt vatn fer í búrið í staðinn.
Eitt enn, 100l búr er allt of lítið fyrir Bala hákarl og Bláhákarl (Pangasius sutchi)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply