Okkar fyrsta diskus-hrygning

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Við hjónin erum núna að upplifa fyrstu hrygningu hjá Diskusunum okkar, virkilega spennandi. Þetta er par frá Svavari (keypt hjá Trítlu), þau eru rúmlega 2ja ára gömul. Seiðini klöktust í gær, 27. febrúar.
Við erum með ca 530 l búr og gátum við sett upp heimagert skilrúm á milli þeirra og hinna fiskanna. Þeir eru: 4 diskusar, þar af einn villtur, 4 SAE, 3 ankistrur, 4 granar (einhver gerð af corydoras, líklega reticulatus), 2 kúlí-álar og um 30 kardinálatetrur. Svo eru nokkrir assassin-sniglar.
Gaman, gaman,
Guðbjörg og Dirk
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Cundalini »

Big like á þetta :D
Væri gaman að sjá myndir :mynd:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by keli »

Það er spennandi þegar discusar taka upp á því að hrygna hjá manni :) Ég hef komið upp nokkrum hrygningum. Það getur verið ótrúlega mikið puð að halda seiðunum frískum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Við vorum að átta okkur á því af hverju þeir tóku upp á því að hrygna núna og teljum við að vatnsgæðin hafi breyst svo mikið til hins betra núna vegna: 1. áttuðum okkur á því að gróðurpera hafði verið ónýt í dágóðan tíma, 2. þurftum að setja lyf til að meðhöndla sveppasýkingu í ankistru, 3. þarf af leiddu tíð vatnsskipti og 4. skiptum um útfjólubláa peru í hreinsibúnaði. Svo er kannski bara líka að fara að vora :D
Ég reyni að setja inn myndir (hef aldrei gert það áður hér).
Guðbjörg (sem sér um matargerð og almenna umhirðu um fiskana, Dirk um allt annað)
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Hér er mynd af búrinu og sést vel skilrúmið sem við útbjuggum úr bút af svona plasthúðaðri víragirðingu sem við saumuðum svo moskítónet á.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Squinchy »

Gæti verið gott að byrgja fyrir dælu inntakið með svona neti
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Takk fyrir ábendinguna. Við höfum sett net utan um dæluinntakið þegar ankistrur hrygna hjá okkur (í öðru búri), en þessi seiði eru svo agnalítil að við slökktum á báðum dælunum. Settum svo auka hitara og loftdælu. Núna virðast reyndar bara ca 1/3 eftir af seiðinunum, ca 12 af 35 sem ég taldi í gær. Þau eru aðeins farin að hreyfa sig frá glerinu, en aðstæður eru ekki þeim í hag. Foreldrarnir eru reynslulitlir og stressaðir (og við líka) ;) og svo eru allt of margar leiðslur akkúrat þarna í búrinu. Svona eftir á að hyggja hefðum við átt að færa segulinn í hinn enda búrsins á meðan hrognin voru óklakin.
Guðbjörg (matmóðir fiskanna)
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Nú vorum við ekki vitni að klakinu, en vitið þið hvernig við getum kyngreint fiskana?
Takið svo eftir hversu stór og myndarlegur annar þeirra er (mont, mont).
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Þá er ævintýrinu lokið, engin seiði lengur sýnileg.
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Cundalini »

Dirk wrote:Þá er ævintýrinu lokið, engin seiði lengur sýnileg.
Sástu fiskanna éta seiðin? Getur ekki verið að þeir hafi sett þau á botninn?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Cundalini »

Dirk wrote:Nú vorum við ekki vitni að klakinu, en vitið þið hvernig við getum kyngreint fiskana?
Takið svo eftir hversu stór og myndarlegur annar þeirra er (mont, mont).
Það er erfitt að kyngreina Discus, en hérna er info:
http://www.aquariumlife.net/articles/ne ... lid/96.asp
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Um það hvort fiskarnir hafi sett seiðin á botnin (takk fyrir ábendinguna), þá erum við með sand í botninum og ég held að við höfum leitað gaumgæfilega allsstaðar áður en við settum dælurnar aftur í gang. Svo sýndist okkur líka á hegðun parsins að þau væru ekki að passa neitt og þau voru ekkert að slást, eins og þau gerðu á meðan hrognin og seiðin voru sýnileg.
Hvort þeir hafi étið seiðin, veit ég ekki.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Elma »

þau koma aftur með seiði.
þau eru bara óreynd og vita ekki hvað á að gera.
Eftir nokkrar æfingar þá kemur þetta hjá þeim.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Elma wrote:þau koma aftur með seiði.
þau eru bara óreynd og vita ekki hvað á að gera.
Eftir nokkrar æfingar þá kemur þetta hjá þeim.
Þetta var svo sannanlega rétta hjá þér, í dag hrygndu þau aftur, en núna á miklu hentugri stað, lengst frá dæluinntökunum.
Svo sýnist mér jafnvel að par númer tvö sé að undirbúa hrygingu; bara fjör!
Guðbjörg
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Nú er parið búið að hrygna þrisvar sinnum og ekkert gengur :-( En þetta brölt hjá þeim hefur haft slæmar afleiðingar fyrir hið "andlega" jafnvægi í búrinu. Núna eru allir 6 diskusarnir úttaugaðir, fyrst voru mikil slagsmál, en núna eru þeir allir ein taugahrúga og éta varla. Fá ofsahræðslu-köst og missa jafnvel meðvitund stundum. Ekki gott ástand. Við erum að velta því fyrir okkur að taka parið úr stóra búrinu og setja það í ankistru-ræktnarbúrið okkar og sjá hvernig það gengur.
Annars er þessi taugaveiklun í diskus að verða dálítið þreytandi...
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Elma »

diskusar eru svoddan taugahrúgur :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Ásta »

Hefur orðið eitthvað framhald á hrygningum?
Ég held að nánst eina leiðin til að kyngreina fiskana sé við hrygningu, þið sjáið hver hrygnir og svo hænginn þegar hann er að skvetta úr sér yfir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Dirk
Posts: 11
Joined: 25 Jan 2008, 23:36

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by Dirk »

Jæja, núna er diskussa parið búið að hrygna og hrygna síðan í byrjun 2011 (allavega mánaðarlega) og eru loksins 22 spræk, ca 1 cm stór seyði komin í eigið 80 l búri og þrífast vel :) Eftir nokkrar tilraunir með fóður, fundum við það rétta handa þeim þangað til þau eru orðin nógu stór til að njóta heimalagaða matarins okkar, þe nautshjörtu með fiski og spínati.
Það er reyndar mikil frjósemi í gangi hjá okkur: fyrir utan diskusanna hafa ankistrur, Jack Dempseys og skallar hryngt. Seyði skallanna komast aldrei á legg, líklega eru þau étin af kardinálatetrunum, sem geisla af heilbrigði ;)
Varðandi kyn fiskanna, þá er núna ljóst að stærri fiskurinn er hængurinn.
Kv, Guðbjörg fiska-matmóðir
emmigeænjaxll
Posts: 16
Joined: 10 Aug 2012, 18:42

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by emmigeænjaxll »

má ég keupa diskus hja þér?
k89bbi
Posts: 16
Joined: 05 Feb 2013, 21:52

Re: Okkar fyrsta diskus-hrygning

Post by k89bbi »

flottasta ferskvatns fiskategundin að mínu mati:)
Post Reply