Græningjaspurning: ósætti við nýjann fisk
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Græningjaspurning: ósætti við nýjann fisk
Erum með 54 L búr og vorum bara með 3 fiska í því (ryksuga, red platy og sverðdragi) þannig við ákváðum að bæta við og fengum okkur fjórar tetrur og einn Corydoras julii, en platyinn lætur juliinn ekki vera og eltir hann útum allt búr nartandi í hann. Maður hálf vorkennir greyinu fyrir eineltið en það sem ég er að velta fyrir mér er, er þetta eitthvað sem á eftir að lagast?
Re: Græningjaspurning: ósætti við nýjann fisk
Þetta er ekki óalgengt þegar nýjir fiskar koma í búrið.
Corydoras þola áreiti illa og því mikilvægt að taka strax á þeim sem skapar vandann.
Prófaðu að taka platyinn frá í 1-2 daga.
Þú getur td sett hann í sæmilega skál eða fötu, hann þolir það vel.
Corydoras þola áreiti illa og því mikilvægt að taka strax á þeim sem skapar vandann.
Prófaðu að taka platyinn frá í 1-2 daga.
Þú getur td sett hann í sæmilega skál eða fötu, hann þolir það vel.
Re: Græningjaspurning: ósætti við nýjann fisk
Takk fyrir þetta, mun gera það næst! Það er kominn friður í búrið núna og kattfiskurinn er ennþá á lífi hehe Við tókum ofbeldissegginn aðeins upp úr og settum í stórt mæliglas en við þorðum ekki að hafa hann of lengi þar, en gott að vita næst að það er í lagi að hafa hann þar aðeins lengur!
Það er ennþá pínu tómlegt í búrinu þannig við munum öruglega þurfa að grípa í þetta ráð aftur á næstu mánuðum hehe
Það er ennþá pínu tómlegt í búrinu þannig við munum öruglega þurfa að grípa í þetta ráð aftur á næstu mánuðum hehe